Neitar að hafa stolið skútunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 13:19 Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið seglskútunni Inook úr Ísafjarðarhöfn í október neitaði sök eins og sett er fram í ákæru við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Vestfjarða í morgun. Þá hefur farbann yfir manninum verið framlengt þangað til 10. desember næstkomandi. Maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn og fæddur árið 1969, er ákærður fyrir þjófnað, en til vara fyrir nytjastuld, á skútunni með því að hafa spennt upp hurð í stýrisrými hennar með skrúfjárni. Þá hafi hann í auðgunarskyni og heimildarleysi siglt skútunni út úr höfninni og inn á Breiðafjörð, á leið sinni til Skotlands eða Færeyja. Einnig segir í ákæru að skútan sé metin á 750 þúsund evrur, eða rúmar 100 milljónir króna. Þingfesting í málinu fór fram í Héraðsdómi Vestfjarða í morgun. Bryndís Ósk Jónsdóttir saksóknarfulltrúi hjá lögreglustjóranum á Vestfjörðum staðfestir í samtali við Vísi að maðurinn hafi neitað sök eins og hún var sett fram í ákærunni, en játað að hafa tekið bátinn í heimildarleysi. Aðalmeðferð í málinu fer fram í héraðsdómi þann 6. desember næstkomandi. Lögreglan á Ísafirði óskaði eftir því við þingfestingu að farbann yfir manninum yrði framlengt til 10. desember og var beiðni lögreglu staðfest í dómnum fyrir hádegi. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. 16. október 2018 13:28 Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24 Skútuþjófurinn erlendur og ljóst að hann kunni til verka Maðurinn sem grunaður er um að hafa stolið skútunni Inook á Ísafirði í gær er erlendur. Þá er ljóst að hann hefur þekkingu á siglingum, að sögn lögreglu. 15. október 2018 12:10 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið seglskútunni Inook úr Ísafjarðarhöfn í október neitaði sök eins og sett er fram í ákæru við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Vestfjarða í morgun. Þá hefur farbann yfir manninum verið framlengt þangað til 10. desember næstkomandi. Maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn og fæddur árið 1969, er ákærður fyrir þjófnað, en til vara fyrir nytjastuld, á skútunni með því að hafa spennt upp hurð í stýrisrými hennar með skrúfjárni. Þá hafi hann í auðgunarskyni og heimildarleysi siglt skútunni út úr höfninni og inn á Breiðafjörð, á leið sinni til Skotlands eða Færeyja. Einnig segir í ákæru að skútan sé metin á 750 þúsund evrur, eða rúmar 100 milljónir króna. Þingfesting í málinu fór fram í Héraðsdómi Vestfjarða í morgun. Bryndís Ósk Jónsdóttir saksóknarfulltrúi hjá lögreglustjóranum á Vestfjörðum staðfestir í samtali við Vísi að maðurinn hafi neitað sök eins og hún var sett fram í ákærunni, en játað að hafa tekið bátinn í heimildarleysi. Aðalmeðferð í málinu fer fram í héraðsdómi þann 6. desember næstkomandi. Lögreglan á Ísafirði óskaði eftir því við þingfestingu að farbann yfir manninum yrði framlengt til 10. desember og var beiðni lögreglu staðfest í dómnum fyrir hádegi.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. 16. október 2018 13:28 Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24 Skútuþjófurinn erlendur og ljóst að hann kunni til verka Maðurinn sem grunaður er um að hafa stolið skútunni Inook á Ísafirði í gær er erlendur. Þá er ljóst að hann hefur þekkingu á siglingum, að sögn lögreglu. 15. október 2018 12:10 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. 16. október 2018 13:28
Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24
Skútuþjófurinn erlendur og ljóst að hann kunni til verka Maðurinn sem grunaður er um að hafa stolið skútunni Inook á Ísafirði í gær er erlendur. Þá er ljóst að hann hefur þekkingu á siglingum, að sögn lögreglu. 15. október 2018 12:10