Sænskur blaðamaður sektaður fyrir að sniglast í sjókvíaeldi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. nóvember 2018 07:00 Illa farinn lax var í kvíum sem myndaðar voru í Alta. M Mynd/Mikael Frödin Sænski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Mikael Frödin var fyrir helgi dæmdur til greiðslu sektar í undirrétti í Alta-héraði Noregs fyrir brot gegn fiskeldislöggjöf landsins. Frödin hafði fangað og myndað fisk í laxeldiskví í sjó í Alta. Frödin fór í sjókvína vopnaður myndavél í júlí í fyrra. Þar festi hann á filmu ástand fisksins í eldiskvínni en þær myndir sýndu meðal annars fiska sem voru illa leiknir af laxalús. Myndefnið var síðar notað í heimildarmynd um efnið. Fyrir dómi viðurkenndi Frödin háttsemina en krafðist sýknu á grundvelli neyðarréttarsjónarmiða. Sagði hann að gjörðir sínar hefðu miðað að því að bjarga norska villilaxinum en Frödin er í hópi þeirra sem telja að honum stafi mikil hætta af eldislaxi. Dómari málsins tók ekki undir þau sjónarmið. Taldi hann háttsemina eiga lítið skylt við neyðarrétt heldur væri um að ræða „PR brellu“ í tengslum við þá pólitísku umræðu sem á sér stað í Noregi þessi dægrin. Gerði hann honum sekt að upphæð 12 þúsund norskar krónur, andvirði tæpra 175 þúsund íslenskra króna, en 24 daga fangelsisvist kemur í stað sektarinnar verði hún ekki greidd. „Ég tel ekki að ég eigi að hljóta refsingu fyrir þetta því það var skylda mín sem blaðamaður að upplýsa almenning um alvöru málsins. […] Ef lögin segja að við megum ekki skoða þetta með eigin augum, þá verðum við að treysta á að fyrirtækin sendi frá sér réttar upplýsingar. Nú þegar við vitum hvernig staðan er í raun, vitum við að frásagnir þeirra standast ekki,“ segir Frödin í yfirlýsingu. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Noregur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Sænski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Mikael Frödin var fyrir helgi dæmdur til greiðslu sektar í undirrétti í Alta-héraði Noregs fyrir brot gegn fiskeldislöggjöf landsins. Frödin hafði fangað og myndað fisk í laxeldiskví í sjó í Alta. Frödin fór í sjókvína vopnaður myndavél í júlí í fyrra. Þar festi hann á filmu ástand fisksins í eldiskvínni en þær myndir sýndu meðal annars fiska sem voru illa leiknir af laxalús. Myndefnið var síðar notað í heimildarmynd um efnið. Fyrir dómi viðurkenndi Frödin háttsemina en krafðist sýknu á grundvelli neyðarréttarsjónarmiða. Sagði hann að gjörðir sínar hefðu miðað að því að bjarga norska villilaxinum en Frödin er í hópi þeirra sem telja að honum stafi mikil hætta af eldislaxi. Dómari málsins tók ekki undir þau sjónarmið. Taldi hann háttsemina eiga lítið skylt við neyðarrétt heldur væri um að ræða „PR brellu“ í tengslum við þá pólitísku umræðu sem á sér stað í Noregi þessi dægrin. Gerði hann honum sekt að upphæð 12 þúsund norskar krónur, andvirði tæpra 175 þúsund íslenskra króna, en 24 daga fangelsisvist kemur í stað sektarinnar verði hún ekki greidd. „Ég tel ekki að ég eigi að hljóta refsingu fyrir þetta því það var skylda mín sem blaðamaður að upplýsa almenning um alvöru málsins. […] Ef lögin segja að við megum ekki skoða þetta með eigin augum, þá verðum við að treysta á að fyrirtækin sendi frá sér réttar upplýsingar. Nú þegar við vitum hvernig staðan er í raun, vitum við að frásagnir þeirra standast ekki,“ segir Frödin í yfirlýsingu.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Noregur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira