Erlent

Kim Kardashian og Lady Gaga á meðal þeirra sem þurfa að flýja skógareldana

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skógareldarnir hafa farið hratt yfir.
Skógareldarnir hafa farið hratt yfir. Vísir/Getty
Gríðarlegir skógareldar geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna. Í norðurhluta ríkisins hefur heill bær brunnið og í suðurhluta ríkisins hafa Hollywood-sjörnur og þekktir söngvarar- og konur þurft að flýja heimili sín. BBC greinir frá.

Níu eru taldnir af og 35 er saknað í bænum Paradise í norðurhluta Kaliforníu þar sem skógareldar hófust í vikunni. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum sýna gríðarlega eyðileggingu og hvernig fólki hefur naumlega tekist að komast í skjól frá eldunum.

Þrír skógareldar geisa í ríkinu en í suðurhluta ríkisins eru mörg heimili í Malibu í mikilli hættu, þar á meðal heimili fjölda frægra einstaklinga á borð við Kim Kardashian, Lady Gaga og Cher.

„Var að koma heim og ég hafði einn tíma til þess að flýja heimilið, ég bið fyrir því að að allir séu öruggir,“ sagði Kim Kardashian á Instagram. 

Tónlistarkonan Cher lýsti miklum áhyggjum af heimiliu sínu á Twitter en þar sagðist hún ekki geta afborið tilhugsunina um að eiga ekki lengur hús í Malibu, þar sem hún hefur átt hús frá árinu 1972.

Lady Gaga birti einnig myndskeið á Instagram er hún var að yfirgefa heimili sitt en á myndbandinu má sjá þykkan reik í fjarska.

Meðal þess sem hefur orðið eldinum að bráð er tökustaður HBO-þáttanna Westworld.


Tengdar fréttir

Fimm látnir vegna skógarelda í Kaliforníu

Að minnsta kosti fimm eru látnir af völdum gríðarlegra skógarelda sem geisað hafa í norðurhluta Kaliforníu. Þúsundir bygginga hafa einnig orðið eldinum að bráð en eldurinn fer hratt yfir. Yfir 150.000 manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna eldanna og allt í allt hafa 75 þúsund heimili á svæðinu verið rýmd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×