Franska þjóðfylkingin stærri en flokkur forsetans Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2018 10:53 Franska þjóðfylkingin Front National, með Marine Le Pen í broddi fylkingar, mælist nú í fyrsta sinn með meira fylgi en "En Marche“ flokkur Emmanuels Macron, forseta Frakklands. Kosið verður til Evrópuþings í maí á næsta ári. Getty/ Antonio Masiello Franska þjóðfylkingin Front National, með Marine Le Pen í broddi fylkingar, mælist nú í fyrsta sinn með meira fylgi en „En Marche“ flokkur Emmanuels Macron, forseta Frakklands. Kosið verður til Evrópuþings í maí á næsta ári. Þjóðfylkingin, hægri þjóðernisflokkur, hefur að undanförnu sótt í sig veðrið og mælist nú með 21% atkvæða í skoðanakönnun ifob sem birtist í dag. Í síðustu mælingum var flokkurinn með 17% atkvæða. Le Pen stendur fyrir harðari innflytjendastefnu og þá er hún andvíg veru Frakklands í Evrópusambandinu. Flokkur Frakklandsforseta, sem er frjálslyndur miðjuflokkur, missir eitt prósentustig á milli mælinga og í skoðanakönnuninni sem birt var í dag mælist En Marche með 19% atkvæða. Samanlagt mælast hægri flokkar sem vilja að Frakkar yfirgefi Evrópusambandið með 30% atkvæða að því er fréttastofa Reuters greinir frá.Stuðningur við Frakklandsforseta fer dvínandi samkvæmt skoðanakönnunum.Vísir/APSkoðanakönnunin var keyrð út dagana 30-31 október og var hún lögð fyrir tæplega 1.000 Frakka. Í könnuninni voru landsmenn spurðir hvað þeir myndu kjósa ef kosið yrði til Evrópuþings í dag.Togstreita einangrunarsinna og alþjóðasinna Stuðningur við Frakklandsforseta hefur farið ört dvínandi en á kjörtímabilinu hafa komið upp hneykslismál sem tengjast fyrrverandi öryggisverði hans og þá hafa tveir ráðherrar í ríkisstjórn Macrons sagt fyrirvaralaust af sér. Þá hefur Macron verið harðlega gagnrýndur fyrir efnahagsstefnu sína sem margir af kjósendum hans telja að sé aðeins til góða fyrir hina ríku og fyrirtækin í landinu. Útlit er fyrir að Evrópuþingskosningarnar eigi eftir að snúast að miklu leyti um annars vegar einangrunarhyggju og hins vegar alþjóðahyggju. Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Ekkert gengur hjá Macron Óvinsældir Emmanuels Macron, forseta Frakklands, aukast enn þrátt fyrir uppstokkun í ráðuneyti hans í því skyni að auka fylgið. 2. nóvember 2018 08:30 Umhverfisráðherra Frakklands hættir vegna athafnaleysis í loftslagsmálum Ráðherrann sagði af sér í miðju útvarpsviðtali. Sakaði hann Macron forseta um að taka of lítil skref í loftslags- og öðrum umhverfismálum. 28. ágúst 2018 13:45 Vinsældir Macron ekki minni frá því að hann var kjörinn Aðeins rúm 36% Frakka eru ánægð með frammistöðu forsetans ef marka má nýjar skoðanakannanir. 31. júlí 2018 21:32 Tjáir sig í fyrsta sinn um ofbeldi öryggisvarðar Macron sagði að honum sjálfum væri um að kenna og sagðist hann ætla að svara fyrir málið. 25. júlí 2018 15:56 Stuðningur við Macron fer dvínandi Stuðningur við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fer ört dvínandi en í skoðanakönnun Ifop sem gerð var að beiðni franska dagblaðsins Le Journal du Dimanche kemur fram að aðeins 29% voru ánægðir með störf forsetans af þeim sem spurðir voru. 23. september 2018 10:10 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Franska þjóðfylkingin Front National, með Marine Le Pen í broddi fylkingar, mælist nú í fyrsta sinn með meira fylgi en „En Marche“ flokkur Emmanuels Macron, forseta Frakklands. Kosið verður til Evrópuþings í maí á næsta ári. Þjóðfylkingin, hægri þjóðernisflokkur, hefur að undanförnu sótt í sig veðrið og mælist nú með 21% atkvæða í skoðanakönnun ifob sem birtist í dag. Í síðustu mælingum var flokkurinn með 17% atkvæða. Le Pen stendur fyrir harðari innflytjendastefnu og þá er hún andvíg veru Frakklands í Evrópusambandinu. Flokkur Frakklandsforseta, sem er frjálslyndur miðjuflokkur, missir eitt prósentustig á milli mælinga og í skoðanakönnuninni sem birt var í dag mælist En Marche með 19% atkvæða. Samanlagt mælast hægri flokkar sem vilja að Frakkar yfirgefi Evrópusambandið með 30% atkvæða að því er fréttastofa Reuters greinir frá.Stuðningur við Frakklandsforseta fer dvínandi samkvæmt skoðanakönnunum.Vísir/APSkoðanakönnunin var keyrð út dagana 30-31 október og var hún lögð fyrir tæplega 1.000 Frakka. Í könnuninni voru landsmenn spurðir hvað þeir myndu kjósa ef kosið yrði til Evrópuþings í dag.Togstreita einangrunarsinna og alþjóðasinna Stuðningur við Frakklandsforseta hefur farið ört dvínandi en á kjörtímabilinu hafa komið upp hneykslismál sem tengjast fyrrverandi öryggisverði hans og þá hafa tveir ráðherrar í ríkisstjórn Macrons sagt fyrirvaralaust af sér. Þá hefur Macron verið harðlega gagnrýndur fyrir efnahagsstefnu sína sem margir af kjósendum hans telja að sé aðeins til góða fyrir hina ríku og fyrirtækin í landinu. Útlit er fyrir að Evrópuþingskosningarnar eigi eftir að snúast að miklu leyti um annars vegar einangrunarhyggju og hins vegar alþjóðahyggju.
Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Ekkert gengur hjá Macron Óvinsældir Emmanuels Macron, forseta Frakklands, aukast enn þrátt fyrir uppstokkun í ráðuneyti hans í því skyni að auka fylgið. 2. nóvember 2018 08:30 Umhverfisráðherra Frakklands hættir vegna athafnaleysis í loftslagsmálum Ráðherrann sagði af sér í miðju útvarpsviðtali. Sakaði hann Macron forseta um að taka of lítil skref í loftslags- og öðrum umhverfismálum. 28. ágúst 2018 13:45 Vinsældir Macron ekki minni frá því að hann var kjörinn Aðeins rúm 36% Frakka eru ánægð með frammistöðu forsetans ef marka má nýjar skoðanakannanir. 31. júlí 2018 21:32 Tjáir sig í fyrsta sinn um ofbeldi öryggisvarðar Macron sagði að honum sjálfum væri um að kenna og sagðist hann ætla að svara fyrir málið. 25. júlí 2018 15:56 Stuðningur við Macron fer dvínandi Stuðningur við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fer ört dvínandi en í skoðanakönnun Ifop sem gerð var að beiðni franska dagblaðsins Le Journal du Dimanche kemur fram að aðeins 29% voru ánægðir með störf forsetans af þeim sem spurðir voru. 23. september 2018 10:10 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Ekkert gengur hjá Macron Óvinsældir Emmanuels Macron, forseta Frakklands, aukast enn þrátt fyrir uppstokkun í ráðuneyti hans í því skyni að auka fylgið. 2. nóvember 2018 08:30
Umhverfisráðherra Frakklands hættir vegna athafnaleysis í loftslagsmálum Ráðherrann sagði af sér í miðju útvarpsviðtali. Sakaði hann Macron forseta um að taka of lítil skref í loftslags- og öðrum umhverfismálum. 28. ágúst 2018 13:45
Vinsældir Macron ekki minni frá því að hann var kjörinn Aðeins rúm 36% Frakka eru ánægð með frammistöðu forsetans ef marka má nýjar skoðanakannanir. 31. júlí 2018 21:32
Tjáir sig í fyrsta sinn um ofbeldi öryggisvarðar Macron sagði að honum sjálfum væri um að kenna og sagðist hann ætla að svara fyrir málið. 25. júlí 2018 15:56
Stuðningur við Macron fer dvínandi Stuðningur við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fer ört dvínandi en í skoðanakönnun Ifop sem gerð var að beiðni franska dagblaðsins Le Journal du Dimanche kemur fram að aðeins 29% voru ánægðir með störf forsetans af þeim sem spurðir voru. 23. september 2018 10:10