Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2018 09:56 Petro Poroshenko ræddi við hermenn í gær. AP/Mykola Lazarenko Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. Þetta sagði Poroshenko í kjölfar þess að Rússar lokuðu Kerchsundi á sunnudaginn, sem er eina leiðin inn í Asóvshaf, hertóku þrjú skip flota Úkraínu og handsömuðu 24 sjóliða. Minnst þrír sjóliðar særðust þegar skotið var á skipin og þau stöðvuð. NATO hefur lýst yfir fullu stuðningi við Úkraínu, þó ríkið sé ekki í bandalaginu. Í viðtali við þýska blaðið Bild, sem birt var í gær, sagði Poroshenko að Þýskaland væri eitt helsta bandalagsríki Úkraínu og hann vonaðist til þess að NATO gæti orðið við aðstoðarbeiðni hans.„Við getum ekki sætt okkur við þessa ógnandi stefnu Rússlands. Fyrst var það Krímskagi, svo austurhluti Úkraínu og nú vill hann Asóvshaf. Þýskaland verður líka að spyrja sig: Hvað mun Pútín gera næst ef við stöðvum hann ekki?“ sagði Poroshenko. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og tóku óeinkennisklæddir sérsveitarmenn þátt í innlimuninni. Í fyrstu neituðu yfirvöld Rússlands að viðurkenna að þar væru hermenn þeirra á ferð en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi það seinna meir. Innlimunin hefur ekki verið viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Þá hafa Rússar stutt við bakið á aðskilnaðarsinnum sem tekið hafa stjórn á stóru svæði í austurhluta Úkraínu. Brú var byggð yfir Kerchsund eftir innlimun Krímskaga og var hún opnuð fyrr á þessu ári. Síðan þá hafa Rússar aukið umsvif sín í Asóvshafi og að undanförnu hafa Rússar farið um borð í öll skip sem siglt er til eða frá höfnum Úkraínu og leitað þar um borð.Hér að neðan má sjá kort af svæðinu. Hægt er að smella á táknin til að fá frekari upplýsingar um hvað þau tákna. Poroshenko fór fram á að herlög yrðu sett á í nokkrum héruðum Úkraínu og var það samþykkt af þingi landsins. Hann Við Bild sagði forsetinn að hann óttaðist innrás frá Rússlandi. Hann sagði hegðun yfirvalda Rússlands vera sambærilega við hegðun þeirra árið 2014, áður en þeir innlimuðu Krímskaga. Hann sagði gervihnattarmyndir sýna að Rússar væru mögulega að undirbúa árás og að þeim myndum hefði verið deilt með bandamönnum Úkraínu. Þegar honum var bent á að hann hafði haldið því áður fram að von væri á innrás frá Rússlandi vísaði Poroshenko aftur til gervihnattarmynda og hljóðupptaka. Poroshenko sagðist einnig hafa hringt í Pútín í kjölfar atviksins á Kerchsundi á sunnudaginn. Honum hefði þó ekki verið svarað og hann hefði engin svör fengið frá Rússlandi. Ríkin gerðu samkomulag árið 2003 um að Asóvshaf væri sameiginlegt hafsvæði þeirra beggja. Stórar borgir Úkraínu liggja að Asóvshafi. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sagði þó í gær að skipum Úkraínu hefði vísvitandi verið siglt inn í lögsögu Rússlands. Um ögrun hefði verið að ræða sem hefði verið skipulögð til að bæta stöðu Poroshenko í aðdraganda kosninga á næsta ári.Áður höfðu yfirvöld Rússlands sagt að „ögrun“ þessi hefði verið skipulögð með aðkomu vestrænna ríkja, án þess þó að færa fyrir því nokkrar sannanir. Vestræn ríki hafa lýst yfir stuðningi við Úkraínu í deilunni og fordæmt aðgerðir og valdbeitingu Rússa. NATO Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ætla að bæta varnir á Krímskaga Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. 28. nóvember 2018 11:03 Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Ólga eftir árás á Asovshafi Úkraínska þingið samþykkti í gær tilskipun forseta landsins um setningu herlaga eftir að Rússar skutu á og hertóku þrjú úkraínsk herskip. Átök landanna tveggja eru ekki ný af nálinni en fara nú harðnandi. 27. nóvember 2018 07:00 Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31 Poroshenko vill sjóliðana úr haldi Sjóher Úkraínu segir að sex sjóliðar hafi særst þegar skotið var á skip Úkraínu og þau handsömuð. 26. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. Þetta sagði Poroshenko í kjölfar þess að Rússar lokuðu Kerchsundi á sunnudaginn, sem er eina leiðin inn í Asóvshaf, hertóku þrjú skip flota Úkraínu og handsömuðu 24 sjóliða. Minnst þrír sjóliðar særðust þegar skotið var á skipin og þau stöðvuð. NATO hefur lýst yfir fullu stuðningi við Úkraínu, þó ríkið sé ekki í bandalaginu. Í viðtali við þýska blaðið Bild, sem birt var í gær, sagði Poroshenko að Þýskaland væri eitt helsta bandalagsríki Úkraínu og hann vonaðist til þess að NATO gæti orðið við aðstoðarbeiðni hans.„Við getum ekki sætt okkur við þessa ógnandi stefnu Rússlands. Fyrst var það Krímskagi, svo austurhluti Úkraínu og nú vill hann Asóvshaf. Þýskaland verður líka að spyrja sig: Hvað mun Pútín gera næst ef við stöðvum hann ekki?“ sagði Poroshenko. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og tóku óeinkennisklæddir sérsveitarmenn þátt í innlimuninni. Í fyrstu neituðu yfirvöld Rússlands að viðurkenna að þar væru hermenn þeirra á ferð en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi það seinna meir. Innlimunin hefur ekki verið viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Þá hafa Rússar stutt við bakið á aðskilnaðarsinnum sem tekið hafa stjórn á stóru svæði í austurhluta Úkraínu. Brú var byggð yfir Kerchsund eftir innlimun Krímskaga og var hún opnuð fyrr á þessu ári. Síðan þá hafa Rússar aukið umsvif sín í Asóvshafi og að undanförnu hafa Rússar farið um borð í öll skip sem siglt er til eða frá höfnum Úkraínu og leitað þar um borð.Hér að neðan má sjá kort af svæðinu. Hægt er að smella á táknin til að fá frekari upplýsingar um hvað þau tákna. Poroshenko fór fram á að herlög yrðu sett á í nokkrum héruðum Úkraínu og var það samþykkt af þingi landsins. Hann Við Bild sagði forsetinn að hann óttaðist innrás frá Rússlandi. Hann sagði hegðun yfirvalda Rússlands vera sambærilega við hegðun þeirra árið 2014, áður en þeir innlimuðu Krímskaga. Hann sagði gervihnattarmyndir sýna að Rússar væru mögulega að undirbúa árás og að þeim myndum hefði verið deilt með bandamönnum Úkraínu. Þegar honum var bent á að hann hafði haldið því áður fram að von væri á innrás frá Rússlandi vísaði Poroshenko aftur til gervihnattarmynda og hljóðupptaka. Poroshenko sagðist einnig hafa hringt í Pútín í kjölfar atviksins á Kerchsundi á sunnudaginn. Honum hefði þó ekki verið svarað og hann hefði engin svör fengið frá Rússlandi. Ríkin gerðu samkomulag árið 2003 um að Asóvshaf væri sameiginlegt hafsvæði þeirra beggja. Stórar borgir Úkraínu liggja að Asóvshafi. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sagði þó í gær að skipum Úkraínu hefði vísvitandi verið siglt inn í lögsögu Rússlands. Um ögrun hefði verið að ræða sem hefði verið skipulögð til að bæta stöðu Poroshenko í aðdraganda kosninga á næsta ári.Áður höfðu yfirvöld Rússlands sagt að „ögrun“ þessi hefði verið skipulögð með aðkomu vestrænna ríkja, án þess þó að færa fyrir því nokkrar sannanir. Vestræn ríki hafa lýst yfir stuðningi við Úkraínu í deilunni og fordæmt aðgerðir og valdbeitingu Rússa.
NATO Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ætla að bæta varnir á Krímskaga Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. 28. nóvember 2018 11:03 Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Ólga eftir árás á Asovshafi Úkraínska þingið samþykkti í gær tilskipun forseta landsins um setningu herlaga eftir að Rússar skutu á og hertóku þrjú úkraínsk herskip. Átök landanna tveggja eru ekki ný af nálinni en fara nú harðnandi. 27. nóvember 2018 07:00 Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31 Poroshenko vill sjóliðana úr haldi Sjóher Úkraínu segir að sex sjóliðar hafi særst þegar skotið var á skip Úkraínu og þau handsömuð. 26. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Ætla að bæta varnir á Krímskaga Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. 28. nóvember 2018 11:03
Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30
Ólga eftir árás á Asovshafi Úkraínska þingið samþykkti í gær tilskipun forseta landsins um setningu herlaga eftir að Rússar skutu á og hertóku þrjú úkraínsk herskip. Átök landanna tveggja eru ekki ný af nálinni en fara nú harðnandi. 27. nóvember 2018 07:00
Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31
Poroshenko vill sjóliðana úr haldi Sjóher Úkraínu segir að sex sjóliðar hafi særst þegar skotið var á skip Úkraínu og þau handsömuð. 26. nóvember 2018 11:00