Veiðiþjófar höggva andlit og loppur af ljónum sem þeir eitra fyrir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 11:15 Ljónið Culu sem býr í Limpopo-þjóðgarðinum. Everatt óttast að hann verði veiðiþjófunum að bráð áður en langt um líður. Greater Limpopo Carnivore Programme Þjóðgarðsverðir og dýraverndunarsinnar reyna nú allt hvað þeir geta til þess að berjast gegn veiðiþjófum sem herja á ljón víða um Afríku. Veiðiþjófarnir drepa ljónin með því að eitra fyrir þeim. Þeir höggva síðan andlitið og loppurnar af dýrunum og koma svo helst tönnum ljónanna og klóm í verð.Lesendur eru varaðir við ljósmynd sem birtist síðar í fréttinni þar sem hún gæti vakið óhug. Síðan árið 2015 hafa níu ljón verið drepin á svæðinu við Machampane-ána í Mósambík en þjóðgarðsverðir í Limpopo-þjóðgarðinum fylgjast vel með dýrunum sem þar lifa og þar á meðal ljónunum. Það er hins vegar erfitt að eiga við veiðiþjófana sem svífast einskis til þess að komast yfir dýrin. „Veiðiþjófnaður getur orðið ótrúlega skaðlegur fyrir villt ljón í Afríku,“ segir Kris Everatt, dýraverndunarsinni, sem hefur látið sig málið varða. Hann segir þjófnaðinn mikla áskorun en ljónum hefur fækkað það mikið á undanförnum árum að þau eru nú orðin færri en fílar. „Þetta gerðist mjög hratt hér í Mósambík og þetta gæti líka gerst mjög hratt annars staðar í Afríku,“ segir Everatt en tilkynningar um veiðiþjófnað á ljónum hafa þannig borist frá Simbabve, Suður-Afríku, Tansaníu og Úganda. „Það gæti farið svo að eini staðurinn í Afríku þar sem verða villt ljón verði Kruger-þjóðgarðurinn.“Óhugnanleg mynd sem sýnir hvernig veiðiþjófarnir ganga til verks þegar þeir hafa drepið ljónin.Greater Limpopo Carnivore ProgrammeAuðveldara að veiða ljónin Veiðiþjófnaður á ljónum veldur sérstökum áhyggjum því mun auðveldara er að veiða ljón heldur en fíla eða nashyrninga. Ljón nærast meðal annars á hræjum svo það eina sem veiðiþjófarnir þurfa að gera er að veiða antilópu í gildru, fylla hana af eitri og bíða eftir að ljónið komi, éti hana og drepist svo vegna eitursins. Tíminn vinnur ekki með ljónunum í Limpopo-þjóðgarðinum. Á aðeins fimm árum hefur þeim fækkað úr 66 í 21 en Everatt segir að allt upp í 200 ljón ættu að geta þrifist á svæðinu. Fækkunin frá árinu 2014 er svo mikil að Everatt telur að veiðiþjófar hafi byrjað að herja á dýrin þá. Ekki er vitað hverjir keyra áfram eftirspurnina eftir ljónstönnum- og klóm. Tennur og klær hafa þó fundist í farmi skipa á leið til Austur-Asíu en fílabein og nashyrningshorn hafa einnig fundist í farminum. Þá er einnig markaður fyrir líkamshlutana í suðurhluta Afríku þar sem þeir eru notaðir í galdra.Nánar má lesa um málið á vef Guardian. Afríka Dýr Mósambík Simbabve Tansanía Úganda Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Þjóðgarðsverðir og dýraverndunarsinnar reyna nú allt hvað þeir geta til þess að berjast gegn veiðiþjófum sem herja á ljón víða um Afríku. Veiðiþjófarnir drepa ljónin með því að eitra fyrir þeim. Þeir höggva síðan andlitið og loppurnar af dýrunum og koma svo helst tönnum ljónanna og klóm í verð.Lesendur eru varaðir við ljósmynd sem birtist síðar í fréttinni þar sem hún gæti vakið óhug. Síðan árið 2015 hafa níu ljón verið drepin á svæðinu við Machampane-ána í Mósambík en þjóðgarðsverðir í Limpopo-þjóðgarðinum fylgjast vel með dýrunum sem þar lifa og þar á meðal ljónunum. Það er hins vegar erfitt að eiga við veiðiþjófana sem svífast einskis til þess að komast yfir dýrin. „Veiðiþjófnaður getur orðið ótrúlega skaðlegur fyrir villt ljón í Afríku,“ segir Kris Everatt, dýraverndunarsinni, sem hefur látið sig málið varða. Hann segir þjófnaðinn mikla áskorun en ljónum hefur fækkað það mikið á undanförnum árum að þau eru nú orðin færri en fílar. „Þetta gerðist mjög hratt hér í Mósambík og þetta gæti líka gerst mjög hratt annars staðar í Afríku,“ segir Everatt en tilkynningar um veiðiþjófnað á ljónum hafa þannig borist frá Simbabve, Suður-Afríku, Tansaníu og Úganda. „Það gæti farið svo að eini staðurinn í Afríku þar sem verða villt ljón verði Kruger-þjóðgarðurinn.“Óhugnanleg mynd sem sýnir hvernig veiðiþjófarnir ganga til verks þegar þeir hafa drepið ljónin.Greater Limpopo Carnivore ProgrammeAuðveldara að veiða ljónin Veiðiþjófnaður á ljónum veldur sérstökum áhyggjum því mun auðveldara er að veiða ljón heldur en fíla eða nashyrninga. Ljón nærast meðal annars á hræjum svo það eina sem veiðiþjófarnir þurfa að gera er að veiða antilópu í gildru, fylla hana af eitri og bíða eftir að ljónið komi, éti hana og drepist svo vegna eitursins. Tíminn vinnur ekki með ljónunum í Limpopo-þjóðgarðinum. Á aðeins fimm árum hefur þeim fækkað úr 66 í 21 en Everatt segir að allt upp í 200 ljón ættu að geta þrifist á svæðinu. Fækkunin frá árinu 2014 er svo mikil að Everatt telur að veiðiþjófar hafi byrjað að herja á dýrin þá. Ekki er vitað hverjir keyra áfram eftirspurnina eftir ljónstönnum- og klóm. Tennur og klær hafa þó fundist í farmi skipa á leið til Austur-Asíu en fílabein og nashyrningshorn hafa einnig fundist í farminum. Þá er einnig markaður fyrir líkamshlutana í suðurhluta Afríku þar sem þeir eru notaðir í galdra.Nánar má lesa um málið á vef Guardian.
Afríka Dýr Mósambík Simbabve Tansanía Úganda Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira