Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. nóvember 2018 07:45 Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn mannskæðustu skógareldar í sögu ríkisins. vísir/ap „Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt í Kaliforníu, við höfum aldrei séð neitt þessu líkt hingað til. Þetta er eins og algjör eyðilegging,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti þegar hann kannaði aðstæður í Norður-Kaliforníu en svæðið hefur orðið illa úti í skógareldum sem geysa enn og að minnsta kosti 71 hefur látið lífið. „Fólk verður að sjá þetta með berum augum til að ná utan um það sem hefur gerst,“ sagði forsetinn í ræðu sem hann flutti í bænum Paradís. Kevin McCarthy, formaður þingflokks Repúblikana og þingmennirnir Ken Calvert og Doug LaMalfa voru með honum í för. Trump heimsótti aðgerðarmiðstöðina og hitti viðbragðsaðila og hældi þeim fyrir vel unnin störf. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um skógareldana og stjórnun skóglendis í Kaliforníu sem hann lét falla í síðustu viku. Hans fyrstu viðbrögð voru að beina spjótum sínum að stjórnun skóglendisins, henni væri ábótavant og væri að miklu leyti um að kenna. Þegar blaðamenn spurðu hann hvort eyðileggingin í bænum Paradís hafi orðið til þess að breyta skoðunum hans um loftslagsbreytingar af mannavöldum svaraði Trump: „Nei, ég hef mjög sterkar skoðanir. Ég vil frábært loftslag og við munum fá það og við munum líka fá skóglendi sem verður mjög öruggt.“ Bandaríkin Donald Trump Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45 Alls 59 látnir og 130 enn saknað í Kaliforníu 450 manns leita nú skipulega í rústum húsa á svæðinu og í bílum sem brunnið hafa á aðliggjandi vegum. 15. nóvember 2018 08:02 Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27 Staðfest að fimmtíu hafi látið lífið í eldunum í Kaliforníu Þúsundir slökkviliðsmanna berjast enn við þrjá skógar- og kjarrelda á vesturströnd Bandaríkjanna. 14. nóvember 2018 23:30 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
„Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt í Kaliforníu, við höfum aldrei séð neitt þessu líkt hingað til. Þetta er eins og algjör eyðilegging,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti þegar hann kannaði aðstæður í Norður-Kaliforníu en svæðið hefur orðið illa úti í skógareldum sem geysa enn og að minnsta kosti 71 hefur látið lífið. „Fólk verður að sjá þetta með berum augum til að ná utan um það sem hefur gerst,“ sagði forsetinn í ræðu sem hann flutti í bænum Paradís. Kevin McCarthy, formaður þingflokks Repúblikana og þingmennirnir Ken Calvert og Doug LaMalfa voru með honum í för. Trump heimsótti aðgerðarmiðstöðina og hitti viðbragðsaðila og hældi þeim fyrir vel unnin störf. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um skógareldana og stjórnun skóglendis í Kaliforníu sem hann lét falla í síðustu viku. Hans fyrstu viðbrögð voru að beina spjótum sínum að stjórnun skóglendisins, henni væri ábótavant og væri að miklu leyti um að kenna. Þegar blaðamenn spurðu hann hvort eyðileggingin í bænum Paradís hafi orðið til þess að breyta skoðunum hans um loftslagsbreytingar af mannavöldum svaraði Trump: „Nei, ég hef mjög sterkar skoðanir. Ég vil frábært loftslag og við munum fá það og við munum líka fá skóglendi sem verður mjög öruggt.“
Bandaríkin Donald Trump Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45 Alls 59 látnir og 130 enn saknað í Kaliforníu 450 manns leita nú skipulega í rústum húsa á svæðinu og í bílum sem brunnið hafa á aðliggjandi vegum. 15. nóvember 2018 08:02 Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27 Staðfest að fimmtíu hafi látið lífið í eldunum í Kaliforníu Þúsundir slökkviliðsmanna berjast enn við þrjá skógar- og kjarrelda á vesturströnd Bandaríkjanna. 14. nóvember 2018 23:30 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45
Alls 59 látnir og 130 enn saknað í Kaliforníu 450 manns leita nú skipulega í rústum húsa á svæðinu og í bílum sem brunnið hafa á aðliggjandi vegum. 15. nóvember 2018 08:02
Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27
Staðfest að fimmtíu hafi látið lífið í eldunum í Kaliforníu Þúsundir slökkviliðsmanna berjast enn við þrjá skógar- og kjarrelda á vesturströnd Bandaríkjanna. 14. nóvember 2018 23:30