Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2018 10:57 Erdogan og Gulen voru vinir og samstarfsmenn á árum áður. AP/Burhan Ozbilici Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið að leita leiða til að framselja Fethullah Gulen frá Bandaríkjunum til Tyrklands til að fá Recep Tayyip Erdogann, forseta Tyrklands, til að láta af þrýstingi sínum á Sádi-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi. Gulen býr í Bandaríkjunum með löglegum hætti og hefur gert það frá tíunda áratug síðustu aldar. Khashoggi starfaði sömuleiðis í Bandaríkjunum og bjó þar, þar til hann var myrtur í ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í síðasta mánuði.Heimildarmenn NBC segja meðlimi ríkisstjórnar Trump hafa lagt fram spurningar um löglegar leiðir til að koma Gulen til Tyrklands í síðasta mánuði. Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna töldu víst í fyrstu að um einhvers konar brandara væri að ræða. Þeir urðu hins vegar æfir þegar í ljós kom að Hvíta húsinu var alvara.Hafa lengið viljað Gulen Gulen hefur verið í útlegð frá Tyrklandi um árabil en Erdogan og bandamenn hans hafa sakað Gulen um að koma að skipulagningu valdaránstilraunar í Tyrklandi sumarið 2016. Tugir þúsunda hafa verið handteknir, vísað úr störfum sínum og fangelsaðir vegna meintra tengsla við hreyfingu Gulen, samkvæmt yfirvöldum í Tyrklandi. Tyrkir hafa farið fram á að Gulen verði framseldur til Tyrklands en þeir hafa þó ekki fært fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Bandaríkin hafa því hingað til neitað að framselja Gulen. Erdogan hefur jafnvel sagt að bandaríska prestinum Andrew Brunson yrði sleppt úr haldi í Tyrklandi, ef Bandaríkin hefðu látið Gulen af hendi. Hvíta húsið hefur meðal annars sagt dómsmálaráðuneytinu og FBI að taka framsalsbeiðni Tyrkja aftur fyrir og afhenda Hvíta húsinu skýrslu um lagalegu stöðu Gulen í Bandaríkjunum. Þá segja heimildir NBC að embættismenn í Tyrklandi og Bandaríkjunum hafi rætt sín á milli að þvinga Gulen til að flytja frá Bandaríkjunum og til Suður-Afríku. Í kjölfar fréttar NBC sendi Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá sér yfirlýsingu um að verið væri að fara yfir ný gögn sem Tyrkir hafi sent til Bandaríkjanna og þau snúi að Gulen. Talskona ráðuneytisins sagði það ekki koma morði Khashoggi við á nokkurn hátt.Í fyrra bárust fregnir af því að yfirvöld Tyrklands hefðu boðið Mike Flynn, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðgjafa Trump, fimmtán milljónir dala fyrir hjálp við að ræna Gulen frá Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tyrkland Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið að leita leiða til að framselja Fethullah Gulen frá Bandaríkjunum til Tyrklands til að fá Recep Tayyip Erdogann, forseta Tyrklands, til að láta af þrýstingi sínum á Sádi-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi. Gulen býr í Bandaríkjunum með löglegum hætti og hefur gert það frá tíunda áratug síðustu aldar. Khashoggi starfaði sömuleiðis í Bandaríkjunum og bjó þar, þar til hann var myrtur í ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í síðasta mánuði.Heimildarmenn NBC segja meðlimi ríkisstjórnar Trump hafa lagt fram spurningar um löglegar leiðir til að koma Gulen til Tyrklands í síðasta mánuði. Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna töldu víst í fyrstu að um einhvers konar brandara væri að ræða. Þeir urðu hins vegar æfir þegar í ljós kom að Hvíta húsinu var alvara.Hafa lengið viljað Gulen Gulen hefur verið í útlegð frá Tyrklandi um árabil en Erdogan og bandamenn hans hafa sakað Gulen um að koma að skipulagningu valdaránstilraunar í Tyrklandi sumarið 2016. Tugir þúsunda hafa verið handteknir, vísað úr störfum sínum og fangelsaðir vegna meintra tengsla við hreyfingu Gulen, samkvæmt yfirvöldum í Tyrklandi. Tyrkir hafa farið fram á að Gulen verði framseldur til Tyrklands en þeir hafa þó ekki fært fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Bandaríkin hafa því hingað til neitað að framselja Gulen. Erdogan hefur jafnvel sagt að bandaríska prestinum Andrew Brunson yrði sleppt úr haldi í Tyrklandi, ef Bandaríkin hefðu látið Gulen af hendi. Hvíta húsið hefur meðal annars sagt dómsmálaráðuneytinu og FBI að taka framsalsbeiðni Tyrkja aftur fyrir og afhenda Hvíta húsinu skýrslu um lagalegu stöðu Gulen í Bandaríkjunum. Þá segja heimildir NBC að embættismenn í Tyrklandi og Bandaríkjunum hafi rætt sín á milli að þvinga Gulen til að flytja frá Bandaríkjunum og til Suður-Afríku. Í kjölfar fréttar NBC sendi Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá sér yfirlýsingu um að verið væri að fara yfir ný gögn sem Tyrkir hafi sent til Bandaríkjanna og þau snúi að Gulen. Talskona ráðuneytisins sagði það ekki koma morði Khashoggi við á nokkurn hátt.Í fyrra bárust fregnir af því að yfirvöld Tyrklands hefðu boðið Mike Flynn, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðgjafa Trump, fimmtán milljónir dala fyrir hjálp við að ræna Gulen frá Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tyrkland Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira