Swatting: Játar að hafa sigað lögreglunni á saklausan mann sem var skotinn til bana Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2018 14:15 Tyler Barris var færður fyrir dómara í gær þar sem hann játaði. AP/Bo Rader Bandaríkjamaðurinn Tyler Barris hefur játað fyrir dómi að hafa sigað lögregluþjónum á saklausan mann vegna deilna í tölvuleik. Hinn 28 ára gamli Andrew Finch var skotinn til bana af lögregluþjónum, eftir að þeir höfðu fengið símtal þar sem Barriss sagðist búa á heimili Finch og sagðist hafa skotið föður sinn til bana og halda öðrum fjölskyldumeðlimum sínum í gíslingu. Þá sagðist hann hafa helt bensíni um húsið og að hann ætlaði sér að kveikja í því. Lögregluþjónar fóru því á vettvang og bjuggust við því að koma að hættulegum og vopnuðum manni sem væri með fólk í gíslingu. Atvik sem þessi kallast „Swatting“ og þykja tíð í Bandaríkjunum. Barris hafði þó gefið lögreglunni upp rangt heimilisfang, því Finch kom deilunum sem leiddu til símtalsins til lögreglunnar ekkert við. Barris var beðinn, af vini sínum sem heitir Casey Viner, um að siga lögreglunni á Shane Gaskill, sem hafði verið að deila við Viner um veðmál í Call of Duty leik. Gaskill plataði þá Viner og Barris þó og lét þá fá gamalt heimilisfang, þar sem Andrew Finch bjó en hann átti tvo börn.Sjá einnig: Saklaus maður skotinn til bana af lögreglu vegna deilna í Call of DutyÞegar ljóst var að lögreglan hefði skotið Finch til bana eyddu Barris, Viner og Gaskill öllum skilaboðum sín á milli.Atvik þar sem lögreglunni er sigað á fólk þykja mjög algeng í Bandaríkjunum.Getty/OnfokusBarris játaði einnig að hafa hringt inn sprengjuhótanir gegn skólum, verslunarmiðstöðvum, höfuðstöðvum Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna. Hann á yfir höfði sér minnst tuttugu ára fangelsisvist. Dómsuppkvaðning fer fram þann 30. janúar. Enn er ekki búið að rétta yfir Viner og Gaskill vegna málsins. Saksóknarar í Witchita í Kansas, þar sem Finch bjó og var skotinn til bana, ákváðu að ákæra ekki lögregluþjóninn sem skaut hann. Sú ákvörðun var tekin með tilliti til þess að lögregluþjónarnir töldu Finch vera vopnaðan og hættulegan. Lögregluþjónar töldu Finch vera að teygja sig í byssu þegar hannn var skotinn. Hér að neðan má sjá myndband frá BBC þar sem meðal annars má heyra má hluta af símtali Barris til Neyðarlínunnar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fórnarlamb „swatting“ brast í grát „Tíu löggur miðuðu byssum á bróður minn.“ 12. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Tyler Barris hefur játað fyrir dómi að hafa sigað lögregluþjónum á saklausan mann vegna deilna í tölvuleik. Hinn 28 ára gamli Andrew Finch var skotinn til bana af lögregluþjónum, eftir að þeir höfðu fengið símtal þar sem Barriss sagðist búa á heimili Finch og sagðist hafa skotið föður sinn til bana og halda öðrum fjölskyldumeðlimum sínum í gíslingu. Þá sagðist hann hafa helt bensíni um húsið og að hann ætlaði sér að kveikja í því. Lögregluþjónar fóru því á vettvang og bjuggust við því að koma að hættulegum og vopnuðum manni sem væri með fólk í gíslingu. Atvik sem þessi kallast „Swatting“ og þykja tíð í Bandaríkjunum. Barris hafði þó gefið lögreglunni upp rangt heimilisfang, því Finch kom deilunum sem leiddu til símtalsins til lögreglunnar ekkert við. Barris var beðinn, af vini sínum sem heitir Casey Viner, um að siga lögreglunni á Shane Gaskill, sem hafði verið að deila við Viner um veðmál í Call of Duty leik. Gaskill plataði þá Viner og Barris þó og lét þá fá gamalt heimilisfang, þar sem Andrew Finch bjó en hann átti tvo börn.Sjá einnig: Saklaus maður skotinn til bana af lögreglu vegna deilna í Call of DutyÞegar ljóst var að lögreglan hefði skotið Finch til bana eyddu Barris, Viner og Gaskill öllum skilaboðum sín á milli.Atvik þar sem lögreglunni er sigað á fólk þykja mjög algeng í Bandaríkjunum.Getty/OnfokusBarris játaði einnig að hafa hringt inn sprengjuhótanir gegn skólum, verslunarmiðstöðvum, höfuðstöðvum Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna. Hann á yfir höfði sér minnst tuttugu ára fangelsisvist. Dómsuppkvaðning fer fram þann 30. janúar. Enn er ekki búið að rétta yfir Viner og Gaskill vegna málsins. Saksóknarar í Witchita í Kansas, þar sem Finch bjó og var skotinn til bana, ákváðu að ákæra ekki lögregluþjóninn sem skaut hann. Sú ákvörðun var tekin með tilliti til þess að lögregluþjónarnir töldu Finch vera vopnaðan og hættulegan. Lögregluþjónar töldu Finch vera að teygja sig í byssu þegar hannn var skotinn. Hér að neðan má sjá myndband frá BBC þar sem meðal annars má heyra má hluta af símtali Barris til Neyðarlínunnar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fórnarlamb „swatting“ brast í grát „Tíu löggur miðuðu byssum á bróður minn.“ 12. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira