Friðrik Ómar segir ummæli Gunnars Braga fyndin og steikti smokk upp úr smjöri Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 13:25 Söngvarnn góðkunni segir ummælin dapur fyrir ungt hinsegin fólk en ætlar ekki að taka þau persónulega. Friðrik Ómar Hjörleifsson segist ekki taka ummæli Gunnars Braga Sveinssonar í sinn garð persónulega. Honum finnst orðræðan leiðinleg fyrir hönd ungs fólks sem sé að íhuga að koma út úr skápnum, en hann hefur sjálfur ákveðið að hafa gaman af málinu. „Mér finnst þetta fyndið. Það var það fyrsta sem mér datt í hug. Þetta fær ekki á mig sko og ég tek þessu ekki persónulega, alls ekki,“ sagði Friðrik Ómar í samtali við Sigga Gunnars á K100 í morgun. Í upptöku af samræðum hóps þingmanna á Klaustur bar sagði Gunnar Bragi að Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefði sloppið í gegn „eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari,“ í umfjöllun fjölmiðla þegar Geir var skipaður sendiherra Íslands í Washington.Sjá einnig:Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins „Mér finnst þetta kannski bara leiðinlegt af því að ég held að hann hafi bara gripið nafn mitt á lofti fyrir hönd okkar hinsegin fólks,“ segir Friðrik Ómar.Leiðinlegt fyrir ungt fólk sem ætlar að koma út úr skápnum Hann segist telja að kynhneigð hans hafi verið þar sem skipti máli í ummælum þingmannsins. „Ég held að Gunnari Braga sé ekki illa við mig persónulega, ég held þetta snúist ekkert um það. En allt svona finnst mér leiðinlegt fyrir ungt fólk sem ætlar að stíga skrefið og koma út úr skápnum.“ Söngvarinn góðkunni segist vera orðinn ýmsu vanur sem opinber persóna. „En svona er þetta greinilega og ég hugsaði líka með mér að maður hefur nú sagt ýmislegt og talað um fólk og sagt eitthvað við fólk beint og þurft að biðjast afsökunar. Þetta náttúrulega er frekar dapurt líka að það sé verið að taka upp samskipti, sérstakt,“ segir hann. „Eins og ég segi, ég ber engan kala til Gunnars Braga Sveinssonar. Þetta er bara dapurt.“Ætlar að hafa gaman af þessu Hann segir þó að hann dáist að hugmyndaflugi þingmannsins. „Hann gerir bara ráð fyrir því að ég noti smokka væntanlega. Það er styttra síðan ég notaði smjör, ég gerði steiktan fisk í raspi í fyrrakvöld og setti á Instagram. Kannski er hann að fylgjast með mér á Instagram,“ sagði Friðrik Ómar og hló.Sjá einnig:Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Hann segist jafnframt hafa tekið upp á því í gærkvöldi að bræða smjör í potti og stekja smokk upp úr smjöri. „Hann var svolítið fljótur að verða skrítinn. Þetta var það síðasta sem ég gerði áður en ég fór að sofa í gær. Ég einhvern veginn bara eyddi þessu máli.“ „Ég ætla bara að hafa gaman af þessu. Mér finnst þetta fyndið, svona persónulega gagnvart mér. En leiðinlegt fyrir orðræðuna.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sigga Dögg segir smjör afleitt sleipiefni Kynfræðingurinn Sigga Dögg er með áríðandi tilkynningu á Facebook-síðu sinni en þar segir hún að smjör sé ekki gott sleipiefni. 29. nóvember 2018 13:30 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44 Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30 Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Fleiri fréttir „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Sjá meira
Friðrik Ómar Hjörleifsson segist ekki taka ummæli Gunnars Braga Sveinssonar í sinn garð persónulega. Honum finnst orðræðan leiðinleg fyrir hönd ungs fólks sem sé að íhuga að koma út úr skápnum, en hann hefur sjálfur ákveðið að hafa gaman af málinu. „Mér finnst þetta fyndið. Það var það fyrsta sem mér datt í hug. Þetta fær ekki á mig sko og ég tek þessu ekki persónulega, alls ekki,“ sagði Friðrik Ómar í samtali við Sigga Gunnars á K100 í morgun. Í upptöku af samræðum hóps þingmanna á Klaustur bar sagði Gunnar Bragi að Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefði sloppið í gegn „eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari,“ í umfjöllun fjölmiðla þegar Geir var skipaður sendiherra Íslands í Washington.Sjá einnig:Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins „Mér finnst þetta kannski bara leiðinlegt af því að ég held að hann hafi bara gripið nafn mitt á lofti fyrir hönd okkar hinsegin fólks,“ segir Friðrik Ómar.Leiðinlegt fyrir ungt fólk sem ætlar að koma út úr skápnum Hann segist telja að kynhneigð hans hafi verið þar sem skipti máli í ummælum þingmannsins. „Ég held að Gunnari Braga sé ekki illa við mig persónulega, ég held þetta snúist ekkert um það. En allt svona finnst mér leiðinlegt fyrir ungt fólk sem ætlar að stíga skrefið og koma út úr skápnum.“ Söngvarinn góðkunni segist vera orðinn ýmsu vanur sem opinber persóna. „En svona er þetta greinilega og ég hugsaði líka með mér að maður hefur nú sagt ýmislegt og talað um fólk og sagt eitthvað við fólk beint og þurft að biðjast afsökunar. Þetta náttúrulega er frekar dapurt líka að það sé verið að taka upp samskipti, sérstakt,“ segir hann. „Eins og ég segi, ég ber engan kala til Gunnars Braga Sveinssonar. Þetta er bara dapurt.“Ætlar að hafa gaman af þessu Hann segir þó að hann dáist að hugmyndaflugi þingmannsins. „Hann gerir bara ráð fyrir því að ég noti smokka væntanlega. Það er styttra síðan ég notaði smjör, ég gerði steiktan fisk í raspi í fyrrakvöld og setti á Instagram. Kannski er hann að fylgjast með mér á Instagram,“ sagði Friðrik Ómar og hló.Sjá einnig:Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Hann segist jafnframt hafa tekið upp á því í gærkvöldi að bræða smjör í potti og stekja smokk upp úr smjöri. „Hann var svolítið fljótur að verða skrítinn. Þetta var það síðasta sem ég gerði áður en ég fór að sofa í gær. Ég einhvern veginn bara eyddi þessu máli.“ „Ég ætla bara að hafa gaman af þessu. Mér finnst þetta fyndið, svona persónulega gagnvart mér. En leiðinlegt fyrir orðræðuna.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sigga Dögg segir smjör afleitt sleipiefni Kynfræðingurinn Sigga Dögg er með áríðandi tilkynningu á Facebook-síðu sinni en þar segir hún að smjör sé ekki gott sleipiefni. 29. nóvember 2018 13:30 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44 Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30 Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Fleiri fréttir „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Sjá meira
Sigga Dögg segir smjör afleitt sleipiefni Kynfræðingurinn Sigga Dögg er með áríðandi tilkynningu á Facebook-síðu sinni en þar segir hún að smjör sé ekki gott sleipiefni. 29. nóvember 2018 13:30
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44
Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30