Þýskur netbanki til Íslands fyrir áramót Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 10:30 Bankinn rekur engin útibú en leggur þess í stað áherslu á snjallsímaforrit. n26 Innan nokkurra vikna mun þýski netbankinn N26 hefja starfsemi á Íslandi. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu, sem DV sagði fyrst frá, að bankinn muni bjóða Íslendingum upp á tvær gerðir reikninga, sem báðir eru í evrum. Annars verður um að ræða hefðbundinn reikning sem ekkert kostar og hins vegar fyrirtækjareikning, sem veitir viðskiptavinum meðal annars 0,1% endurgreiðslu af öllum færslum. Báðum reikningunum fylgir ókeypis debitkort og munu viðskiptavinir bankans geta „skipulagt, tekið út og varið peningunum sínum, auk þess sem þeir geta stýrt fjármálum sínum algjörlega með símanum,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að reikningar bankans séu sérstaklega hugsaðir fyrir fólk sem millifærir reglulega peninga innan evrusvæðisins og vill njóta „samkeppnishæfra kjara“ við greiðslukortanotkun sína erlendis.We're excited to announce that we've expanded to new countries! Our free standard account and N26 Business account is now available in #Denmark, #Norway, #Poland, and #Sweden. We'll be in #Liechtenstein and #Iceland soon. Click to open an account in euros. https://t.co/xlIhjYkg9q— N26 (@n26) November 7, 2018 Bankinn rekur engin útibú og hefur sótt hratt fram í Evrópu á undanförnum mánuðum. Fyrir helgi hóf hann starfsemi í fjórum löndum sem ekki reiða sig á evru; í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Póllandi. Að þeirri útrás lokinni er bankinn með starfsemi í 22 Evrópuríkjum og segist bankinn jafnframt hafa í hyggju að hefja starfsemi í Íslandi og Lichtenstein fyrir áramót. Í nýliðnum októbermánuði voru rúmlega 1,5 milljónir Evrópubúa í viðskiptum við N26 og segir í tilkynningunni að viðskiptavinir bankans hafi látið rúmlega milljarð evra flæða um bankareikninga sína þann mánuðinn. Talsmaður fyrirtækisins segir að um 10 þúsund manns séu nú á biðlista eftir þvi að geta hafið viðskipti við N26.Mikil gróska er í fjártækniheiminum þessi misserin og segja sérfræðingar að innan næstu 5 til 10 ára geti orðið grundvallarbreyting á því hvernig fólk umgengst fjármálin sín - eins og Vísir fjallaði um á dögunum. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Sjá meira
Innan nokkurra vikna mun þýski netbankinn N26 hefja starfsemi á Íslandi. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu, sem DV sagði fyrst frá, að bankinn muni bjóða Íslendingum upp á tvær gerðir reikninga, sem báðir eru í evrum. Annars verður um að ræða hefðbundinn reikning sem ekkert kostar og hins vegar fyrirtækjareikning, sem veitir viðskiptavinum meðal annars 0,1% endurgreiðslu af öllum færslum. Báðum reikningunum fylgir ókeypis debitkort og munu viðskiptavinir bankans geta „skipulagt, tekið út og varið peningunum sínum, auk þess sem þeir geta stýrt fjármálum sínum algjörlega með símanum,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að reikningar bankans séu sérstaklega hugsaðir fyrir fólk sem millifærir reglulega peninga innan evrusvæðisins og vill njóta „samkeppnishæfra kjara“ við greiðslukortanotkun sína erlendis.We're excited to announce that we've expanded to new countries! Our free standard account and N26 Business account is now available in #Denmark, #Norway, #Poland, and #Sweden. We'll be in #Liechtenstein and #Iceland soon. Click to open an account in euros. https://t.co/xlIhjYkg9q— N26 (@n26) November 7, 2018 Bankinn rekur engin útibú og hefur sótt hratt fram í Evrópu á undanförnum mánuðum. Fyrir helgi hóf hann starfsemi í fjórum löndum sem ekki reiða sig á evru; í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Póllandi. Að þeirri útrás lokinni er bankinn með starfsemi í 22 Evrópuríkjum og segist bankinn jafnframt hafa í hyggju að hefja starfsemi í Íslandi og Lichtenstein fyrir áramót. Í nýliðnum októbermánuði voru rúmlega 1,5 milljónir Evrópubúa í viðskiptum við N26 og segir í tilkynningunni að viðskiptavinir bankans hafi látið rúmlega milljarð evra flæða um bankareikninga sína þann mánuðinn. Talsmaður fyrirtækisins segir að um 10 þúsund manns séu nú á biðlista eftir þvi að geta hafið viðskipti við N26.Mikil gróska er í fjártækniheiminum þessi misserin og segja sérfræðingar að innan næstu 5 til 10 ára geti orðið grundvallarbreyting á því hvernig fólk umgengst fjármálin sín - eins og Vísir fjallaði um á dögunum.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Sjá meira
Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00