CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. nóvember 2018 02:08 Krónprinsinn í Sádi-Arabíu hefur sagst ekkert vita um morðið á Khashoggi. vísir/epa Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. Þetta hefur Washington Post eftir heimildarmönnum tengdum rannsakendum hjá CIA en niðurstaðan er þvert á fullyrðingar stjórnvalda í Sádi-Arabíu þess efnis að krónprisinn hafi hvergi komið nálægt morðinu. Niðurstaða CIA er talin munu gera Donald Trump forseta erfitt fyrir en Sádar hafa verið nánir bandamenn Bandaríkjamanna. Post segir að fimmtán leyniþjónustumönnum frá Sádi-Arabíu hafi verið flogið í vél á vegum stjórnvalda til Istanbúl. Þeir hafi drepið Kashoggi á ræðisskrifstofu Sáda í tyrknesku borginni. Þangað hafði blaðamaðurinn mætt til að sækja skjöl sem hann þurfti á að halda til að geta gifst tyrkneskri unnustu sinni. Margir hafa minnst Khashoggis undanfarnar vikur.EPA/ERDEM SAHIN CIA skoðaði ógrynni gagna og ræddi við heimildarmenn. Meðal annars hefur CIA undir höndum símtal Khalid, bróður prinsins og sendiherra Sáda gagnvart Bandaríkjunum, við Khashoggi. Khalid á að hafa talið Khashoggi á að mæta á ræðisskrifstofuna í Istanbúl til að fá skjölin. Gaf hann honum loforð um að öryggis hans yrði ekki ógnað. Ekki liggur fyrir hvort Khalid hafi verið meðvitaður um að til stæði að drepa Khashoggi. Símtalið var þó að beiðni krónprinsins. Fatimah Baeshen, talskona sendiráðs Sáda í Washington, segir sendiherrann og Khashoggi aldrei hafa rætt nokkuð er viðkom Tyrklandi. Hún segir ályktanir CIA rangar. Fjöldi getgáta sé á lofti en engar sannanir séu fyrir hendi að sögn Baeshen. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18 Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. Þetta hefur Washington Post eftir heimildarmönnum tengdum rannsakendum hjá CIA en niðurstaðan er þvert á fullyrðingar stjórnvalda í Sádi-Arabíu þess efnis að krónprisinn hafi hvergi komið nálægt morðinu. Niðurstaða CIA er talin munu gera Donald Trump forseta erfitt fyrir en Sádar hafa verið nánir bandamenn Bandaríkjamanna. Post segir að fimmtán leyniþjónustumönnum frá Sádi-Arabíu hafi verið flogið í vél á vegum stjórnvalda til Istanbúl. Þeir hafi drepið Kashoggi á ræðisskrifstofu Sáda í tyrknesku borginni. Þangað hafði blaðamaðurinn mætt til að sækja skjöl sem hann þurfti á að halda til að geta gifst tyrkneskri unnustu sinni. Margir hafa minnst Khashoggis undanfarnar vikur.EPA/ERDEM SAHIN CIA skoðaði ógrynni gagna og ræddi við heimildarmenn. Meðal annars hefur CIA undir höndum símtal Khalid, bróður prinsins og sendiherra Sáda gagnvart Bandaríkjunum, við Khashoggi. Khalid á að hafa talið Khashoggi á að mæta á ræðisskrifstofuna í Istanbúl til að fá skjölin. Gaf hann honum loforð um að öryggis hans yrði ekki ógnað. Ekki liggur fyrir hvort Khalid hafi verið meðvitaður um að til stæði að drepa Khashoggi. Símtalið var þó að beiðni krónprinsins. Fatimah Baeshen, talskona sendiráðs Sáda í Washington, segir sendiherrann og Khashoggi aldrei hafa rætt nokkuð er viðkom Tyrklandi. Hún segir ályktanir CIA rangar. Fjöldi getgáta sé á lofti en engar sannanir séu fyrir hendi að sögn Baeshen.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18 Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira
Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18
Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57
Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30