Sádar segjast ætla að ákæra vegna morðsins á Khashoggi Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2018 09:10 Khashoggi var í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum. Hann hafði gagnrýnt stjórnvöld í heimalandinu. Vísir/EPA Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa sagt mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að þau séu að rannsaka morðið á Jamal Khashoggi og ætli sér að ákæra morðingja hans. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun október. Forseti mannréttindanefndar Sádi-Arabíu sagði mannréttindaráðinu að Salman konungur hefði skipað ríkissaksóknara landsins að rannsaka málið og gefa út ákærur, að því er segir í frétt Reuters. Stjórnvöld í Ríad hafa orðið margsaga um örlög Khashoggi á ræðisskrifstofunni. Fyrst eftir að hans var saknað héldu þau því fram að hann hefði yfirgefið skrifstofuna. Síðar viðurkenndu þau að hann væri látinn en það hefði gerst óvart í átökum við menn sem honum sinnaðist við. Tyrknesk stjórnvöld hafa sagst hafa sannanir fyrir því að hópur manna hafi verið sendur frá Sádi-Arabíu til Istanbúl daginn sem Khashoggi var myrtur. Hópurinn hafi pyntað og myrt Khashoggi og jafnvel bútað lík hans niður. Nokkrir í hópnum eru sagðir hafa náin tengsl við Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu. Nú síðast hafa komið fram ásakanir um að lík blaðamannsins hafi verið leyst upp í sýru. Lík Khashoggi hefur ekki fundist og Sádar hafa engar skýringar getað gefið á hvað varð um það. Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. 2. nóvember 2018 21:44 Unnustan krefst réttlætis fyrir Khashoggi „Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. 3. nóvember 2018 09:00 Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið "leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa sagt mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að þau séu að rannsaka morðið á Jamal Khashoggi og ætli sér að ákæra morðingja hans. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun október. Forseti mannréttindanefndar Sádi-Arabíu sagði mannréttindaráðinu að Salman konungur hefði skipað ríkissaksóknara landsins að rannsaka málið og gefa út ákærur, að því er segir í frétt Reuters. Stjórnvöld í Ríad hafa orðið margsaga um örlög Khashoggi á ræðisskrifstofunni. Fyrst eftir að hans var saknað héldu þau því fram að hann hefði yfirgefið skrifstofuna. Síðar viðurkenndu þau að hann væri látinn en það hefði gerst óvart í átökum við menn sem honum sinnaðist við. Tyrknesk stjórnvöld hafa sagst hafa sannanir fyrir því að hópur manna hafi verið sendur frá Sádi-Arabíu til Istanbúl daginn sem Khashoggi var myrtur. Hópurinn hafi pyntað og myrt Khashoggi og jafnvel bútað lík hans niður. Nokkrir í hópnum eru sagðir hafa náin tengsl við Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu. Nú síðast hafa komið fram ásakanir um að lík blaðamannsins hafi verið leyst upp í sýru. Lík Khashoggi hefur ekki fundist og Sádar hafa engar skýringar getað gefið á hvað varð um það.
Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. 2. nóvember 2018 21:44 Unnustan krefst réttlætis fyrir Khashoggi „Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. 3. nóvember 2018 09:00 Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið "leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. 2. nóvember 2018 21:44
Unnustan krefst réttlætis fyrir Khashoggi „Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. 3. nóvember 2018 09:00
Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37
Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið "leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38