Merkel tekur undir ákall Macron eftir evrópskum her Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2018 17:00 Angela Merkel á fundi Evrópuþingsins í dag. AP/Jean-Francois Badias Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tók í dag undir ákall Emmanuel Macron, forseta Frakklands, eftir sameinuðum herafla Evrópusambandsins. Þetta sagði kanslari á fundi Evrópuþingsins í dag. Hún sagði að sameinaður evrópskur her myndi tryggja sameinaða Evrópu í sessi. Slíkur her myndi vera tákn út á við um að ríki Evrópu myndu aldrei aftur heyja stríð sín á milli. Hún sagði að her ESB ætti að starfa innan Atlantshafsbandalagsins og ætti ekki að grafa undan því. Í ræðu sinni fordæmdi Merkel þjóðernishyggju og popúlisma. Hún sagði gildi Evrópu eiga undir högg að sækja. „Við þurfum að taka örlögin í eigin hendur,“ sagði hún. Hún lagði einnig til að Evrópusambandið stofnaði eigin öryggisráð til að samræma varnarmál Evrópu. Forsæti ráðsins myndi færast á milli aðildarríkja. Macron stakk upp á stofnun ESB-hers í síðustu viku og rangtúlkuðu nokkrir miðlar orð forsetans á þann veg að slíkum her yrði ætlað að vernda Evrópu gegn Rússum, Kína og Bandaríkjunum. Það sagði Macron þó ekki. Hann var í útvarpsviðtali og sagði að Evrópa þyrfti að verjast tölvuárásum og njósnum frá Rússum, Kína og „jafnvel Bandaríkjunum“. Hins vegar sagði hann ekki að ESB-her ætti að verja Evrópu gagnvart Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reiddist við þessi ummæli og gagnrýndi hann ummæli Macron. Hann gerði það aftur í dag þar sem hann benti á að Frakkar hefðu barist við Þjóðverja í báðum heimsstyrjöldum síðustu aldar. „Þeir voru að byrja að læra Þýsku í París áður en Bandaríkin komu að málum. Borgið fyrir NATO eða ekki!“ skrifaði forsetinn og vísaði hann þar til undarlegrar þráhyggju sinnar gagnvart því að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins skuldi Bandaríkjunum háar fjárhæðir. Trump hefur lengi kvartað yfir því að aðildarríki NATO greiði ekki nóg fyrir aðilda að samkomulaginu. Stofnsáttmáli NATO segir til um að aðildarríki þurfi að verja tiltekinni upphæð af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Það hafa flest ríki NATO ekki gert um árabil. Þeim er þó ekki ætlað að greiða þær upphæðir til Bandaríkjanna á nokkurn hátt.Ræðu Merkel má sjá hér að neðan.German chancellor Angela Merkel addresses European Parliament in Strasbourg in debate on the future of Europe: https://t.co/H0Jk5terQc— DW News (@dwnews) November 13, 2018 Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00 Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 Trump hótar bandalagsþjóðum eftir Evrópureisuna Frakklandsforseti virtist hafna stjórnmálasýn Trump forseta þegar þjóðarleiðtogar minntust lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar um helgina. 12. nóvember 2018 16:18 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tók í dag undir ákall Emmanuel Macron, forseta Frakklands, eftir sameinuðum herafla Evrópusambandsins. Þetta sagði kanslari á fundi Evrópuþingsins í dag. Hún sagði að sameinaður evrópskur her myndi tryggja sameinaða Evrópu í sessi. Slíkur her myndi vera tákn út á við um að ríki Evrópu myndu aldrei aftur heyja stríð sín á milli. Hún sagði að her ESB ætti að starfa innan Atlantshafsbandalagsins og ætti ekki að grafa undan því. Í ræðu sinni fordæmdi Merkel þjóðernishyggju og popúlisma. Hún sagði gildi Evrópu eiga undir högg að sækja. „Við þurfum að taka örlögin í eigin hendur,“ sagði hún. Hún lagði einnig til að Evrópusambandið stofnaði eigin öryggisráð til að samræma varnarmál Evrópu. Forsæti ráðsins myndi færast á milli aðildarríkja. Macron stakk upp á stofnun ESB-hers í síðustu viku og rangtúlkuðu nokkrir miðlar orð forsetans á þann veg að slíkum her yrði ætlað að vernda Evrópu gegn Rússum, Kína og Bandaríkjunum. Það sagði Macron þó ekki. Hann var í útvarpsviðtali og sagði að Evrópa þyrfti að verjast tölvuárásum og njósnum frá Rússum, Kína og „jafnvel Bandaríkjunum“. Hins vegar sagði hann ekki að ESB-her ætti að verja Evrópu gagnvart Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reiddist við þessi ummæli og gagnrýndi hann ummæli Macron. Hann gerði það aftur í dag þar sem hann benti á að Frakkar hefðu barist við Þjóðverja í báðum heimsstyrjöldum síðustu aldar. „Þeir voru að byrja að læra Þýsku í París áður en Bandaríkin komu að málum. Borgið fyrir NATO eða ekki!“ skrifaði forsetinn og vísaði hann þar til undarlegrar þráhyggju sinnar gagnvart því að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins skuldi Bandaríkjunum háar fjárhæðir. Trump hefur lengi kvartað yfir því að aðildarríki NATO greiði ekki nóg fyrir aðilda að samkomulaginu. Stofnsáttmáli NATO segir til um að aðildarríki þurfi að verja tiltekinni upphæð af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Það hafa flest ríki NATO ekki gert um árabil. Þeim er þó ekki ætlað að greiða þær upphæðir til Bandaríkjanna á nokkurn hátt.Ræðu Merkel má sjá hér að neðan.German chancellor Angela Merkel addresses European Parliament in Strasbourg in debate on the future of Europe: https://t.co/H0Jk5terQc— DW News (@dwnews) November 13, 2018
Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00 Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 Trump hótar bandalagsþjóðum eftir Evrópureisuna Frakklandsforseti virtist hafna stjórnmálasýn Trump forseta þegar þjóðarleiðtogar minntust lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar um helgina. 12. nóvember 2018 16:18 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00
Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00
Trump hótar bandalagsþjóðum eftir Evrópureisuna Frakklandsforseti virtist hafna stjórnmálasýn Trump forseta þegar þjóðarleiðtogar minntust lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar um helgina. 12. nóvember 2018 16:18