Daniel Cormier fór létt með Derrick Lewis Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. nóvember 2018 06:00 Daniel Cormier tekur Derrick Lewis niður. Vísir/Getty Daniel Cormier varði þungavigtartitilinn sinn með sigri á Derrick Lewis í nótt. Cormier var ekki í miklum vandræðum með Lewis og kláraði bardagann með hengingu í 2. lotu. UFC 230 fór fram í nótt í Madison Square Garden í New York. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Daniel Cormier og Derrick Lewis en þetta var fyrsta titilvörn Cormier í þungavigt UFC. Daniel Cormier gerði nákvæmlega það sem hann átti að gera gegn hinum höggþunga Derrick Lewis. Cormier náði snemma fellu í 1. lotu og átti Lewis í erfiðleikum með að komast upp. Cormier stjórnaði ferðinni allan tímann í 1. lotu. Það sama var upp á teningnum í 2. lotu en Lewis reyndi að lenda sínum þungu höggum í meistarann en Cormier varðist höggunum. Cormier fór fljótlega aftur í felluna og kom Lewis niður í gólfið. Þegar Lewis reyndi að standa upp komst Cormier á bakið á honum og læsti hengingunni. Lewis neyddist því til að tappa út eftir 2:14 í 2. lotu og fyrsta titilvörn Cormier í þungavigt UFC staðreynd. Áður en Cormier vann þungavigtartitilinn í sumar var hann ríkjandi meistari í léttþungavigt. Cormier hefur ekki barist í léttþungavigt síðan í janúar og verður sviptur titlinum þegar þeir Jon Jones og Alexander Gustafsson mætast í lok desember. Nú bíður Cormier væntanlega bardagi gegn Brock Lesnar á næsta ári en Cormier ætlar að hætta þegar hann verður fertugur í mars á næsta ári. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins sáum við Ronaldo ‘Jacare’ Souza klára Chris Weidman með tæknilegu rothöggi í 3. lotu. Weidman var á góðri leið með að vinna bardagann þó jafn hafi verið en í 3. lotu smellhitti Jacare með góðu höggi og kláraði Weidman. Jacare vildi stoppa bardagann fyrr en dómarinn var heldur seinn að stöðva bardagann. Þetta var fjórða tap Weidman í síðustu fimm bardögum. Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan | Hlakka til að sjá Gunna svæfa Oliveira Í nýjasta UFC-þætti Vísis, Fimmtu lotunni, er farið yfir mál Gunnars Nelson, Conor McGregor og svo spáð í leikmannaskiptin er Ben Askren kom í UFC í stað Demetrious Johnson. 2. nóvember 2018 12:00 Fær lífstíðarbirgðir af Popeyes ef hann vinnur Cormier Það er mikið undir hjá þungavigtarkappanum Derrick Lewis er hann mætir UFC-meistaranum Daniel Cormier í bardaga um helgina. 1. nóvember 2018 21:00 Óvænt skyndibitastríð setur mark sitt á þungavigtartitilinn UFC 230 fer fram í Madison Square Garden í nótt. Þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier freistar þess að verja titilinn sinn í fyrsta sinn þegar hann tekst á við Derrick Lewis. 3. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Daniel Cormier varði þungavigtartitilinn sinn með sigri á Derrick Lewis í nótt. Cormier var ekki í miklum vandræðum með Lewis og kláraði bardagann með hengingu í 2. lotu. UFC 230 fór fram í nótt í Madison Square Garden í New York. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Daniel Cormier og Derrick Lewis en þetta var fyrsta titilvörn Cormier í þungavigt UFC. Daniel Cormier gerði nákvæmlega það sem hann átti að gera gegn hinum höggþunga Derrick Lewis. Cormier náði snemma fellu í 1. lotu og átti Lewis í erfiðleikum með að komast upp. Cormier stjórnaði ferðinni allan tímann í 1. lotu. Það sama var upp á teningnum í 2. lotu en Lewis reyndi að lenda sínum þungu höggum í meistarann en Cormier varðist höggunum. Cormier fór fljótlega aftur í felluna og kom Lewis niður í gólfið. Þegar Lewis reyndi að standa upp komst Cormier á bakið á honum og læsti hengingunni. Lewis neyddist því til að tappa út eftir 2:14 í 2. lotu og fyrsta titilvörn Cormier í þungavigt UFC staðreynd. Áður en Cormier vann þungavigtartitilinn í sumar var hann ríkjandi meistari í léttþungavigt. Cormier hefur ekki barist í léttþungavigt síðan í janúar og verður sviptur titlinum þegar þeir Jon Jones og Alexander Gustafsson mætast í lok desember. Nú bíður Cormier væntanlega bardagi gegn Brock Lesnar á næsta ári en Cormier ætlar að hætta þegar hann verður fertugur í mars á næsta ári. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins sáum við Ronaldo ‘Jacare’ Souza klára Chris Weidman með tæknilegu rothöggi í 3. lotu. Weidman var á góðri leið með að vinna bardagann þó jafn hafi verið en í 3. lotu smellhitti Jacare með góðu höggi og kláraði Weidman. Jacare vildi stoppa bardagann fyrr en dómarinn var heldur seinn að stöðva bardagann. Þetta var fjórða tap Weidman í síðustu fimm bardögum. Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan | Hlakka til að sjá Gunna svæfa Oliveira Í nýjasta UFC-þætti Vísis, Fimmtu lotunni, er farið yfir mál Gunnars Nelson, Conor McGregor og svo spáð í leikmannaskiptin er Ben Askren kom í UFC í stað Demetrious Johnson. 2. nóvember 2018 12:00 Fær lífstíðarbirgðir af Popeyes ef hann vinnur Cormier Það er mikið undir hjá þungavigtarkappanum Derrick Lewis er hann mætir UFC-meistaranum Daniel Cormier í bardaga um helgina. 1. nóvember 2018 21:00 Óvænt skyndibitastríð setur mark sitt á þungavigtartitilinn UFC 230 fer fram í Madison Square Garden í nótt. Þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier freistar þess að verja titilinn sinn í fyrsta sinn þegar hann tekst á við Derrick Lewis. 3. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Fimmta lotan | Hlakka til að sjá Gunna svæfa Oliveira Í nýjasta UFC-þætti Vísis, Fimmtu lotunni, er farið yfir mál Gunnars Nelson, Conor McGregor og svo spáð í leikmannaskiptin er Ben Askren kom í UFC í stað Demetrious Johnson. 2. nóvember 2018 12:00
Fær lífstíðarbirgðir af Popeyes ef hann vinnur Cormier Það er mikið undir hjá þungavigtarkappanum Derrick Lewis er hann mætir UFC-meistaranum Daniel Cormier í bardaga um helgina. 1. nóvember 2018 21:00
Óvænt skyndibitastríð setur mark sitt á þungavigtartitilinn UFC 230 fer fram í Madison Square Garden í nótt. Þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier freistar þess að verja titilinn sinn í fyrsta sinn þegar hann tekst á við Derrick Lewis. 3. nóvember 2018 08:00
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum