Íbúar Calgary höfnuðu því að borgin haldi Ólympíuleikana 2026 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2018 17:00 Lukkudýr ÓL 1988. Íbúar Calgary eru í engu Ólympíuskapi þrjátíu árum síðar. Vísir/Getty Kanadíska borgin Calgary hefur hætt við framboð sitt til Alþjóðaólympíunefndarinnar um að halda Vetrarólympíuleikana 2026. Íbúar borgarinnar kusu og meirihlutinn sagði nei. Í fyrstu voru átta líkleg framboð en nú standa aðeins tvö eftir. Stokkhólmur er annað þeirra en hitt kemur frá ítölsku borgununum Mílanó og Cortina d'Ampezzo.Here's why Calgary passed on the 2026 Olympics — and what's next for the Games https://t.co/CkRCRkURqx#Calgary2026@StrashinCBCpic.twitter.com/w5hUrmOpl2 — CBC Sports (@cbcsports) November 14, 2018Hinar borgirnar sem hafa hætt við framboð sitt eru Erzurum í Tyrklandi, Sapporo í Japan, Graz í Austurríki og Sion í Sviss auk þess sem Norðmenn (Lillehammer eða Telemark) og Kasakar (Almaty) voru um tíma að íhuga framboð. Calgary gaf íbúum sínum tækifæri til að ráða því hvort borgin héldi aftur Vetrarólympíuleika en leikarnir fóru þar fram áreið 1988. 132.832 kusu með því að halda leikana (43,6 prósent) en 171.750 voru á móti því (56,4 prósent).Calgary votes no #Calgary2026https://t.co/WTIdENxy3t — CBC Olympics (@CBCOlympics) November 14, 2018Gríðarlegur kostnaður hefur farið illa með fjárhag borga og landa sem hafa haldið síðustu leika og það er risastór ákvörðun fyrir borgarstjórnir og ríkisstjörnir að taka á móti Ólympíuleikum. Alþjóðaólympíunefndin er mjög kröfuhörð og þær borgir sem halda Ólympíuleika þurfa meðal annars að byggja upp stór og mikil íþróttamannvirki til að standast þær kröfur. Síðustu vetrarleikar fóru fram Pyeongchang í Suður-Kóreu fyrr á þessu ári og þeir næstu fara fram í Peking í Kína árið 2022. Nú er að sjá hvort Stokkhólmur eða ítölsku borgirnar haldi út en það verður kosið um gestgjafa Vetrarólympíuleikanna 2026 23. júní á næsta ári. Fari svo að þessi framboð hætti líka við er talað um það að bandaríska borgin Salt Lake City geti komið til bjargar en leikarnir fóru þar fram árið 2002. Vetrarólympíuleikar 2026 á Ítalíu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum Sjá meira
Kanadíska borgin Calgary hefur hætt við framboð sitt til Alþjóðaólympíunefndarinnar um að halda Vetrarólympíuleikana 2026. Íbúar borgarinnar kusu og meirihlutinn sagði nei. Í fyrstu voru átta líkleg framboð en nú standa aðeins tvö eftir. Stokkhólmur er annað þeirra en hitt kemur frá ítölsku borgununum Mílanó og Cortina d'Ampezzo.Here's why Calgary passed on the 2026 Olympics — and what's next for the Games https://t.co/CkRCRkURqx#Calgary2026@StrashinCBCpic.twitter.com/w5hUrmOpl2 — CBC Sports (@cbcsports) November 14, 2018Hinar borgirnar sem hafa hætt við framboð sitt eru Erzurum í Tyrklandi, Sapporo í Japan, Graz í Austurríki og Sion í Sviss auk þess sem Norðmenn (Lillehammer eða Telemark) og Kasakar (Almaty) voru um tíma að íhuga framboð. Calgary gaf íbúum sínum tækifæri til að ráða því hvort borgin héldi aftur Vetrarólympíuleika en leikarnir fóru þar fram áreið 1988. 132.832 kusu með því að halda leikana (43,6 prósent) en 171.750 voru á móti því (56,4 prósent).Calgary votes no #Calgary2026https://t.co/WTIdENxy3t — CBC Olympics (@CBCOlympics) November 14, 2018Gríðarlegur kostnaður hefur farið illa með fjárhag borga og landa sem hafa haldið síðustu leika og það er risastór ákvörðun fyrir borgarstjórnir og ríkisstjörnir að taka á móti Ólympíuleikum. Alþjóðaólympíunefndin er mjög kröfuhörð og þær borgir sem halda Ólympíuleika þurfa meðal annars að byggja upp stór og mikil íþróttamannvirki til að standast þær kröfur. Síðustu vetrarleikar fóru fram Pyeongchang í Suður-Kóreu fyrr á þessu ári og þeir næstu fara fram í Peking í Kína árið 2022. Nú er að sjá hvort Stokkhólmur eða ítölsku borgirnar haldi út en það verður kosið um gestgjafa Vetrarólympíuleikanna 2026 23. júní á næsta ári. Fari svo að þessi framboð hætti líka við er talað um það að bandaríska borgin Salt Lake City geti komið til bjargar en leikarnir fóru þar fram árið 2002.
Vetrarólympíuleikar 2026 á Ítalíu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum Sjá meira