Nýsköpun á húsnæðismarkaði Dagur B. Eggertsson skrifar 13. nóvember 2018 08:00 Síðasta vetur auglýsti borgin eftir nýjum lausnum og hugmyndum í húsnæðismálum undir yfirskriftinni Hagkvæmt húsnæði – ungt fólk og fyrstu kaupendur. Um 70 hópar eða einstaklingar skiluðu inn hugmyndum af öllum stærðum og gerðum. Eftir strangt ferli sitja nú eftir níu hópar sem hafa verið valdir til að gera hugmyndir að veruleika. Í öllum verkefnum er metnaður og ný hugsun á byggingarmarkaði. Markmið borgarinnar er að tryggja hagkvæmt húsnæði á viðráðanlegu verði en um leið verður verkefnið eitt athyglisverðasta nýsköpunarverkefni í byggingariðnaði á Íslandi um áratugaskeið. Þarna eru nýjar tæknilausnir, deililausnir og eldri hugmyndir færðar til nútímans. Og markmiðið er ódýr leiga og íbúðir á viðráðanlegu verði. Næsta skref er að semja um lóðir fyrir yfir 500 íbúðir á sjö spennandi stöðum í borginni. Borgin lætur lóðirnar gegn skýrum kvöðum um ódýrar íbúðir til kaups eða örugga langatímaleigu sem ekki hækki umfram verðlag nema með samþykki borgarinnar. Tilgangurinn er að fara nýjar leiðir við að byggja og til að koma til móts við hópa sem hafa átt erfitt uppdráttar á húsnæðismarkaði. Ungt fólk og aðra sem geta hvorki keypt né leigt á viðráðanlegu verði. Á föstudaginn heldur Reykjavíkurborg árlegan fund um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Þar förum við yfir stöðu uppbyggingar í Reykjavík og hvað er fram undan. Síðustu misseri höfum við slegið met í lóðaúthlutunum og það sem gerir þennan fund sérstaklega spennandi er að árið í ár er stærsta byggingarár í sögu Reykjavíkur. Íbúðum á framkvæmdastigi fjölgar umtalsvert á milli ára. Útgefin byggingarleyfi hafa aldrei verið fleiri en á þessu ári. Hlutfall uppbyggingar af hálfu húsnæðisfélaga sem eru að byggja fyrst og fremst til að framleiða öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði, en án hagnaðarsjónarmiða, hefur aldrei verið hærra. Allt þrennt er fagnaðarefni og fjölmargt spennandi fram undan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Húsnæðismál Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðasta vetur auglýsti borgin eftir nýjum lausnum og hugmyndum í húsnæðismálum undir yfirskriftinni Hagkvæmt húsnæði – ungt fólk og fyrstu kaupendur. Um 70 hópar eða einstaklingar skiluðu inn hugmyndum af öllum stærðum og gerðum. Eftir strangt ferli sitja nú eftir níu hópar sem hafa verið valdir til að gera hugmyndir að veruleika. Í öllum verkefnum er metnaður og ný hugsun á byggingarmarkaði. Markmið borgarinnar er að tryggja hagkvæmt húsnæði á viðráðanlegu verði en um leið verður verkefnið eitt athyglisverðasta nýsköpunarverkefni í byggingariðnaði á Íslandi um áratugaskeið. Þarna eru nýjar tæknilausnir, deililausnir og eldri hugmyndir færðar til nútímans. Og markmiðið er ódýr leiga og íbúðir á viðráðanlegu verði. Næsta skref er að semja um lóðir fyrir yfir 500 íbúðir á sjö spennandi stöðum í borginni. Borgin lætur lóðirnar gegn skýrum kvöðum um ódýrar íbúðir til kaups eða örugga langatímaleigu sem ekki hækki umfram verðlag nema með samþykki borgarinnar. Tilgangurinn er að fara nýjar leiðir við að byggja og til að koma til móts við hópa sem hafa átt erfitt uppdráttar á húsnæðismarkaði. Ungt fólk og aðra sem geta hvorki keypt né leigt á viðráðanlegu verði. Á föstudaginn heldur Reykjavíkurborg árlegan fund um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Þar förum við yfir stöðu uppbyggingar í Reykjavík og hvað er fram undan. Síðustu misseri höfum við slegið met í lóðaúthlutunum og það sem gerir þennan fund sérstaklega spennandi er að árið í ár er stærsta byggingarár í sögu Reykjavíkur. Íbúðum á framkvæmdastigi fjölgar umtalsvert á milli ára. Útgefin byggingarleyfi hafa aldrei verið fleiri en á þessu ári. Hlutfall uppbyggingar af hálfu húsnæðisfélaga sem eru að byggja fyrst og fremst til að framleiða öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði, en án hagnaðarsjónarmiða, hefur aldrei verið hærra. Allt þrennt er fagnaðarefni og fjölmargt spennandi fram undan.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun