Körfuboltakvöld: Algjört ráðaleysi hjá Stjörnunni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 12:30 Stjörnuliðið hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem menn höfðu fyrir tímabilið s2 sport Meistaraefnin í Stjörnunni töpuðu nokkuð óvænt fyrir Val í sjöttu umferð Domino's deildar karla. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport voru myrkir í máli þegar þeir ræddu ástandið í Garðabænum. Valur hafði ekki unnið leik í deildinni áður en að Stjarnan mætti í Origo höllina á meðan Garðabæjarliðið var það lið sem flestir spáðu sigri í deildinni fyrir tímabilið. „Það sem mér fannst áberandi í leik Stjörnunnar var að það var ekkert skipulag í sókn, ekki neitt. Þeir aðilar sem eiga að fá boltann að mínu mati eins mikið og mögulegt er í þessu liði, Paul Anthony Jones og Hlynur Bæringsson, þeir voru sveltir stórum köflum í leiknum,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson þegar leikurinn var ræddur í þætti gærkvöldsins. „Varnarlega, þetta var bara eins og nammibarinn í Hagkaup.“ „Að fá á sig 97 stig. Þetta er liðið sem við horfðum á sem yfirburða varnarlið fyrir tímabilið,“ tók Kristinn Geir Friðriksson undir.Stjarnan hefur ekki klárað spennuleikina til þessas2 sportStjarnan fékk til sín finnska landsliðsmanninn Antti Kanervo fyrir tímabilið sem skotmann sem getur sett niður þrista. Hann hefur ekki skilað því það sem af er með aðeins 26 prósenta nýtingu í þriggja stiga skotum. „Hann er búinn að taka fimmtíu og þrjú, fjögur skot í fyrstu sex leikjunum. Það eru næstum því tíu skot í leik. Á meðan eru þeir með Paul Anthony, Ægi og Hlyn se meru allir að skjóta yfir 40 prósent,“ sagði Teitur Örlygsson. „Það sem er verst í þessu, þetta er vopnið hans. Að skjóta þristum,“ tók Jón Halldór undir. „Að mínu mati, fyrir Stjörnuna, þá er þessi gæi bara „finish“,“ bætti Jón við og hló. „Stjarnan skilaði 104 framlagspunktum í gær, liðið. Þrír leikmenn voru með samtals 78. Liðsheildin hún er ekki að klikka saman,“ sagði Kristinn. „Róteringarnar eru mjög þéttar, hann er ekki að spila á mörgum. Tommi [Tómas Þórður Hilmarsson] er í allt öðru hlutverki en hann var í fyrra, það hefur riðlast eitthvað í þessu liði.“ „Ef allt væri eðlilegt hjá þessu Stjörnuliði og þeir skora 92 stig á móti einhverju liði, þá myndi maður halda að þeir ættu að vinna,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Vandræði í Garðabæ Dominos-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira
Meistaraefnin í Stjörnunni töpuðu nokkuð óvænt fyrir Val í sjöttu umferð Domino's deildar karla. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport voru myrkir í máli þegar þeir ræddu ástandið í Garðabænum. Valur hafði ekki unnið leik í deildinni áður en að Stjarnan mætti í Origo höllina á meðan Garðabæjarliðið var það lið sem flestir spáðu sigri í deildinni fyrir tímabilið. „Það sem mér fannst áberandi í leik Stjörnunnar var að það var ekkert skipulag í sókn, ekki neitt. Þeir aðilar sem eiga að fá boltann að mínu mati eins mikið og mögulegt er í þessu liði, Paul Anthony Jones og Hlynur Bæringsson, þeir voru sveltir stórum köflum í leiknum,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson þegar leikurinn var ræddur í þætti gærkvöldsins. „Varnarlega, þetta var bara eins og nammibarinn í Hagkaup.“ „Að fá á sig 97 stig. Þetta er liðið sem við horfðum á sem yfirburða varnarlið fyrir tímabilið,“ tók Kristinn Geir Friðriksson undir.Stjarnan hefur ekki klárað spennuleikina til þessas2 sportStjarnan fékk til sín finnska landsliðsmanninn Antti Kanervo fyrir tímabilið sem skotmann sem getur sett niður þrista. Hann hefur ekki skilað því það sem af er með aðeins 26 prósenta nýtingu í þriggja stiga skotum. „Hann er búinn að taka fimmtíu og þrjú, fjögur skot í fyrstu sex leikjunum. Það eru næstum því tíu skot í leik. Á meðan eru þeir með Paul Anthony, Ægi og Hlyn se meru allir að skjóta yfir 40 prósent,“ sagði Teitur Örlygsson. „Það sem er verst í þessu, þetta er vopnið hans. Að skjóta þristum,“ tók Jón Halldór undir. „Að mínu mati, fyrir Stjörnuna, þá er þessi gæi bara „finish“,“ bætti Jón við og hló. „Stjarnan skilaði 104 framlagspunktum í gær, liðið. Þrír leikmenn voru með samtals 78. Liðsheildin hún er ekki að klikka saman,“ sagði Kristinn. „Róteringarnar eru mjög þéttar, hann er ekki að spila á mörgum. Tommi [Tómas Þórður Hilmarsson] er í allt öðru hlutverki en hann var í fyrra, það hefur riðlast eitthvað í þessu liði.“ „Ef allt væri eðlilegt hjá þessu Stjörnuliði og þeir skora 92 stig á móti einhverju liði, þá myndi maður halda að þeir ættu að vinna,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Vandræði í Garðabæ
Dominos-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira