Körfuboltakvöld: Algjört ráðaleysi hjá Stjörnunni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 12:30 Stjörnuliðið hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem menn höfðu fyrir tímabilið s2 sport Meistaraefnin í Stjörnunni töpuðu nokkuð óvænt fyrir Val í sjöttu umferð Domino's deildar karla. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport voru myrkir í máli þegar þeir ræddu ástandið í Garðabænum. Valur hafði ekki unnið leik í deildinni áður en að Stjarnan mætti í Origo höllina á meðan Garðabæjarliðið var það lið sem flestir spáðu sigri í deildinni fyrir tímabilið. „Það sem mér fannst áberandi í leik Stjörnunnar var að það var ekkert skipulag í sókn, ekki neitt. Þeir aðilar sem eiga að fá boltann að mínu mati eins mikið og mögulegt er í þessu liði, Paul Anthony Jones og Hlynur Bæringsson, þeir voru sveltir stórum köflum í leiknum,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson þegar leikurinn var ræddur í þætti gærkvöldsins. „Varnarlega, þetta var bara eins og nammibarinn í Hagkaup.“ „Að fá á sig 97 stig. Þetta er liðið sem við horfðum á sem yfirburða varnarlið fyrir tímabilið,“ tók Kristinn Geir Friðriksson undir.Stjarnan hefur ekki klárað spennuleikina til þessas2 sportStjarnan fékk til sín finnska landsliðsmanninn Antti Kanervo fyrir tímabilið sem skotmann sem getur sett niður þrista. Hann hefur ekki skilað því það sem af er með aðeins 26 prósenta nýtingu í þriggja stiga skotum. „Hann er búinn að taka fimmtíu og þrjú, fjögur skot í fyrstu sex leikjunum. Það eru næstum því tíu skot í leik. Á meðan eru þeir með Paul Anthony, Ægi og Hlyn se meru allir að skjóta yfir 40 prósent,“ sagði Teitur Örlygsson. „Það sem er verst í þessu, þetta er vopnið hans. Að skjóta þristum,“ tók Jón Halldór undir. „Að mínu mati, fyrir Stjörnuna, þá er þessi gæi bara „finish“,“ bætti Jón við og hló. „Stjarnan skilaði 104 framlagspunktum í gær, liðið. Þrír leikmenn voru með samtals 78. Liðsheildin hún er ekki að klikka saman,“ sagði Kristinn. „Róteringarnar eru mjög þéttar, hann er ekki að spila á mörgum. Tommi [Tómas Þórður Hilmarsson] er í allt öðru hlutverki en hann var í fyrra, það hefur riðlast eitthvað í þessu liði.“ „Ef allt væri eðlilegt hjá þessu Stjörnuliði og þeir skora 92 stig á móti einhverju liði, þá myndi maður halda að þeir ættu að vinna,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Vandræði í Garðabæ Dominos-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Meistaraefnin í Stjörnunni töpuðu nokkuð óvænt fyrir Val í sjöttu umferð Domino's deildar karla. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport voru myrkir í máli þegar þeir ræddu ástandið í Garðabænum. Valur hafði ekki unnið leik í deildinni áður en að Stjarnan mætti í Origo höllina á meðan Garðabæjarliðið var það lið sem flestir spáðu sigri í deildinni fyrir tímabilið. „Það sem mér fannst áberandi í leik Stjörnunnar var að það var ekkert skipulag í sókn, ekki neitt. Þeir aðilar sem eiga að fá boltann að mínu mati eins mikið og mögulegt er í þessu liði, Paul Anthony Jones og Hlynur Bæringsson, þeir voru sveltir stórum köflum í leiknum,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson þegar leikurinn var ræddur í þætti gærkvöldsins. „Varnarlega, þetta var bara eins og nammibarinn í Hagkaup.“ „Að fá á sig 97 stig. Þetta er liðið sem við horfðum á sem yfirburða varnarlið fyrir tímabilið,“ tók Kristinn Geir Friðriksson undir.Stjarnan hefur ekki klárað spennuleikina til þessas2 sportStjarnan fékk til sín finnska landsliðsmanninn Antti Kanervo fyrir tímabilið sem skotmann sem getur sett niður þrista. Hann hefur ekki skilað því það sem af er með aðeins 26 prósenta nýtingu í þriggja stiga skotum. „Hann er búinn að taka fimmtíu og þrjú, fjögur skot í fyrstu sex leikjunum. Það eru næstum því tíu skot í leik. Á meðan eru þeir með Paul Anthony, Ægi og Hlyn se meru allir að skjóta yfir 40 prósent,“ sagði Teitur Örlygsson. „Það sem er verst í þessu, þetta er vopnið hans. Að skjóta þristum,“ tók Jón Halldór undir. „Að mínu mati, fyrir Stjörnuna, þá er þessi gæi bara „finish“,“ bætti Jón við og hló. „Stjarnan skilaði 104 framlagspunktum í gær, liðið. Þrír leikmenn voru með samtals 78. Liðsheildin hún er ekki að klikka saman,“ sagði Kristinn. „Róteringarnar eru mjög þéttar, hann er ekki að spila á mörgum. Tommi [Tómas Þórður Hilmarsson] er í allt öðru hlutverki en hann var í fyrra, það hefur riðlast eitthvað í þessu liði.“ „Ef allt væri eðlilegt hjá þessu Stjörnuliði og þeir skora 92 stig á móti einhverju liði, þá myndi maður halda að þeir ættu að vinna,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Vandræði í Garðabæ
Dominos-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira