Efsta þrepið innan seilingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2018 12:30 Júlían J. K. Jóhannsson, heimsmethafi í réttstöðulyftu. Fréttablaðið/Anton „Þetta var ansi ljúft. Ég hef lengi stefnt að þessu og í raun alveg síðan ég byrjaði að æfa,“ sagði Júlían J. K. Jóhannsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Á laugardaginn gerði hann sér lítið fyrir og tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum með búnaði í Halmstad í Svíþjóð. Júlían byrjaði á 360 kg og fóru þau auðveldlega upp. Næst reyndi hann við 398 kg, nýtt heimsmet, og það gekk eins og í sögu. Júlían var ekki hættur og í þriðju og síðustu lyftunni hlóð hann 405 kg á stöngina. Og upp fóru þau og langþráðu markmiði um að lyfta 400 kg var því náð. „Fjögur hundruð kg í réttstöðulyftu hefur verið draumatala; eitthvað sem maður sér í hillingum. En ég hef alltaf færst nær og nær þessari tölu. Fyrir þetta mót vissi ég að ég gæti tekið þetta. En til að það yrði að veruleika þyrfti allt að koma heim og saman,“ sagði Júlían. „Ég byrjaði á 360 kg og hoppaði svo strax í heimsmetið, 398 kg. Ég fann að þetta væri dagurinn. Fyrsta lyftan var mjög létt. Ég lyfti þeim upp og það lá við að ég heyrði andköf í salnum. Það var hvetjandi.“ Júlían segir tilfinninguna þegar hann lyfti 405 kg hafa verið magnaða. „Manni líður ótrúlega vel. Maður hefur stefnt lengi að þessu og hugsað um þetta á hverjum degi. Það er einstök tilfinning að ná markmiði og hvað þá að setja heimsmet,“ sagði Júlían. Heimsmetið í réttstöðulyftu var sjö ára gamalt en Bandaríkjamaðurinn Brad Gillingham lyfti 397,5 kg á HM 2011. Nú er þetta met í eigu Íslendings. Júlían endaði í 4. sæti í opnum flokki á HM í Halmstad. Hann lyfti samtals 1.115 kg og bætti sitt persónulega met. Gamla metið var 1.060 kg. Hann var aðeins 20 kg frá því að komast á verðlaunapall. Júlían bætti sitt persónulega met í hnébeygju en hann lyfti 410 kg sem er bæting upp á 20 kg. Hann tók svo 300 kg í bekkpressu. „Ég á best 312,5 kg í bekkpressu. Þetta var undir væntingum þar. Ég hringdi í Auðun Jónsson kraftlyftingamann, góðan vin og læriföður, og hann vildi meina að ég hefði verið svona spenntur að taka á því í réttstöðulyftunni,“ sagði Júlían og bætti við að réttstöðulyftan hafi alltaf verið hans grein, ef svo má segja. „Frá byrjun hefur það verið mín besta grein. Það kom smá millikafli þar sem hnébeygjan og bekkpressan sigu fram en réttstöðulyftan hefur alltaf verið mín uppáhaldsgrein.“ Þrátt fyrir frábæran árangur á HM er Júlían hvergi nærri hættur og stefnir á toppinn. „Núna er bara að halda áfram. Mín næstu markmið eru að bæta þetta heimsmet enn frekar og komast á pall í samanlögðu; verða heimsmeistari,“ sagði Júlían. Andrey Konovalov frá Rússlandi varð heimsmeistari en hann lyfti samtals 1.227,5 kg. Bandaríkjamaðurinn Sumner Blaine varð annar með 1.225 kg. Þeir eru báðir talsvert eldri en Júlían. „Efstu tvö sætin í dálitlum sérflokki en ég upplifi að ég sé ekki langt frá þeim. Þeir eru eldri og hafa stundað þetta lengur,“ sagði Júlían. „Núna svíf ég bara um á skýi og er rosalega ánægður og jákvæður. Ég upplifi að það sé innan seilingar að stíga upp á efsta þrepið.“ Júlían er 25 ára og því ættu að vera nokkur ár þangað til hann toppar. „Lengi vel toppuðu menn í kringum 33-35 ára en það hefur færst neðar. Þetta er um þrítugt og rétt rúmlega það,“ sagði Júlían að lokum. Aflraunir Birtist í Fréttablaðinu Kraftlyftingar Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
„Þetta var ansi ljúft. Ég hef lengi stefnt að þessu og í raun alveg síðan ég byrjaði að æfa,“ sagði Júlían J. K. Jóhannsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Á laugardaginn gerði hann sér lítið fyrir og tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum með búnaði í Halmstad í Svíþjóð. Júlían byrjaði á 360 kg og fóru þau auðveldlega upp. Næst reyndi hann við 398 kg, nýtt heimsmet, og það gekk eins og í sögu. Júlían var ekki hættur og í þriðju og síðustu lyftunni hlóð hann 405 kg á stöngina. Og upp fóru þau og langþráðu markmiði um að lyfta 400 kg var því náð. „Fjögur hundruð kg í réttstöðulyftu hefur verið draumatala; eitthvað sem maður sér í hillingum. En ég hef alltaf færst nær og nær þessari tölu. Fyrir þetta mót vissi ég að ég gæti tekið þetta. En til að það yrði að veruleika þyrfti allt að koma heim og saman,“ sagði Júlían. „Ég byrjaði á 360 kg og hoppaði svo strax í heimsmetið, 398 kg. Ég fann að þetta væri dagurinn. Fyrsta lyftan var mjög létt. Ég lyfti þeim upp og það lá við að ég heyrði andköf í salnum. Það var hvetjandi.“ Júlían segir tilfinninguna þegar hann lyfti 405 kg hafa verið magnaða. „Manni líður ótrúlega vel. Maður hefur stefnt lengi að þessu og hugsað um þetta á hverjum degi. Það er einstök tilfinning að ná markmiði og hvað þá að setja heimsmet,“ sagði Júlían. Heimsmetið í réttstöðulyftu var sjö ára gamalt en Bandaríkjamaðurinn Brad Gillingham lyfti 397,5 kg á HM 2011. Nú er þetta met í eigu Íslendings. Júlían endaði í 4. sæti í opnum flokki á HM í Halmstad. Hann lyfti samtals 1.115 kg og bætti sitt persónulega met. Gamla metið var 1.060 kg. Hann var aðeins 20 kg frá því að komast á verðlaunapall. Júlían bætti sitt persónulega met í hnébeygju en hann lyfti 410 kg sem er bæting upp á 20 kg. Hann tók svo 300 kg í bekkpressu. „Ég á best 312,5 kg í bekkpressu. Þetta var undir væntingum þar. Ég hringdi í Auðun Jónsson kraftlyftingamann, góðan vin og læriföður, og hann vildi meina að ég hefði verið svona spenntur að taka á því í réttstöðulyftunni,“ sagði Júlían og bætti við að réttstöðulyftan hafi alltaf verið hans grein, ef svo má segja. „Frá byrjun hefur það verið mín besta grein. Það kom smá millikafli þar sem hnébeygjan og bekkpressan sigu fram en réttstöðulyftan hefur alltaf verið mín uppáhaldsgrein.“ Þrátt fyrir frábæran árangur á HM er Júlían hvergi nærri hættur og stefnir á toppinn. „Núna er bara að halda áfram. Mín næstu markmið eru að bæta þetta heimsmet enn frekar og komast á pall í samanlögðu; verða heimsmeistari,“ sagði Júlían. Andrey Konovalov frá Rússlandi varð heimsmeistari en hann lyfti samtals 1.227,5 kg. Bandaríkjamaðurinn Sumner Blaine varð annar með 1.225 kg. Þeir eru báðir talsvert eldri en Júlían. „Efstu tvö sætin í dálitlum sérflokki en ég upplifi að ég sé ekki langt frá þeim. Þeir eru eldri og hafa stundað þetta lengur,“ sagði Júlían. „Núna svíf ég bara um á skýi og er rosalega ánægður og jákvæður. Ég upplifi að það sé innan seilingar að stíga upp á efsta þrepið.“ Júlían er 25 ára og því ættu að vera nokkur ár þangað til hann toppar. „Lengi vel toppuðu menn í kringum 33-35 ára en það hefur færst neðar. Þetta er um þrítugt og rétt rúmlega það,“ sagði Júlían að lokum.
Aflraunir Birtist í Fréttablaðinu Kraftlyftingar Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira