Efsta þrepið innan seilingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2018 12:30 Júlían J. K. Jóhannsson, heimsmethafi í réttstöðulyftu. Fréttablaðið/Anton „Þetta var ansi ljúft. Ég hef lengi stefnt að þessu og í raun alveg síðan ég byrjaði að æfa,“ sagði Júlían J. K. Jóhannsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Á laugardaginn gerði hann sér lítið fyrir og tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum með búnaði í Halmstad í Svíþjóð. Júlían byrjaði á 360 kg og fóru þau auðveldlega upp. Næst reyndi hann við 398 kg, nýtt heimsmet, og það gekk eins og í sögu. Júlían var ekki hættur og í þriðju og síðustu lyftunni hlóð hann 405 kg á stöngina. Og upp fóru þau og langþráðu markmiði um að lyfta 400 kg var því náð. „Fjögur hundruð kg í réttstöðulyftu hefur verið draumatala; eitthvað sem maður sér í hillingum. En ég hef alltaf færst nær og nær þessari tölu. Fyrir þetta mót vissi ég að ég gæti tekið þetta. En til að það yrði að veruleika þyrfti allt að koma heim og saman,“ sagði Júlían. „Ég byrjaði á 360 kg og hoppaði svo strax í heimsmetið, 398 kg. Ég fann að þetta væri dagurinn. Fyrsta lyftan var mjög létt. Ég lyfti þeim upp og það lá við að ég heyrði andköf í salnum. Það var hvetjandi.“ Júlían segir tilfinninguna þegar hann lyfti 405 kg hafa verið magnaða. „Manni líður ótrúlega vel. Maður hefur stefnt lengi að þessu og hugsað um þetta á hverjum degi. Það er einstök tilfinning að ná markmiði og hvað þá að setja heimsmet,“ sagði Júlían. Heimsmetið í réttstöðulyftu var sjö ára gamalt en Bandaríkjamaðurinn Brad Gillingham lyfti 397,5 kg á HM 2011. Nú er þetta met í eigu Íslendings. Júlían endaði í 4. sæti í opnum flokki á HM í Halmstad. Hann lyfti samtals 1.115 kg og bætti sitt persónulega met. Gamla metið var 1.060 kg. Hann var aðeins 20 kg frá því að komast á verðlaunapall. Júlían bætti sitt persónulega met í hnébeygju en hann lyfti 410 kg sem er bæting upp á 20 kg. Hann tók svo 300 kg í bekkpressu. „Ég á best 312,5 kg í bekkpressu. Þetta var undir væntingum þar. Ég hringdi í Auðun Jónsson kraftlyftingamann, góðan vin og læriföður, og hann vildi meina að ég hefði verið svona spenntur að taka á því í réttstöðulyftunni,“ sagði Júlían og bætti við að réttstöðulyftan hafi alltaf verið hans grein, ef svo má segja. „Frá byrjun hefur það verið mín besta grein. Það kom smá millikafli þar sem hnébeygjan og bekkpressan sigu fram en réttstöðulyftan hefur alltaf verið mín uppáhaldsgrein.“ Þrátt fyrir frábæran árangur á HM er Júlían hvergi nærri hættur og stefnir á toppinn. „Núna er bara að halda áfram. Mín næstu markmið eru að bæta þetta heimsmet enn frekar og komast á pall í samanlögðu; verða heimsmeistari,“ sagði Júlían. Andrey Konovalov frá Rússlandi varð heimsmeistari en hann lyfti samtals 1.227,5 kg. Bandaríkjamaðurinn Sumner Blaine varð annar með 1.225 kg. Þeir eru báðir talsvert eldri en Júlían. „Efstu tvö sætin í dálitlum sérflokki en ég upplifi að ég sé ekki langt frá þeim. Þeir eru eldri og hafa stundað þetta lengur,“ sagði Júlían. „Núna svíf ég bara um á skýi og er rosalega ánægður og jákvæður. Ég upplifi að það sé innan seilingar að stíga upp á efsta þrepið.“ Júlían er 25 ára og því ættu að vera nokkur ár þangað til hann toppar. „Lengi vel toppuðu menn í kringum 33-35 ára en það hefur færst neðar. Þetta er um þrítugt og rétt rúmlega það,“ sagði Júlían að lokum. Aflraunir Birtist í Fréttablaðinu Kraftlyftingar Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira
„Þetta var ansi ljúft. Ég hef lengi stefnt að þessu og í raun alveg síðan ég byrjaði að æfa,“ sagði Júlían J. K. Jóhannsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Á laugardaginn gerði hann sér lítið fyrir og tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum með búnaði í Halmstad í Svíþjóð. Júlían byrjaði á 360 kg og fóru þau auðveldlega upp. Næst reyndi hann við 398 kg, nýtt heimsmet, og það gekk eins og í sögu. Júlían var ekki hættur og í þriðju og síðustu lyftunni hlóð hann 405 kg á stöngina. Og upp fóru þau og langþráðu markmiði um að lyfta 400 kg var því náð. „Fjögur hundruð kg í réttstöðulyftu hefur verið draumatala; eitthvað sem maður sér í hillingum. En ég hef alltaf færst nær og nær þessari tölu. Fyrir þetta mót vissi ég að ég gæti tekið þetta. En til að það yrði að veruleika þyrfti allt að koma heim og saman,“ sagði Júlían. „Ég byrjaði á 360 kg og hoppaði svo strax í heimsmetið, 398 kg. Ég fann að þetta væri dagurinn. Fyrsta lyftan var mjög létt. Ég lyfti þeim upp og það lá við að ég heyrði andköf í salnum. Það var hvetjandi.“ Júlían segir tilfinninguna þegar hann lyfti 405 kg hafa verið magnaða. „Manni líður ótrúlega vel. Maður hefur stefnt lengi að þessu og hugsað um þetta á hverjum degi. Það er einstök tilfinning að ná markmiði og hvað þá að setja heimsmet,“ sagði Júlían. Heimsmetið í réttstöðulyftu var sjö ára gamalt en Bandaríkjamaðurinn Brad Gillingham lyfti 397,5 kg á HM 2011. Nú er þetta met í eigu Íslendings. Júlían endaði í 4. sæti í opnum flokki á HM í Halmstad. Hann lyfti samtals 1.115 kg og bætti sitt persónulega met. Gamla metið var 1.060 kg. Hann var aðeins 20 kg frá því að komast á verðlaunapall. Júlían bætti sitt persónulega met í hnébeygju en hann lyfti 410 kg sem er bæting upp á 20 kg. Hann tók svo 300 kg í bekkpressu. „Ég á best 312,5 kg í bekkpressu. Þetta var undir væntingum þar. Ég hringdi í Auðun Jónsson kraftlyftingamann, góðan vin og læriföður, og hann vildi meina að ég hefði verið svona spenntur að taka á því í réttstöðulyftunni,“ sagði Júlían og bætti við að réttstöðulyftan hafi alltaf verið hans grein, ef svo má segja. „Frá byrjun hefur það verið mín besta grein. Það kom smá millikafli þar sem hnébeygjan og bekkpressan sigu fram en réttstöðulyftan hefur alltaf verið mín uppáhaldsgrein.“ Þrátt fyrir frábæran árangur á HM er Júlían hvergi nærri hættur og stefnir á toppinn. „Núna er bara að halda áfram. Mín næstu markmið eru að bæta þetta heimsmet enn frekar og komast á pall í samanlögðu; verða heimsmeistari,“ sagði Júlían. Andrey Konovalov frá Rússlandi varð heimsmeistari en hann lyfti samtals 1.227,5 kg. Bandaríkjamaðurinn Sumner Blaine varð annar með 1.225 kg. Þeir eru báðir talsvert eldri en Júlían. „Efstu tvö sætin í dálitlum sérflokki en ég upplifi að ég sé ekki langt frá þeim. Þeir eru eldri og hafa stundað þetta lengur,“ sagði Júlían. „Núna svíf ég bara um á skýi og er rosalega ánægður og jákvæður. Ég upplifi að það sé innan seilingar að stíga upp á efsta þrepið.“ Júlían er 25 ára og því ættu að vera nokkur ár þangað til hann toppar. „Lengi vel toppuðu menn í kringum 33-35 ára en það hefur færst neðar. Þetta er um þrítugt og rétt rúmlega það,“ sagði Júlían að lokum.
Aflraunir Birtist í Fréttablaðinu Kraftlyftingar Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira