Til skoðunar að fargjöld í strætó verði hluti af skólagjöldum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. nóvember 2018 19:11 Hægt væri að draga verulega úr umferð á álagstímum á höfuðborgarsvæðinu ef aðgangur að almenningssamgöngum yrðu hluti af skólagöldum nemenda. Sérfræðingar segja að gæði almenningssamgangna skipti sköpum í vali almennings á þjónustunni. Gæði almenningssamgangna skipta miklu í ákvörðun notenda um notkun þeirra. Þetta er meðal þess sem kom frá á Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin var í Hörpu í dag. Þó nokkur ár séu þar til borgarlína verði að veruleika þurfa yfirvöld þangað til að forgangsraða verkefnum til þess að efla almenningssamgöngur. Umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist gífurlega á síðustu misserum og því er spáð að hún muni aukast um allt að 3% fram að áramótum. Sérfræðingar telja að ef gæði almenningssamgangna myndu aukast væri hægt að sporna við þessari fjölgun verulega. Frá Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar í Hörpu í dagVísir/Einar Samgönguverkfræðingar hjá Eflu verkfræðistofu hafa unnið rannsókn á því hvaða þættir hafa meiri áhrif en aðrir til þess að auka þátttöku fólk að nýta almenningssamgöngur og var þá horft til núverandi kerfis sem hægt væri að betur um bæta. „Aukin tíðni og styttri ferðatími séu þættir sem að skipta miklu máli og þetta talar svo lítið við hugmyndir um borgarlínu þar sem hugmyndin er að hafa strætó í forgangi, sem er markmiðið með því kerfi,“ segir Daði Baldur Ottósson, samgönguverkfræðingur hjá Eflu. Aðrir þættir sem skiptu máli og komu fram í rannsókninni voru ódýrari fargjöld og gæði skiptinga á milli tveggja leiða. Ferðavenjur ökumanna hafa verið sérfræðingum ofarlega í huga og er umferðin um höfuðborgarsvæðið er gríðarlega þung og tímafrek á álagstímum.Daði Baldur Ottósson, samgöngurverkfræðingur hjá EfluVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Ferðatími með strætó er einfaldlega allt að tvöfalt lengri á álagstímum og svo lengi sem ferðatíminn er lengri með strætó þá færðu kannski ekki fólk til þess að breyta ferðavenjum,“ segir Daði. Í dag býður strætó nemendum sem eru 18 ára og eldri afslátt af fargjöldum í gegnum svo kölluð nema- eða árskort. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur það verið til skoðunar hjá yfirvöldum að aðgangur að almenningssamgöngum verði jafnvel hluti af skólagjöldum. Með því væri hægt að draga úr umferð á álagstímum verulega, eins og sjá má þegar skólar á framhaldskóla- og háskólastigi eru í fríi. Svanhildur Jónsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá VSÓVísir/Jóhann K. Jóhannsson Er hægt að breyhta hugarfari Íslendinga? „Það hefur allavega gert í öðrum borgum en þrátt fyrir veðurfar að þá sýna dæmin það að þegar gæðin eru til staðar og valkosturinn er í boði þá hefur það gerst þannig að ég hef fulla trú á því,“ segir Svanhildur Jónsson, samgönguverkfræðingur hjá VSÓ. Samgöngur Strætó Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Hægt væri að draga verulega úr umferð á álagstímum á höfuðborgarsvæðinu ef aðgangur að almenningssamgöngum yrðu hluti af skólagöldum nemenda. Sérfræðingar segja að gæði almenningssamgangna skipti sköpum í vali almennings á þjónustunni. Gæði almenningssamgangna skipta miklu í ákvörðun notenda um notkun þeirra. Þetta er meðal þess sem kom frá á Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin var í Hörpu í dag. Þó nokkur ár séu þar til borgarlína verði að veruleika þurfa yfirvöld þangað til að forgangsraða verkefnum til þess að efla almenningssamgöngur. Umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist gífurlega á síðustu misserum og því er spáð að hún muni aukast um allt að 3% fram að áramótum. Sérfræðingar telja að ef gæði almenningssamgangna myndu aukast væri hægt að sporna við þessari fjölgun verulega. Frá Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar í Hörpu í dagVísir/Einar Samgönguverkfræðingar hjá Eflu verkfræðistofu hafa unnið rannsókn á því hvaða þættir hafa meiri áhrif en aðrir til þess að auka þátttöku fólk að nýta almenningssamgöngur og var þá horft til núverandi kerfis sem hægt væri að betur um bæta. „Aukin tíðni og styttri ferðatími séu þættir sem að skipta miklu máli og þetta talar svo lítið við hugmyndir um borgarlínu þar sem hugmyndin er að hafa strætó í forgangi, sem er markmiðið með því kerfi,“ segir Daði Baldur Ottósson, samgönguverkfræðingur hjá Eflu. Aðrir þættir sem skiptu máli og komu fram í rannsókninni voru ódýrari fargjöld og gæði skiptinga á milli tveggja leiða. Ferðavenjur ökumanna hafa verið sérfræðingum ofarlega í huga og er umferðin um höfuðborgarsvæðið er gríðarlega þung og tímafrek á álagstímum.Daði Baldur Ottósson, samgöngurverkfræðingur hjá EfluVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Ferðatími með strætó er einfaldlega allt að tvöfalt lengri á álagstímum og svo lengi sem ferðatíminn er lengri með strætó þá færðu kannski ekki fólk til þess að breyta ferðavenjum,“ segir Daði. Í dag býður strætó nemendum sem eru 18 ára og eldri afslátt af fargjöldum í gegnum svo kölluð nema- eða árskort. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur það verið til skoðunar hjá yfirvöldum að aðgangur að almenningssamgöngum verði jafnvel hluti af skólagjöldum. Með því væri hægt að draga úr umferð á álagstímum verulega, eins og sjá má þegar skólar á framhaldskóla- og háskólastigi eru í fríi. Svanhildur Jónsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá VSÓVísir/Jóhann K. Jóhannsson Er hægt að breyhta hugarfari Íslendinga? „Það hefur allavega gert í öðrum borgum en þrátt fyrir veðurfar að þá sýna dæmin það að þegar gæðin eru til staðar og valkosturinn er í boði þá hefur það gerst þannig að ég hef fulla trú á því,“ segir Svanhildur Jónsson, samgönguverkfræðingur hjá VSÓ.
Samgöngur Strætó Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira