Sveitarfélög standast ekki lög um fjölda leikskólakennara Sveinn Arnarson skrifar 3. nóvember 2018 07:45 Fjögur sveitarfélög hafa enga menntaða starfsmenn í sínum leikskólum. Fréttablaðið/Anton Aðeins eitt sveitarfélag uppfyllir lög um ráðningu kennara á leikskólum innan síns sveitarfélags. Að meðaltali er 31 prósent kennara á leikskólum landsins með menntun sem leikskólakennarar. Formaður Félags leikskólakennara segir mikilvægt að gera starfið aðlaðandi, bæta vinnuaðstöðu og vinnutíma starfsmanna og hækka laun þeirra. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands frá árinu 2017 voru aðeins 30,9 prósent starfsmanna við uppeldis- og menntunarstörf í leikskólum landsins með próf sem leikskólakennarar. Oddviti Miðflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, Sigurður Þ. Ragnarsson, gerði skort á leikskólakennurum í Hafnarfirði að umtalsefni í vikunni og sagði það blekkingu að halda úti faglegu skólastarfi með svo fáa leikskólakennara innan vébanda bæjarins. Bæjaryfirvöld sendu í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem þau töldu ummæli Sigurðar og umfjöllun hans ósanngjarna.Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennaraHaraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir mikilvægt að fjölga leikskólakennurum um allt land. „Sveitarfélög hafa verið að taka yngri börn og við náum ekki nægilegri nýliðun til að fjölga leikskólakennurum,“ segir Haraldur. „Verkefnið er gífurlegt til að uppfylla lágmarkskröfur laganna. Við þurfum að hafa launin samkeppnishæf við aðra sérfræðinga. Við þurfum að bæta starfsskilyrði kennara með því að bæta við undirbúningstímum og stilla starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum varðandi starf og vinnutíma.“ Í lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda, sem eru frá árinu 2008, er kveðið á um að að minnsta kosti tvö af hverjum þremur stöðugildum við kennslu, umönnun og uppeldi séu mönnuð einstaklingum með m leikskólakennarapróf. Sveitarfélagið sem uppfyllir þetta skilyrði laganna er Hörgársveit í Eyjafirði en 77 prósent starfsmanna á leikskólanum í sveitarfélaginu eru með próf í leikskólakennarafræðum. Fjögur sveitarfélög hér á landi hafa enga menntaða starfsmenn í fræðunum á sínum leikskóla. Það eru Eyja- og Miklaholtshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Breiðdalshreppur og Mýrdalshreppur. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Hörgársveit Mýrdalshreppur Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Sjá meira
Aðeins eitt sveitarfélag uppfyllir lög um ráðningu kennara á leikskólum innan síns sveitarfélags. Að meðaltali er 31 prósent kennara á leikskólum landsins með menntun sem leikskólakennarar. Formaður Félags leikskólakennara segir mikilvægt að gera starfið aðlaðandi, bæta vinnuaðstöðu og vinnutíma starfsmanna og hækka laun þeirra. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands frá árinu 2017 voru aðeins 30,9 prósent starfsmanna við uppeldis- og menntunarstörf í leikskólum landsins með próf sem leikskólakennarar. Oddviti Miðflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, Sigurður Þ. Ragnarsson, gerði skort á leikskólakennurum í Hafnarfirði að umtalsefni í vikunni og sagði það blekkingu að halda úti faglegu skólastarfi með svo fáa leikskólakennara innan vébanda bæjarins. Bæjaryfirvöld sendu í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem þau töldu ummæli Sigurðar og umfjöllun hans ósanngjarna.Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennaraHaraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir mikilvægt að fjölga leikskólakennurum um allt land. „Sveitarfélög hafa verið að taka yngri börn og við náum ekki nægilegri nýliðun til að fjölga leikskólakennurum,“ segir Haraldur. „Verkefnið er gífurlegt til að uppfylla lágmarkskröfur laganna. Við þurfum að hafa launin samkeppnishæf við aðra sérfræðinga. Við þurfum að bæta starfsskilyrði kennara með því að bæta við undirbúningstímum og stilla starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum varðandi starf og vinnutíma.“ Í lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda, sem eru frá árinu 2008, er kveðið á um að að minnsta kosti tvö af hverjum þremur stöðugildum við kennslu, umönnun og uppeldi séu mönnuð einstaklingum með m leikskólakennarapróf. Sveitarfélagið sem uppfyllir þetta skilyrði laganna er Hörgársveit í Eyjafirði en 77 prósent starfsmanna á leikskólanum í sveitarfélaginu eru með próf í leikskólakennarafræðum. Fjögur sveitarfélög hér á landi hafa enga menntaða starfsmenn í fræðunum á sínum leikskóla. Það eru Eyja- og Miklaholtshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Breiðdalshreppur og Mýrdalshreppur.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Hörgársveit Mýrdalshreppur Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Sjá meira