Körfubolti

Flautuþristur Oladipo batt enda á sigurgöngu Boston

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Oladipo var frábær fyrir Pacers
Oladipo var frábær fyrir Pacers vísir/getty
Victor Oladipo tryggði Indiana Pacers sigur á Boston Celtics með þriggja stiga körfu á loka sekúndum leiks liðanna í NBA deildinni í körfubolta í nótt.

Þegar 3,4 sekúndur voru eftir af leiknum var Boston yfir 101-99. Oladipo fór í þriggja stiga skotið og það lá í netinu. Gestirnir náðu ekki að svara og sigurinn heimamanna.

Leikurinn var mjög jafn nærri allan tímann og skiptust liðin 18 sinnum á forystunni.

Boston, sem komst í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í vor, hafði unnið síðustu fjóra leiki sína áður en kom að leiknum í nótt.





Í Portland sá LeBron James um að tryggja gestunum í Los Angeles Lakers langþráðan sigur gegn Trail Blazers.

James, sem kom til Lakers í sumar, skoraði 28 stig og gaf 7 stoðsendingar í 114-110 sigrinum. Fyrir þennan leik hafði Lakers ekki unnið gegn Portland í 16 leikjum.

Damian Lillard og CJ McCollum skoruðu 30 stig hvor fyrir Portland.





Úrslit næturinnar

Philadelphia 76ers - Detroit Pistons 109-99

Charlotte Hornets - Cleveland Cavaliers 126-94

Indiana Pacers - Boston Celtics 102-101

Atlanta Hawks - Miami Heat 123-118

Chicago Bulls - Houston Rockets 88-96

San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 109-95

Denver Nuggets - Utah Jazz 103-88

Portland Trail Blazers - Los Angeles Lakers 110-114

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×