Hver á afskorin blóm? Guðrún Vilmundardóttir skrifar 15. nóvember 2018 11:00 Í vor sem leið boðuðu tveir höfundar mig á fund. Þeir sögðust eiga slíkt erindi að það kallaði á mat og vín. „Sjálfsagt,“ sagði ég. „Ég panta borð.“ Nei, þeir voru búnir að því. Ég hefði talið það í mínum verkahring sem útgefanda, en gott og vel. Þegar við mættum, þríeykið, á veitingastaðinn beið þar hersing höfunda. Ég klökknaði. Á meðan ég var enn að átta mig á aðstæðum ýtti einhver í áttina að mér stórum blómavasa og sagði að rósirnar ættu heima hjá mér. Eða ég hjá þeim. Leið svo kvöldið, einstaklega ánægjulega. Daginn eftir varð mér gengið framhjá veitingastaðnum, á leið heim úr vinnu. Þar sem ég hugsaði með hlýju til kvöldsins áður sá ég glitta í blómavasann, fullan af dásamlegum rósum, rétt fyrir innan dyrnar. Ég vatt mér inn og sagði við þjón sem stóð og pússaði glös: „Ég held að ég eigi þessi blóm.“ Hann undraðist, ég sá það. En tók þá skynsamlegu ákvörðun að annaðhvort færi ég með rétt mál eða væri svo bíræfinn blómaþjófur að öruggast væri að afhenda mér góssið. Ég skellti rósunum í kvenveskið og gekk heim. Birtan var falleg svo ég smellti af mynd og sendi æskuvinkonu minni í hópi höfunda. „Sótti blómin.“ Hún svaraði um hæl. „Gurra. Við komum ekki með þessi blóm.“ Leið svo athyglisverður hálftími, þar sem ég dáðist að fegurð hinna stolnu blóma á stofuborðinu. Setti þau svo aftur í kvenveskið. Það var með aðeins minni sveiflu, en mikilli festu, sem ég vatt mér inn um dyrnar – þá var veitingastaðurinn þéttsetinn – og skilaði rósunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun
Í vor sem leið boðuðu tveir höfundar mig á fund. Þeir sögðust eiga slíkt erindi að það kallaði á mat og vín. „Sjálfsagt,“ sagði ég. „Ég panta borð.“ Nei, þeir voru búnir að því. Ég hefði talið það í mínum verkahring sem útgefanda, en gott og vel. Þegar við mættum, þríeykið, á veitingastaðinn beið þar hersing höfunda. Ég klökknaði. Á meðan ég var enn að átta mig á aðstæðum ýtti einhver í áttina að mér stórum blómavasa og sagði að rósirnar ættu heima hjá mér. Eða ég hjá þeim. Leið svo kvöldið, einstaklega ánægjulega. Daginn eftir varð mér gengið framhjá veitingastaðnum, á leið heim úr vinnu. Þar sem ég hugsaði með hlýju til kvöldsins áður sá ég glitta í blómavasann, fullan af dásamlegum rósum, rétt fyrir innan dyrnar. Ég vatt mér inn og sagði við þjón sem stóð og pússaði glös: „Ég held að ég eigi þessi blóm.“ Hann undraðist, ég sá það. En tók þá skynsamlegu ákvörðun að annaðhvort færi ég með rétt mál eða væri svo bíræfinn blómaþjófur að öruggast væri að afhenda mér góssið. Ég skellti rósunum í kvenveskið og gekk heim. Birtan var falleg svo ég smellti af mynd og sendi æskuvinkonu minni í hópi höfunda. „Sótti blómin.“ Hún svaraði um hæl. „Gurra. Við komum ekki með þessi blóm.“ Leið svo athyglisverður hálftími, þar sem ég dáðist að fegurð hinna stolnu blóma á stofuborðinu. Setti þau svo aftur í kvenveskið. Það var með aðeins minni sveiflu, en mikilli festu, sem ég vatt mér inn um dyrnar – þá var veitingastaðurinn þéttsetinn – og skilaði rósunum.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun