Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Heimir Már Pétursson skrifar 1. nóvember 2018 19:04 Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Kosið var til var til Stórþingsins haustið 2017 og eftir þær myndaði Hægriflokkur Ernu Sólberg ríkisstjórn með Framfaraflokknum, sem Venstre gekk síðan til liðs við í janúar síðastliðnum, og með stuðningi Kristilega þjóðarflokksins sem þó er utan stjórnar. Leynileg atkvæðagreiðsla á aukalandsfundi Fyrir fimm vikum tilkynnti Knut Arild Hareide formaður Kristilegra óvænt að hann vildi að flokkurinn færi í samstarf með vinstri blokkinni á þingi og boðað var til aukalandsfundar. Flest norsku dagblaðanna fjalla um aukalandsfund Kristilega þjóðarflokksins sem fram fer a morgun og getur ráðið úrslitum um framtíð ríkisstjórnar Ernu Solberg. Kristilegi þjóðarflokkurinn er hins vegar klofinn í herðar niður. Leynileg atkvæðagreiðsla verður á fundinum á morgun um hvort að flokkurinn halli sér til vinstri eða hægri. Flokkurinn hefur hins vegar ekki mælst með minna fylgi heldur en nú samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir TV2 í Noregi. Flokkurinn mælist aðeins með 3% og er nánast að hverfa. Á meðan bíður Jonas Gahr Störe, formaður Verkamannaflokksins, á hliðarlínunni. „Og þetta er óvenjuleg staða vegna þess ef flokkurinn ákveður að fylgja formanni sínum og óska samstarfs við Verkamannaflokkinn, breytast hlutföll í Stórþinginu. Þá missir ríkisstjórninn grundvöllinn. Það gætu orðið stjórnarskipti í Noregi, segir Störe.“ Hareide hefur lýst því yfir að hann vilji ekki vera hluti af ríkisstjórn með aðild Framfaraflokksins sem stendur yst til hægri í norskum stjórnmálum. „Hareide kallar eftir annars konar samfélagi. Hann vill eiga samtal við norska samfélagið, vill önnur gildi, varðandi hver við erum og viljum vera. Það yrði uppgjör við hægri popúlismann. Ég styð það og ef það myndast meirihluti fyrir stjórnarskiptum er Verkamannaflokkurinn reiðubúinn til að axla sína ábyrgð.“ segir Störe. Telur að hún verði enn forsætisráðherra Aðspurð hvort hún telji að hún verði enn forsætisráðherra Noregs eftir mánuð segir Erna Solberg: „Já ég held það því hvernig sem fer tekur lengri tíma en það að skipta um stjórn. Ég geri mér ljóst að það getur eitthvað gerst á föstudag sem leiðir til þess að við höfum ekki lengur sömu samsteypustjórn og nú er. Annað hvort fjölgar flokkum í núverandi stjórn eða ný stjórn tekur við. Það er landsfundur Kristilegra sem ákveður hvaða stjórn verður við völd og hver verður forsætisráðherra, segir Erna Solberg.“ Norðurlönd Noregur Þingkosningar í Noregi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Kosið var til var til Stórþingsins haustið 2017 og eftir þær myndaði Hægriflokkur Ernu Sólberg ríkisstjórn með Framfaraflokknum, sem Venstre gekk síðan til liðs við í janúar síðastliðnum, og með stuðningi Kristilega þjóðarflokksins sem þó er utan stjórnar. Leynileg atkvæðagreiðsla á aukalandsfundi Fyrir fimm vikum tilkynnti Knut Arild Hareide formaður Kristilegra óvænt að hann vildi að flokkurinn færi í samstarf með vinstri blokkinni á þingi og boðað var til aukalandsfundar. Flest norsku dagblaðanna fjalla um aukalandsfund Kristilega þjóðarflokksins sem fram fer a morgun og getur ráðið úrslitum um framtíð ríkisstjórnar Ernu Solberg. Kristilegi þjóðarflokkurinn er hins vegar klofinn í herðar niður. Leynileg atkvæðagreiðsla verður á fundinum á morgun um hvort að flokkurinn halli sér til vinstri eða hægri. Flokkurinn hefur hins vegar ekki mælst með minna fylgi heldur en nú samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir TV2 í Noregi. Flokkurinn mælist aðeins með 3% og er nánast að hverfa. Á meðan bíður Jonas Gahr Störe, formaður Verkamannaflokksins, á hliðarlínunni. „Og þetta er óvenjuleg staða vegna þess ef flokkurinn ákveður að fylgja formanni sínum og óska samstarfs við Verkamannaflokkinn, breytast hlutföll í Stórþinginu. Þá missir ríkisstjórninn grundvöllinn. Það gætu orðið stjórnarskipti í Noregi, segir Störe.“ Hareide hefur lýst því yfir að hann vilji ekki vera hluti af ríkisstjórn með aðild Framfaraflokksins sem stendur yst til hægri í norskum stjórnmálum. „Hareide kallar eftir annars konar samfélagi. Hann vill eiga samtal við norska samfélagið, vill önnur gildi, varðandi hver við erum og viljum vera. Það yrði uppgjör við hægri popúlismann. Ég styð það og ef það myndast meirihluti fyrir stjórnarskiptum er Verkamannaflokkurinn reiðubúinn til að axla sína ábyrgð.“ segir Störe. Telur að hún verði enn forsætisráðherra Aðspurð hvort hún telji að hún verði enn forsætisráðherra Noregs eftir mánuð segir Erna Solberg: „Já ég held það því hvernig sem fer tekur lengri tíma en það að skipta um stjórn. Ég geri mér ljóst að það getur eitthvað gerst á föstudag sem leiðir til þess að við höfum ekki lengur sömu samsteypustjórn og nú er. Annað hvort fjölgar flokkum í núverandi stjórn eða ný stjórn tekur við. Það er landsfundur Kristilegra sem ákveður hvaða stjórn verður við völd og hver verður forsætisráðherra, segir Erna Solberg.“
Norðurlönd Noregur Þingkosningar í Noregi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira