Lögregla skaut öryggisvörð til bana Andri Eysteinsson skrifar 12. nóvember 2018 21:29 Roberson var tónelskur og stefndi á frama innan lögreglunnar. Twitter/ Pastor Dre Hill Aðfararnótt sunnudags var lögregla kölluð til vegna skothvella á skemmtistaðnum Manny‘s Blue Room í Robbins í nágrenni Chicago í Illinois í Bandaríkjunum. BBC greinir frá. Þegar lögreglu bar að garði hafði öryggisvörður staðarins, hinn 26 ára gamli Jemel Roberson, snúið árásarmann í jörðina og hélt honum föstum niðri. Örskömmu eftir að lögreglu bar að garði hafði lögregluþjónn skotið öryggisvörðinn Roberson til bana.Elti árásarmanninn með skotvopn í hönd Talskona lögreglunnar í Cook sýslu, Sophia Ansari, segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna slagsmála og skotárásar á áðurnefndum skemmtistað, fjórir urðu fyrir skoti í áflogunum. Vitni að nafni Adam Harris tjáði Fox32 að öryggisvörðurinn Roberson hafi elt uppi einn árásarmanna með skotvopn sitt í hönd. Roberson hafði leyfi fyrir skotvopninu. „Öryggisvörðurinn sem var drepinn, hann náði einhverjum og hélt honum niðri með hnénu. Hann var bara að bíða eftir því að lögreglan mætti á svæðið. Ég býst við því að lögreglan hafi haldið að hann væri einn af árásarmönnunum því hann beindi byssu sinni að árásarmanninum“ sagði Harris.„Sáu svartan mann með byssu og drápu hann“ Harris bætti við að nærstaddir hefðu reynt að láta lögreglu vita að Roberson væri öryggisvörður. „En þeir gerðu samt sitt, sáu svartan mann með byssu og drápu hann.“ Vinir Roberson hafa lýst honum sem tónelskum manni sem hafi verið kirkjunnar maður. Roberson var orgelleikari í fjölda kirkna og stefndi á að ganga til liðs við lögregluna. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Sjá meira
Aðfararnótt sunnudags var lögregla kölluð til vegna skothvella á skemmtistaðnum Manny‘s Blue Room í Robbins í nágrenni Chicago í Illinois í Bandaríkjunum. BBC greinir frá. Þegar lögreglu bar að garði hafði öryggisvörður staðarins, hinn 26 ára gamli Jemel Roberson, snúið árásarmann í jörðina og hélt honum föstum niðri. Örskömmu eftir að lögreglu bar að garði hafði lögregluþjónn skotið öryggisvörðinn Roberson til bana.Elti árásarmanninn með skotvopn í hönd Talskona lögreglunnar í Cook sýslu, Sophia Ansari, segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna slagsmála og skotárásar á áðurnefndum skemmtistað, fjórir urðu fyrir skoti í áflogunum. Vitni að nafni Adam Harris tjáði Fox32 að öryggisvörðurinn Roberson hafi elt uppi einn árásarmanna með skotvopn sitt í hönd. Roberson hafði leyfi fyrir skotvopninu. „Öryggisvörðurinn sem var drepinn, hann náði einhverjum og hélt honum niðri með hnénu. Hann var bara að bíða eftir því að lögreglan mætti á svæðið. Ég býst við því að lögreglan hafi haldið að hann væri einn af árásarmönnunum því hann beindi byssu sinni að árásarmanninum“ sagði Harris.„Sáu svartan mann með byssu og drápu hann“ Harris bætti við að nærstaddir hefðu reynt að láta lögreglu vita að Roberson væri öryggisvörður. „En þeir gerðu samt sitt, sáu svartan mann með byssu og drápu hann.“ Vinir Roberson hafa lýst honum sem tónelskum manni sem hafi verið kirkjunnar maður. Roberson var orgelleikari í fjölda kirkna og stefndi á að ganga til liðs við lögregluna.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Sjá meira