Stjarna fæddist í San Francisco Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2018 09:28 Mullens á ferðinni í nótt. vísir/getty Leikstjórnandinn Nick Mullens varð stjarna í nótt er hann fór á kostum í liði San Francisco 49ers sem valtaði yfir Oakland Raiders, 34-3. Mullens fékk óvænt tækifærið í nótt þar sem CJ Beathard var meiddur. Mullens er þriðji leikstjórnandi 49ers en aðalleikstjórnandinn, Jimmy Garoppolo, meiddist snemma í vetur. Mullens var ekki valinn í nýliðavalinu 2017 en fékk samning hjá 49ers. Hann komst þó aldrei í hópinn á síðustu leiktíð. Hann var loksins tekinn í hópinn er Garoppolo meiddist og fékk svo tækifærið í nótt. Fyrsta sóknin hans í NFL-deildinni var geggjuð. Sex heppnaðar sendingar í röð fyrir 76 jördum og snertimarki. Mullens endaði á því að klára 16 af 22 sendingum fyrir 262 jördum, þrem snertimörkum og engum töpuðum bolta. Hann var með leikstjórnandaeinkunn upp á 151,9 sem er það besta síðan 1970 hjá leikstjórnanda í fyrsta leik sem kastar að lágmarki 20 sinnum. Hann er líka fyrsti leikstjórnandinn í sögu 49ers sem kastar fyrir þremur snertimörkum í fyrsta leik. Þetta var ævintýrakvöld hjá Mullens sem bætti við sig 15 þúsund fylgjendum á Twitter meðan á leik stóð og varð einnig „verified“. Hann var líklega hissa er hann kíkti í símann eftir leik. Eftir leikinn var hann tekinn í sjónvarpsviðtal og þá kom á línuna goðsögnin Brett Favre en hann var í sama skóla og Mullens.Fellow @SouthernMissFB alum @BrettFavre calls @NickMullens after his incredible debut. Awesome moment for the young QB. #GoNiners#OAKvsSFpic.twitter.com/goPBIErYs7 — NFL (@NFL) November 2, 2018 Þetta var aðeins annar sigur Niners í vetur en Raiders er enn aðeins með einn sigur og allt í tómu tjóni hjá félaginu. Jon Gruden tók við sem þjálfari fyrir tímabilið en ekkert hefur gengið upp hjá honum.Hér má sjá öll helstu tilþrif leiksins. NFL Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Leikstjórnandinn Nick Mullens varð stjarna í nótt er hann fór á kostum í liði San Francisco 49ers sem valtaði yfir Oakland Raiders, 34-3. Mullens fékk óvænt tækifærið í nótt þar sem CJ Beathard var meiddur. Mullens er þriðji leikstjórnandi 49ers en aðalleikstjórnandinn, Jimmy Garoppolo, meiddist snemma í vetur. Mullens var ekki valinn í nýliðavalinu 2017 en fékk samning hjá 49ers. Hann komst þó aldrei í hópinn á síðustu leiktíð. Hann var loksins tekinn í hópinn er Garoppolo meiddist og fékk svo tækifærið í nótt. Fyrsta sóknin hans í NFL-deildinni var geggjuð. Sex heppnaðar sendingar í röð fyrir 76 jördum og snertimarki. Mullens endaði á því að klára 16 af 22 sendingum fyrir 262 jördum, þrem snertimörkum og engum töpuðum bolta. Hann var með leikstjórnandaeinkunn upp á 151,9 sem er það besta síðan 1970 hjá leikstjórnanda í fyrsta leik sem kastar að lágmarki 20 sinnum. Hann er líka fyrsti leikstjórnandinn í sögu 49ers sem kastar fyrir þremur snertimörkum í fyrsta leik. Þetta var ævintýrakvöld hjá Mullens sem bætti við sig 15 þúsund fylgjendum á Twitter meðan á leik stóð og varð einnig „verified“. Hann var líklega hissa er hann kíkti í símann eftir leik. Eftir leikinn var hann tekinn í sjónvarpsviðtal og þá kom á línuna goðsögnin Brett Favre en hann var í sama skóla og Mullens.Fellow @SouthernMissFB alum @BrettFavre calls @NickMullens after his incredible debut. Awesome moment for the young QB. #GoNiners#OAKvsSFpic.twitter.com/goPBIErYs7 — NFL (@NFL) November 2, 2018 Þetta var aðeins annar sigur Niners í vetur en Raiders er enn aðeins með einn sigur og allt í tómu tjóni hjá félaginu. Jon Gruden tók við sem þjálfari fyrir tímabilið en ekkert hefur gengið upp hjá honum.Hér má sjá öll helstu tilþrif leiksins.
NFL Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira