Mexíkó missir NFL-leik aðeins sex dögum fyrir upphafsflaut Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2018 18:00 Hátt i 80 þúsund áhorfendur hafa mætt á leiki NFL-deildarinnar í Mexíkó undanfarin tvö ár. Nú verður hinsvegar ekkert af þessu leik. Vísir/Getty Það verður ekkert að því að stórleikur NFL-deildarinnar um næstu helgi fari fram í Mexíkóborg. Leikurinn hefur verið fluttur aftur til Bandaríkjanna. Tvö af bestu liðum deildarinnar, Los Angeles Rams og Kansas City Chiefs, áttu að mætast í Mánudagsleik deildarinnar 19. nóvember næstkomandi. Bæði hafa þau unnið átta af fyrstu níu leikjum sínum og þetta er einn af leikjum tímabilsins. Ekkert verður af þessum leik í Mexíkó því en hann hefur nú verið færður aðeins sex dögum fyrir leikdag. Ástæðan er slæmt ástand leikvallarins. Leikurinn fer nú fram í Los Angeles borg eða á heimavelli Hrútanna.Monday night's game between the Rams and Chiefs has been moved from Mexico City to Los Angeles after poor field conditions threatened player safety. https://t.co/qSIg4zRSgp — Post Sports (@PostSports) November 14, 2018Leikurinn átti að fara fram á hinum magnaða Azteca-leikvangi sem hefur meðal annars hýst tvo úrslitaleiki HM í fótbolta (1970 og 1986). Tónleikahald og fótboltaleikir hafa farið það illa með Azteca-leikvanginn að undanförnu að grasið þykir ekki lengur boðlegt fyrir leik í NFL-deildinni.Unreal. Here’s the field in Mexico pic.twitter.com/DFPaXKfB2r — Scott Zolak (@scottzolak) November 13, 2018Chiefs vs. Rams Moved From Mexico City to Los Angeleshttps://t.co/dT4KSM3PlRpic.twitter.com/CHte7cykry — Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 13, 2018NFL-deildin hefur ekki aðeins farið með leiki til Lundúna síðustu árin því þetta átti að vera þriðja árið í röð þar sem er spilað á Azteca-leikvanginum. Það hefur farið fram NFL-leikur á leikvanginum undanfarin tvö ár, 76.473 manns komu á leik Houston Texans og Oakland Raiders árið 2016 og 77.357 manns komu á leik New England Patriots og Oakland Raiders í fyrra. Það sem gerði eflaust útslagið nú var að leikmenn liðanna tveggja voru farnir að hóta því að neita að spila leikinn vegna meiðslahættu eins og sjá má hér fyrir neðan.Report: Some Rams and Chiefs players are “seriously considering” not playing in Mexico City over safety concerns https://t.co/y9r46S1Hchpic.twitter.com/OCEd4rMwWa — NBC Sports (@NBCSports) November 13, 2018 NFL Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Sjá meira
Það verður ekkert að því að stórleikur NFL-deildarinnar um næstu helgi fari fram í Mexíkóborg. Leikurinn hefur verið fluttur aftur til Bandaríkjanna. Tvö af bestu liðum deildarinnar, Los Angeles Rams og Kansas City Chiefs, áttu að mætast í Mánudagsleik deildarinnar 19. nóvember næstkomandi. Bæði hafa þau unnið átta af fyrstu níu leikjum sínum og þetta er einn af leikjum tímabilsins. Ekkert verður af þessum leik í Mexíkó því en hann hefur nú verið færður aðeins sex dögum fyrir leikdag. Ástæðan er slæmt ástand leikvallarins. Leikurinn fer nú fram í Los Angeles borg eða á heimavelli Hrútanna.Monday night's game between the Rams and Chiefs has been moved from Mexico City to Los Angeles after poor field conditions threatened player safety. https://t.co/qSIg4zRSgp — Post Sports (@PostSports) November 14, 2018Leikurinn átti að fara fram á hinum magnaða Azteca-leikvangi sem hefur meðal annars hýst tvo úrslitaleiki HM í fótbolta (1970 og 1986). Tónleikahald og fótboltaleikir hafa farið það illa með Azteca-leikvanginn að undanförnu að grasið þykir ekki lengur boðlegt fyrir leik í NFL-deildinni.Unreal. Here’s the field in Mexico pic.twitter.com/DFPaXKfB2r — Scott Zolak (@scottzolak) November 13, 2018Chiefs vs. Rams Moved From Mexico City to Los Angeleshttps://t.co/dT4KSM3PlRpic.twitter.com/CHte7cykry — Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 13, 2018NFL-deildin hefur ekki aðeins farið með leiki til Lundúna síðustu árin því þetta átti að vera þriðja árið í röð þar sem er spilað á Azteca-leikvanginum. Það hefur farið fram NFL-leikur á leikvanginum undanfarin tvö ár, 76.473 manns komu á leik Houston Texans og Oakland Raiders árið 2016 og 77.357 manns komu á leik New England Patriots og Oakland Raiders í fyrra. Það sem gerði eflaust útslagið nú var að leikmenn liðanna tveggja voru farnir að hóta því að neita að spila leikinn vegna meiðslahættu eins og sjá má hér fyrir neðan.Report: Some Rams and Chiefs players are “seriously considering” not playing in Mexico City over safety concerns https://t.co/y9r46S1Hchpic.twitter.com/OCEd4rMwWa — NBC Sports (@NBCSports) November 13, 2018
NFL Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Sjá meira