Til skoðunar að fargjöld í strætó verði hluti af skólagjöldum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. nóvember 2018 19:11 Hægt væri að draga verulega úr umferð á álagstímum á höfuðborgarsvæðinu ef aðgangur að almenningssamgöngum yrðu hluti af skólagöldum nemenda. Sérfræðingar segja að gæði almenningssamgangna skipti sköpum í vali almennings á þjónustunni. Gæði almenningssamgangna skipta miklu í ákvörðun notenda um notkun þeirra. Þetta er meðal þess sem kom frá á Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin var í Hörpu í dag. Þó nokkur ár séu þar til borgarlína verði að veruleika þurfa yfirvöld þangað til að forgangsraða verkefnum til þess að efla almenningssamgöngur. Umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist gífurlega á síðustu misserum og því er spáð að hún muni aukast um allt að 3% fram að áramótum. Sérfræðingar telja að ef gæði almenningssamgangna myndu aukast væri hægt að sporna við þessari fjölgun verulega. Frá Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar í Hörpu í dagVísir/Einar Samgönguverkfræðingar hjá Eflu verkfræðistofu hafa unnið rannsókn á því hvaða þættir hafa meiri áhrif en aðrir til þess að auka þátttöku fólk að nýta almenningssamgöngur og var þá horft til núverandi kerfis sem hægt væri að betur um bæta. „Aukin tíðni og styttri ferðatími séu þættir sem að skipta miklu máli og þetta talar svo lítið við hugmyndir um borgarlínu þar sem hugmyndin er að hafa strætó í forgangi, sem er markmiðið með því kerfi,“ segir Daði Baldur Ottósson, samgönguverkfræðingur hjá Eflu. Aðrir þættir sem skiptu máli og komu fram í rannsókninni voru ódýrari fargjöld og gæði skiptinga á milli tveggja leiða. Ferðavenjur ökumanna hafa verið sérfræðingum ofarlega í huga og er umferðin um höfuðborgarsvæðið er gríðarlega þung og tímafrek á álagstímum.Daði Baldur Ottósson, samgöngurverkfræðingur hjá EfluVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Ferðatími með strætó er einfaldlega allt að tvöfalt lengri á álagstímum og svo lengi sem ferðatíminn er lengri með strætó þá færðu kannski ekki fólk til þess að breyta ferðavenjum,“ segir Daði. Í dag býður strætó nemendum sem eru 18 ára og eldri afslátt af fargjöldum í gegnum svo kölluð nema- eða árskort. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur það verið til skoðunar hjá yfirvöldum að aðgangur að almenningssamgöngum verði jafnvel hluti af skólagjöldum. Með því væri hægt að draga úr umferð á álagstímum verulega, eins og sjá má þegar skólar á framhaldskóla- og háskólastigi eru í fríi. Svanhildur Jónsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá VSÓVísir/Jóhann K. Jóhannsson Er hægt að breyhta hugarfari Íslendinga? „Það hefur allavega gert í öðrum borgum en þrátt fyrir veðurfar að þá sýna dæmin það að þegar gæðin eru til staðar og valkosturinn er í boði þá hefur það gerst þannig að ég hef fulla trú á því,“ segir Svanhildur Jónsson, samgönguverkfræðingur hjá VSÓ. Samgöngur Strætó Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Hægt væri að draga verulega úr umferð á álagstímum á höfuðborgarsvæðinu ef aðgangur að almenningssamgöngum yrðu hluti af skólagöldum nemenda. Sérfræðingar segja að gæði almenningssamgangna skipti sköpum í vali almennings á þjónustunni. Gæði almenningssamgangna skipta miklu í ákvörðun notenda um notkun þeirra. Þetta er meðal þess sem kom frá á Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin var í Hörpu í dag. Þó nokkur ár séu þar til borgarlína verði að veruleika þurfa yfirvöld þangað til að forgangsraða verkefnum til þess að efla almenningssamgöngur. Umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist gífurlega á síðustu misserum og því er spáð að hún muni aukast um allt að 3% fram að áramótum. Sérfræðingar telja að ef gæði almenningssamgangna myndu aukast væri hægt að sporna við þessari fjölgun verulega. Frá Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar í Hörpu í dagVísir/Einar Samgönguverkfræðingar hjá Eflu verkfræðistofu hafa unnið rannsókn á því hvaða þættir hafa meiri áhrif en aðrir til þess að auka þátttöku fólk að nýta almenningssamgöngur og var þá horft til núverandi kerfis sem hægt væri að betur um bæta. „Aukin tíðni og styttri ferðatími séu þættir sem að skipta miklu máli og þetta talar svo lítið við hugmyndir um borgarlínu þar sem hugmyndin er að hafa strætó í forgangi, sem er markmiðið með því kerfi,“ segir Daði Baldur Ottósson, samgönguverkfræðingur hjá Eflu. Aðrir þættir sem skiptu máli og komu fram í rannsókninni voru ódýrari fargjöld og gæði skiptinga á milli tveggja leiða. Ferðavenjur ökumanna hafa verið sérfræðingum ofarlega í huga og er umferðin um höfuðborgarsvæðið er gríðarlega þung og tímafrek á álagstímum.Daði Baldur Ottósson, samgöngurverkfræðingur hjá EfluVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Ferðatími með strætó er einfaldlega allt að tvöfalt lengri á álagstímum og svo lengi sem ferðatíminn er lengri með strætó þá færðu kannski ekki fólk til þess að breyta ferðavenjum,“ segir Daði. Í dag býður strætó nemendum sem eru 18 ára og eldri afslátt af fargjöldum í gegnum svo kölluð nema- eða árskort. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur það verið til skoðunar hjá yfirvöldum að aðgangur að almenningssamgöngum verði jafnvel hluti af skólagjöldum. Með því væri hægt að draga úr umferð á álagstímum verulega, eins og sjá má þegar skólar á framhaldskóla- og háskólastigi eru í fríi. Svanhildur Jónsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá VSÓVísir/Jóhann K. Jóhannsson Er hægt að breyhta hugarfari Íslendinga? „Það hefur allavega gert í öðrum borgum en þrátt fyrir veðurfar að þá sýna dæmin það að þegar gæðin eru til staðar og valkosturinn er í boði þá hefur það gerst þannig að ég hef fulla trú á því,“ segir Svanhildur Jónsson, samgönguverkfræðingur hjá VSÓ.
Samgöngur Strætó Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira