Eiginkona Michael Schumacher í hjartnæmu bréfi: Hann neitar að gefast upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2018 07:00 Michael Schumacher fagnar hér sigri með konu sína Corinnu á vinstri hönd. Vísir/Getty Michael Schumacher lenti í hryllilegu slysi í Ölpunum fyrir næstum því fimm árum og síðan þá hefur lítið heyrst í fjölskyldu formúlukappans. Nú hefur eiginkona hans óvænt sent frá sér hjartnæmt bréf. Michael Schumacher var að skíðum 29. desember 2013 þegar hann féll og rak höfuðið í stein. Hann var með hjálm en slasaðist samt mjög illa. Síðan þá hefur heimurinn lítið fengið að vita um bata hans. Corinna Schumacher, eiginkona Michael Schumacher, sendi bréfið til tónlistarmannsins Sascha Herchenbach, sem hafði áður samið lagið Born To Fight til heiðurs Michael. Herchenbach ákvað að leyfa þýska blaðinu Bunte að segja frá bréfinu. BT segir frá. „Ég vil þakka öllum frá innstu hjartarótum fyrir allar gjafirnar og öll hlýju orðin. Þau hjálpa okkur í gegnum þessa erfiðu tíma. Það hjálpaði fjölskyldunni mikið að fá allan þennan stuðning,“ skrifaði Corinna meðal annars. „Við vitum öll að Michael er baráttumaður. Hann neitar að gefast upp,“ skrifaði Corinna. Sascha Herchenbach sagði að bréf Corinnu hafi verið handskrifað og það hafi verið miklu persónulegra en hann bjóst við. Það fylgir þó ekki sögunni hversu langt er síðan að hún skrifaði það. Fjölskyldan hefur haldið sig útaf fyrir sig frá slysinu og því er ekki vitað nákvæmlega um stöðuna á heilsu Michael. Michael Schumacher er sjöfaldur heimsmeistari í formúlu eitt en hann vann meðal annars fimm ár í röð frá 2000 til 2004. Michael verður fimmtugur í byrjun næsta árs (3. janúar). Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sjá meira
Michael Schumacher lenti í hryllilegu slysi í Ölpunum fyrir næstum því fimm árum og síðan þá hefur lítið heyrst í fjölskyldu formúlukappans. Nú hefur eiginkona hans óvænt sent frá sér hjartnæmt bréf. Michael Schumacher var að skíðum 29. desember 2013 þegar hann féll og rak höfuðið í stein. Hann var með hjálm en slasaðist samt mjög illa. Síðan þá hefur heimurinn lítið fengið að vita um bata hans. Corinna Schumacher, eiginkona Michael Schumacher, sendi bréfið til tónlistarmannsins Sascha Herchenbach, sem hafði áður samið lagið Born To Fight til heiðurs Michael. Herchenbach ákvað að leyfa þýska blaðinu Bunte að segja frá bréfinu. BT segir frá. „Ég vil þakka öllum frá innstu hjartarótum fyrir allar gjafirnar og öll hlýju orðin. Þau hjálpa okkur í gegnum þessa erfiðu tíma. Það hjálpaði fjölskyldunni mikið að fá allan þennan stuðning,“ skrifaði Corinna meðal annars. „Við vitum öll að Michael er baráttumaður. Hann neitar að gefast upp,“ skrifaði Corinna. Sascha Herchenbach sagði að bréf Corinnu hafi verið handskrifað og það hafi verið miklu persónulegra en hann bjóst við. Það fylgir þó ekki sögunni hversu langt er síðan að hún skrifaði það. Fjölskyldan hefur haldið sig útaf fyrir sig frá slysinu og því er ekki vitað nákvæmlega um stöðuna á heilsu Michael. Michael Schumacher er sjöfaldur heimsmeistari í formúlu eitt en hann vann meðal annars fimm ár í röð frá 2000 til 2004. Michael verður fimmtugur í byrjun næsta árs (3. janúar).
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sjá meira