Byggði upp traust og misnotaði hana síðan Stefán Árni Pálsson skrifar 5. nóvember 2018 11:30 Alexandra Rós Jankovic sagði sögu sína í gærkvöldi í þættinum Fósturbörn. Alexandra Rós Jankovic var erfiður unglingur og fáir réðu við hana. Að lokum var hún tekin af heimilinu. Í síðasta þætti af Fósturbörnum fengu áhorfendur Stöðvar 2 að heyra áhugaverða og erfiða sögu Alexöndru. Alexandra flakkaði á milli heimila í æsku, var misnotuð af starfsmanni Barnaverndar og byrjaði að nota fíkniefni. Aðeins 12 ára reyndi hún sjálfsvíg. Hún var að lokum send í meðferð og þaðan á Árbót í Aðaldal. Það kynntist hún eldri manni sem vann traust hennar og í kjölfarið fór hann að misnota Alexöndru kynferðislega. „Út frá því er besta vinkonan mín rekin þaðan út af því að við gerðum bara allt brjálað þarna. Út frá því byrjaði þessi starfsmaður, sem var alltaf til staðar fyrir mig, að misnota mig,“ segir Alexandra sem var þarna 15 ára og hann um fertugt.Fannst ekkert rangt vera í gangi „Á þessum tíma fannst mér hann ekki vera að misnota mig, mér fannst í rauninni ekkert rangt vera í gangi, en samt var einhver tilfinning innra með mér sen var að gera út af við mig. Þarna byrjuðu hegðunarvandamál mín að margfaldast. Ég er bara fimmtán ára gamalt barn þarna og ekki með þroska til að takast á við þessar aðstæður,“ segir Alexandra sem fór undir lok sumarsins í fóstur. Meðferðarheimilið Árbót í Aðaldal.„Það besta sem henti mig var að fara þangað. Þetta var bara svona venjuleg fjölskylda. Fósturpabbi minn var lögga og þjálfaði fíkniefnahunda sem gerði mig stressaða og ég þorði ekki að gera neitt. Þarna fann ég virðingu sem var borin fyrir mér. Ég gekk í fjölbrautarskólann og fann metnað minn í námi og allt í einu var ég farin að brillera í skólanum og búin að eignast fullt af vinum og lífið orðið mjög gott, þangað til að eina stelpa sem var á Árbót hafði samband við mig,“ segir Alexandra en sú stelpa sagði við hana að hún yrði að losna frá þessum stað. „Á þessum tíma er ég í mjög miklu sambandi við manninn frá Árbót og talaði alltaf við hann á Facebook og í síma og við héldum sambandi. Í einu símtalinu segir hún mér að hann hafi reynt að misnota hana eða gert eitthvað við hana. Ég held að í fyrsta skipti þarna hafi ég áttað mig á því að þetta væri rangt og að það sem ég lenti í hafi verið rangt.“ Á þessum tíma er Alexandra í sálfræðiviðtölum í Barnahúsi. „Ég ákvað að segja henni frá þessu. Hún ákveður að gefa mér viku til þess að segja frá þessu, annars myndi hún þurfa að tilkynna þetta. Þar sem ég bar mjög mikið traust til fósturforeldra minna og þau voru búin að reynast mér mjög vel, þá ákvað ég að tala við þau. Út frá því varð einhver smá sprenging og það gerðist allt mjög hratt. Ég var komin í skýrslutöku daginn eftir inni Barnahús, meðferðarheimilinu var strax lokað og krakkarnir teknir og allt í einu fór að byggjast upp málaferli sem ég var ekki undirbúin fyrir. Hann var svo dæmdur.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær. Fósturbörn Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira
Alexandra Rós Jankovic var erfiður unglingur og fáir réðu við hana. Að lokum var hún tekin af heimilinu. Í síðasta þætti af Fósturbörnum fengu áhorfendur Stöðvar 2 að heyra áhugaverða og erfiða sögu Alexöndru. Alexandra flakkaði á milli heimila í æsku, var misnotuð af starfsmanni Barnaverndar og byrjaði að nota fíkniefni. Aðeins 12 ára reyndi hún sjálfsvíg. Hún var að lokum send í meðferð og þaðan á Árbót í Aðaldal. Það kynntist hún eldri manni sem vann traust hennar og í kjölfarið fór hann að misnota Alexöndru kynferðislega. „Út frá því er besta vinkonan mín rekin þaðan út af því að við gerðum bara allt brjálað þarna. Út frá því byrjaði þessi starfsmaður, sem var alltaf til staðar fyrir mig, að misnota mig,“ segir Alexandra sem var þarna 15 ára og hann um fertugt.Fannst ekkert rangt vera í gangi „Á þessum tíma fannst mér hann ekki vera að misnota mig, mér fannst í rauninni ekkert rangt vera í gangi, en samt var einhver tilfinning innra með mér sen var að gera út af við mig. Þarna byrjuðu hegðunarvandamál mín að margfaldast. Ég er bara fimmtán ára gamalt barn þarna og ekki með þroska til að takast á við þessar aðstæður,“ segir Alexandra sem fór undir lok sumarsins í fóstur. Meðferðarheimilið Árbót í Aðaldal.„Það besta sem henti mig var að fara þangað. Þetta var bara svona venjuleg fjölskylda. Fósturpabbi minn var lögga og þjálfaði fíkniefnahunda sem gerði mig stressaða og ég þorði ekki að gera neitt. Þarna fann ég virðingu sem var borin fyrir mér. Ég gekk í fjölbrautarskólann og fann metnað minn í námi og allt í einu var ég farin að brillera í skólanum og búin að eignast fullt af vinum og lífið orðið mjög gott, þangað til að eina stelpa sem var á Árbót hafði samband við mig,“ segir Alexandra en sú stelpa sagði við hana að hún yrði að losna frá þessum stað. „Á þessum tíma er ég í mjög miklu sambandi við manninn frá Árbót og talaði alltaf við hann á Facebook og í síma og við héldum sambandi. Í einu símtalinu segir hún mér að hann hafi reynt að misnota hana eða gert eitthvað við hana. Ég held að í fyrsta skipti þarna hafi ég áttað mig á því að þetta væri rangt og að það sem ég lenti í hafi verið rangt.“ Á þessum tíma er Alexandra í sálfræðiviðtölum í Barnahúsi. „Ég ákvað að segja henni frá þessu. Hún ákveður að gefa mér viku til þess að segja frá þessu, annars myndi hún þurfa að tilkynna þetta. Þar sem ég bar mjög mikið traust til fósturforeldra minna og þau voru búin að reynast mér mjög vel, þá ákvað ég að tala við þau. Út frá því varð einhver smá sprenging og það gerðist allt mjög hratt. Ég var komin í skýrslutöku daginn eftir inni Barnahús, meðferðarheimilinu var strax lokað og krakkarnir teknir og allt í einu fór að byggjast upp málaferli sem ég var ekki undirbúin fyrir. Hann var svo dæmdur.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær.
Fósturbörn Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira