Fyrstu fregnir voru á þá leið að rútan hafi beygt út af til að forða árekstri en öryggismyndavélar sýna að kona virðist ráðast að ökumanninum með höggum og ökumaðurinn lemur síðan frá sér. Rútan var á fullri ferð og við árásina missir ökumaðurinn stjórn á henni með fyrrgreindum afleiðingum.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu snöggreiddist konan, sem er á fimmtugsaldri, vegna þess að bílstjórinn gleymdi að hleypa henni út.
Talið er að fall rútunnar hafi verið 50 metrar en eins og áður segir fórust þrettán í slysinu. Tveggja er enn saknað, að því er fram kemur í frétt á vef BBC.
Hér að neðan má sjá upptöku úr öryggismyndavélum sem fanga aðdraganda slyssins. Rétt er að vara lesendur við efni myndbandsins.
Chongqing bus plunge: A fight between a passenger and the driver caused the bus to lose control and plunge into the Yangtze River, killing 15 people on board, according to a local police investigation. Video retrieved from the black box shows the last moment of the doomed bus. pic.twitter.com/hwsAjauMfL
— People's Daily,China (@PDChina) November 2, 2018