Lögmaður konu sem var sýknuð af guðlasti flýr land Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2018 07:53 Pakistanskir íslamistar vilja enn láta hengja Bibi. Vísir/EPA Óttast er um öryggi Asiu Bibi, pakistanskrar konu sem var sýknuð af ákæru um guðlast eftir að hafa upphaflega verið dæmd til dauða. Lögmaður hennar er nú sagður hafa flúið land af ótta um líf sitt. Sýkna Bibi hefur leitt til blóðugra mótmæla í Pakistan. Bibi var í átta ár á dauðadeild áður en hæstiréttur landsins sýknaði hana í síðustu viku. Bibi er kristin og hún var sökuð um að hafa lastað Múhammeð spámann múslima. Mál hennar hefur vakið mikla athygli innan og utan Pakistans.CNN-fréttastöðin hefur eftir samstarfsmanni Saiful Malook, lögmanns Bibi, að hann hafi flúið til Evrópu til að forða lífi sínu. Ashiq Masih, eiginmaður Bibi, hefur grátbeðið vestræn ríki eins og Bretland, Bandaríkin eða Kanada um að veita henni hæli. Hann óttast um líf Bibi í fangelsi. Fjölskylda hennar sé jafnframt í felum. Ríkisstjórn Pakistans samdi við Tehreek-e-Labbaik, flokk íslamsta, sem hefur leitt mótmæli gegn sýknu Bibi í síðustu viku. Gegn því að mótmælunum yrði hætt féllu stjórnvöld á að láta setja Bibi í farbann og að setja sig ekki upp á móti tillögu um endurskoðun á sýknunni. Masih segir að honum hafi runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hann frétti af samkomulaginu. „Fjölskylda mín er óttaslegin, ættingjar mínir eru óttaslegnir og vinir mínir eru líka óttaslegnir,“ segir hann. Asía Kanada Pakistan Tengdar fréttir Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í Pakistan Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. 31. október 2018 12:41 Konan sem var sýknuð af guðlasti gæti verið sett í farbann Til að binda enda á mótmæli íslamista ætla pakistönsk stjórnvöld að setja konu sem var sýknuð af ákæru um guðlast í farbann og mótmæla ekki endurskoðun á sýknudómi hennar. Hún átti yfir höfði sér dauðadóm. 2. nóvember 2018 23:44 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Óttast er um öryggi Asiu Bibi, pakistanskrar konu sem var sýknuð af ákæru um guðlast eftir að hafa upphaflega verið dæmd til dauða. Lögmaður hennar er nú sagður hafa flúið land af ótta um líf sitt. Sýkna Bibi hefur leitt til blóðugra mótmæla í Pakistan. Bibi var í átta ár á dauðadeild áður en hæstiréttur landsins sýknaði hana í síðustu viku. Bibi er kristin og hún var sökuð um að hafa lastað Múhammeð spámann múslima. Mál hennar hefur vakið mikla athygli innan og utan Pakistans.CNN-fréttastöðin hefur eftir samstarfsmanni Saiful Malook, lögmanns Bibi, að hann hafi flúið til Evrópu til að forða lífi sínu. Ashiq Masih, eiginmaður Bibi, hefur grátbeðið vestræn ríki eins og Bretland, Bandaríkin eða Kanada um að veita henni hæli. Hann óttast um líf Bibi í fangelsi. Fjölskylda hennar sé jafnframt í felum. Ríkisstjórn Pakistans samdi við Tehreek-e-Labbaik, flokk íslamsta, sem hefur leitt mótmæli gegn sýknu Bibi í síðustu viku. Gegn því að mótmælunum yrði hætt féllu stjórnvöld á að láta setja Bibi í farbann og að setja sig ekki upp á móti tillögu um endurskoðun á sýknunni. Masih segir að honum hafi runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hann frétti af samkomulaginu. „Fjölskylda mín er óttaslegin, ættingjar mínir eru óttaslegnir og vinir mínir eru líka óttaslegnir,“ segir hann.
Asía Kanada Pakistan Tengdar fréttir Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í Pakistan Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. 31. október 2018 12:41 Konan sem var sýknuð af guðlasti gæti verið sett í farbann Til að binda enda á mótmæli íslamista ætla pakistönsk stjórnvöld að setja konu sem var sýknuð af ákæru um guðlast í farbann og mótmæla ekki endurskoðun á sýknudómi hennar. Hún átti yfir höfði sér dauðadóm. 2. nóvember 2018 23:44 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í Pakistan Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. 31. október 2018 12:41
Konan sem var sýknuð af guðlasti gæti verið sett í farbann Til að binda enda á mótmæli íslamista ætla pakistönsk stjórnvöld að setja konu sem var sýknuð af ákæru um guðlast í farbann og mótmæla ekki endurskoðun á sýknudómi hennar. Hún átti yfir höfði sér dauðadóm. 2. nóvember 2018 23:44