Togaði í bremsu andstæðings í miðri mótorhjólakeppni en má nú keppa á ný Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2018 17:45 Romano Fenati. Vísir/Getty Ítalski mótorhjólakappinn Romano Fenati hneykslaði marga með framkomu sinni fyrr á þessu ári en hann hefur nú fengið keppnisleyfi á ný þrátt fyrir allt. Romano Fenati togaði í bremsu andstæðings þegar þeir voru hlið við hlið í miðri mótorhjólakeppni í San Marino í september síðastliðnum en þeir voru þá á 217 kílómetra hraða. Það þarf ekkert að ítreka það að þetta er stórhættulegt og Giovanni Castiglioni, forseti Agusta liðsins, lýsti þessu sem hættulegustu hegðun sem hann hafi orðið vitni að í keppni. Romano Fenati má keppa á næsta ári en hann var skiljanlega settur í bann strax eftir atvikið. Hinn 22 ára gamli Fenati mun keppa áfram fyrir liðið sitt Marinelli Snipers þrátt fyrir að hann hafi verið rekinn frá félaginu strax eftir atvikið. Forráðamenn Marinelli Snipers hafa ákveðið að gefa honum annað tækifæri.Italian rider Romano Fenati, who was banned for pulling a rival's brake lever while travelling at 135mph during a race, is set to return next season. Full story: https://t.co/qGLMPSs5nrpic.twitter.com/2tYFmggyhV — BBC Sport (@BBCSport) November 19, 2018Romano Fenati fékk hinsvegar „stöðulækkun“. Hann var að keppa í Moto2 þegar hann setti andstæðing sinn í þessa miklu hættu. Á næsta keppnistímabili mun hann aftur á móti keppa í Moto3. Romano Fenati baðst strax afsökunar á hegðun sinni og talaði sjálfur um að hún hafi verið skammarleg. Alþjóðamótórhjólasambandið, FIM, frysti keppnisleyfi hans út árið 2018 en hefur nú gefið honum aftur grænt ljós frá og með janúar 2019. Fenati hefur unnið tíu Moto3 keppnir á ferlinum og hefur 23 sinnum komist á verðlaunapallinn. Aðrar íþróttir Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Sjá meira
Ítalski mótorhjólakappinn Romano Fenati hneykslaði marga með framkomu sinni fyrr á þessu ári en hann hefur nú fengið keppnisleyfi á ný þrátt fyrir allt. Romano Fenati togaði í bremsu andstæðings þegar þeir voru hlið við hlið í miðri mótorhjólakeppni í San Marino í september síðastliðnum en þeir voru þá á 217 kílómetra hraða. Það þarf ekkert að ítreka það að þetta er stórhættulegt og Giovanni Castiglioni, forseti Agusta liðsins, lýsti þessu sem hættulegustu hegðun sem hann hafi orðið vitni að í keppni. Romano Fenati má keppa á næsta ári en hann var skiljanlega settur í bann strax eftir atvikið. Hinn 22 ára gamli Fenati mun keppa áfram fyrir liðið sitt Marinelli Snipers þrátt fyrir að hann hafi verið rekinn frá félaginu strax eftir atvikið. Forráðamenn Marinelli Snipers hafa ákveðið að gefa honum annað tækifæri.Italian rider Romano Fenati, who was banned for pulling a rival's brake lever while travelling at 135mph during a race, is set to return next season. Full story: https://t.co/qGLMPSs5nrpic.twitter.com/2tYFmggyhV — BBC Sport (@BBCSport) November 19, 2018Romano Fenati fékk hinsvegar „stöðulækkun“. Hann var að keppa í Moto2 þegar hann setti andstæðing sinn í þessa miklu hættu. Á næsta keppnistímabili mun hann aftur á móti keppa í Moto3. Romano Fenati baðst strax afsökunar á hegðun sinni og talaði sjálfur um að hún hafi verið skammarleg. Alþjóðamótórhjólasambandið, FIM, frysti keppnisleyfi hans út árið 2018 en hefur nú gefið honum aftur grænt ljós frá og með janúar 2019. Fenati hefur unnið tíu Moto3 keppnir á ferlinum og hefur 23 sinnum komist á verðlaunapallinn.
Aðrar íþróttir Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Sjá meira