Sá sterki yfirleitt í stuttbuxum Benedikt Bóas skrifar 19. nóvember 2018 08:00 Júlían, að sjálfsögðu í stuttbuxum eins og honum finnst best, með hundinum Stormi í Kópavogi. Fréttablaðið/Stefán „Ég á alveg gallabuxur en er ekkert sérstaklega mikið fyrir að vera í þannig buxum. Vil helst vera í stuttbuxum,“ segir heimsmethafinn Júlían J. K. Jóhannsson en tröllvaxnir fótleggir hans vekja athygli hvert sem hann fer. Júlían tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum, sem fram fór í Halmstad í Svíþjóð fyrir skemmstu. Júlían reif þá upp 405 kíló nánast eins auðveldlega og að drekka vatn. Fyrra metið var 397,5 kíló sem Brad Gillingham frá Bandaríkjunum setti árið 2011. Þess má geta að Júlían lyfti 410 kílóum í hnébeygju og 300 kílóum í bekkpressu á mótinu. Samanlagt henti hann því upp einu tonni og 115 kílóum betur. Þyngdirnar skiluðu Júlían í 4. sæti en hann var 20 kílóum frá bronsi. Rússinn Andrey Konovalov varð heimsmeistari en sá lyfti alls 1.252,5 kílóum.JúlÃan J. K. Jóhannsson og StormurEins og gefur að skilja þegar menn eru farnir að henda upp einu tonni í þremur lyftum, og 115 kílóum betur, er ekki hægt að labba inn í 17 og biðja um skyrtu í Large. Júlían þarf því að fara í sérstakar búðir til að geta fengið á sig föt – þó hann kunni best við sig á stuttbuxunum. „Það eru nokkrar verslanir eins og Dressman XL sem hafa bjargað mér í gegnum tíðina. Þó ég sé ekkert mikið fyrir að vera í gallabuxum þá á ég alveg þannig buxur. Það nefnilega breytti öllu þegar gallabuxurnar voru gerðar úr teygjuefni. Þær gjörbreyttu leiknum,“ segir hann og hlær. Júlían er ekkert að stressa sig á að fara að rífa upp lóðin alveg strax enda tekur meira en nokkrar mínútur að jafna sig eftir svona átök. Hann býst þó við að vera kominn inn í salinn á ný í næstu viku, en kappinn æfir í Breiðablik. „Ég er þó Ármenningur,“ segir hann stoltur, og ánægður með að vera í stuttum buxum þrátt fyrir stóra leggi. Aflraunir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
„Ég á alveg gallabuxur en er ekkert sérstaklega mikið fyrir að vera í þannig buxum. Vil helst vera í stuttbuxum,“ segir heimsmethafinn Júlían J. K. Jóhannsson en tröllvaxnir fótleggir hans vekja athygli hvert sem hann fer. Júlían tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum, sem fram fór í Halmstad í Svíþjóð fyrir skemmstu. Júlían reif þá upp 405 kíló nánast eins auðveldlega og að drekka vatn. Fyrra metið var 397,5 kíló sem Brad Gillingham frá Bandaríkjunum setti árið 2011. Þess má geta að Júlían lyfti 410 kílóum í hnébeygju og 300 kílóum í bekkpressu á mótinu. Samanlagt henti hann því upp einu tonni og 115 kílóum betur. Þyngdirnar skiluðu Júlían í 4. sæti en hann var 20 kílóum frá bronsi. Rússinn Andrey Konovalov varð heimsmeistari en sá lyfti alls 1.252,5 kílóum.JúlÃan J. K. Jóhannsson og StormurEins og gefur að skilja þegar menn eru farnir að henda upp einu tonni í þremur lyftum, og 115 kílóum betur, er ekki hægt að labba inn í 17 og biðja um skyrtu í Large. Júlían þarf því að fara í sérstakar búðir til að geta fengið á sig föt – þó hann kunni best við sig á stuttbuxunum. „Það eru nokkrar verslanir eins og Dressman XL sem hafa bjargað mér í gegnum tíðina. Þó ég sé ekkert mikið fyrir að vera í gallabuxum þá á ég alveg þannig buxur. Það nefnilega breytti öllu þegar gallabuxurnar voru gerðar úr teygjuefni. Þær gjörbreyttu leiknum,“ segir hann og hlær. Júlían er ekkert að stressa sig á að fara að rífa upp lóðin alveg strax enda tekur meira en nokkrar mínútur að jafna sig eftir svona átök. Hann býst þó við að vera kominn inn í salinn á ný í næstu viku, en kappinn æfir í Breiðablik. „Ég er þó Ármenningur,“ segir hann stoltur, og ánægður með að vera í stuttum buxum þrátt fyrir stóra leggi.
Aflraunir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“