Eldfim orð Lára G. Sigurðardóttir skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Undanfarna daga hafa norðanvindar blásið þykkum reyk yfir bæinn okkar í Norður-Kaliforníu. Eldarnir eru svo öflugir að þeir jöfnuðu bæinn Paradís við jörðu á nokkrum klukkustundum. Og þeir loga enn af fullum krafti. Aldrei fyrr hafa skógareldar verið jafn mannvígir í Kaliforníu-fylki. 76 hafa látist og yfir þúsund er ekki búið að staðsetja. Þó svo að bærinn okkar sé ekki í hættu vekur reykurinn okkur til umhugsunar um hve margir eiga um sárt að binda. Og atburðarrásin á sér hliðstæðu. Eins og eldarnir getum við mannfólkið eitrað andrúmsloftið með orðum; „...hann er fáviti“ og „...hún er drusla.“ Eldheit orðin flæða af vörum okkar eins og vindurinn úr norðri og kynda undir mengun meðal okkar. Manni hættir allt of oft til að setjast í dómarasætið og ákveða hvernig aðrir eiga að haga sér. En til er fólk sem sendir frá sér ferska vinda. Slíkt fólk vill öðrum vel. Það dæmir ekki og er til staðar fyrir aðra. Þú veist hvernig andrúmsloft þú gengur inn í þegar þú mætir slíku fólk. Ólíkt eldunum í Kaliforníu höfum við val um að menga andrúmsloftið eða sjá til þess að fólk geti sótt súrefni til okkar. Þegar fólk baktalar er okkar að ákveða hvort við tökum undir slíkt tal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gróðureldar í Kaliforníu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun
Undanfarna daga hafa norðanvindar blásið þykkum reyk yfir bæinn okkar í Norður-Kaliforníu. Eldarnir eru svo öflugir að þeir jöfnuðu bæinn Paradís við jörðu á nokkrum klukkustundum. Og þeir loga enn af fullum krafti. Aldrei fyrr hafa skógareldar verið jafn mannvígir í Kaliforníu-fylki. 76 hafa látist og yfir þúsund er ekki búið að staðsetja. Þó svo að bærinn okkar sé ekki í hættu vekur reykurinn okkur til umhugsunar um hve margir eiga um sárt að binda. Og atburðarrásin á sér hliðstæðu. Eins og eldarnir getum við mannfólkið eitrað andrúmsloftið með orðum; „...hann er fáviti“ og „...hún er drusla.“ Eldheit orðin flæða af vörum okkar eins og vindurinn úr norðri og kynda undir mengun meðal okkar. Manni hættir allt of oft til að setjast í dómarasætið og ákveða hvernig aðrir eiga að haga sér. En til er fólk sem sendir frá sér ferska vinda. Slíkt fólk vill öðrum vel. Það dæmir ekki og er til staðar fyrir aðra. Þú veist hvernig andrúmsloft þú gengur inn í þegar þú mætir slíku fólk. Ólíkt eldunum í Kaliforníu höfum við val um að menga andrúmsloftið eða sjá til þess að fólk geti sótt súrefni til okkar. Þegar fólk baktalar er okkar að ákveða hvort við tökum undir slíkt tal.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun