Repúblikanar hræddir og Demókratar stressaðir Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2018 15:15 Kosningarnar snúast í rauninni um Donald Trump. AP/Mark Humphrey Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telja Donald Trump, forseta, hafa rænt kosningunum sem fram fara á morgun og vilja að hann dragi úr áróðri sínum varðandi innflytjendur. Þess í stað vilja þær að forsetinn einbeiti sér að góðri stöðu efnahags Bandaríkjanna. Paul Ryan, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeildinni ræddi við forsetann í síma í gær og bað hann um breyta máli sínu. Trump var hins vegar ekki á þeim skónum, samkvæmt Politico, og stærði sig af því að áhersla hans á innflytjendur stappaði stálinu í kjarnastuðningsmenn Repúblikanaflokksins.Kannanir gefa í skyn að Demókratar munu taka völdin í fulltrúadeildinni og óttast Repúblikanar að Trump sé að gera illt verra. Þrátt fyrir að þeir hafi að fyrstu tekið vel í orð forsetans. Orðræða Trump hefur hins vegar tekið umræðuna yfir og kaffært fréttir um gott ástand efnahagsins. „Trump er búinn að ræna kosningunum,“ sagði einn viðmælandi Politico, sem er aðstoðarmaður þingmanns Repúblikanaflokksins. „Þetta er ekki það sem við bjuggumst við því að síðustu vikur kosningabaráttunnar myndu snúast um.“Sjá einnig: Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í BandaríkjunumÞó kjarni Repúblikanaflokksins sé ánægður með Trump óttast þingmenn að forsetinn hafi farið fram úr sjálfum sér. Kjósendur í úthverfum Bandaríkjanna, sem eru hvað líklegastir til að flakka á milli flokka, hafa ekki tekið vel í orðræðu forsetans og hafa fjarlægst Repúblikanaflokkinn í aðdraganda kosninganna.Deilur meðal þingmanna Um þetta hefur verið deilt innan flokksins á þessu ári. Þingmenn öldungadeildarinnar hafa fagnað málflutningi Trump þar sem umdæmi þeirra eru allt önnur en stakra þingmanna í fulltrúadeildinni, sem reiða sig á úthverfin. Til marks um mismunandi skilaboð frá Repúblikanaflokknum hafa Paul Ryan og félagar hans á fulltrúadeildinni verið að ræða efnahag Bandaríkjanna en á sama tíma hefur Trump meðal annars verið að gefa í skyn að hermenn ættu að skjóta fólk sem kastar steinum. „Skilaboð hans munu kosta okkur sæti,“ sagði annar heimildarmaður Politico innan Repúblikanaflokksins. „Fólkið sem við þurfti til að vinna þessi kjördæmi sem munu ráða meirihlutanum, eru ekki kjarni stuðningsmanna Trump. Þetta eru konur í úthverfum, eða fólk sem kaus Hillary Clinton eða fólk sem eru ekki harðir stuðningsmenn Trump.Þó útlitið sé tiltölulega gott hjá Demókrötum eru þeir þó mjög stressaðir. Útlitið þótti nefnilega líka gott í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þá kom Trump mörgum á óvart með sigri sínum. Sagan er þó með Demókrötum í liði, ef svo má að orði komast, því flokkur forseta Bandaríkjanna tapar yfirleitt töluverðu fylgi í fyrstu kosningum eftir forsetakosningar.AP fréttaveitan segir forsvarsmenn Demókrataflokksins líta á þessar kosningar sem nokkurs konar tilraun fyrir forsetakosningarnar 2020. Þar að auki eru ákveðin kynslóðaskipti að eiga sér stað innan flokksins. Fjölmargir nýir frambjóðendur unnu í prófkjörum Demókrataflokksins í aðdraganda kosninganna og góð frammistaða í kosningunum á morgun myndi hjálpa til við þau skipti.Þá sýna kannanir að menntaðar konur laðist að Demókrataflokknum sem aldrei fyrr. Kannanir gefa í skyn að meðal háskólamenntaðra kvenna njóta Demókratar stuðnings 61 prósents þeirra og Repúblikanar 33 prósenta.Sjá einnig: Konur fjarlægjast RepúblikanaflokkinnAftur á móti óttast Demókratar að nái þeir ekki góðum árangri í kosningunum, muni það draga verulega úr vilja fólks til að taka þátt í flokksstarfinu. Með því að ná fulltrúadeildinni geta Demókratar komið í veg fyrir umdeildar ætlanir Trump og sömuleiðis nota þingnefndir deildarinnar til að rannsaka mörg umdeild mál forsetans, bæði innan og utan embættis. Kosið verður um öll 435 sæti í fulltrúadeildinni og 35 í öldungadeildinni. Þar að auki verður kosið um embætti ríkisstjóra í á fjórða tug ríkja. Þrátt fyrir það snúast þessar kosningar að mestu leyti um það sama og kosningarnar 2016 snerust um. Það er, Donald Trump. Hann sjálfur hefur sagt að kosningarnar séu að miklu leyti þjóðaratkvæðagreiðsla um störf hans í Hvíta húsinu. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. 1. nóvember 2018 10:47 Útlit fyrir sigur Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. 5. nóvember 2018 07:30 Trump yngri birtir auglýsingu sem CNN neitaði að birta Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í dag auglýsingu á Twitter-síðu sinni sem hann segir CNN hafa neitað að birta. 3. nóvember 2018 18:11 Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30 Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telja Donald Trump, forseta, hafa rænt kosningunum sem fram fara á morgun og vilja að hann dragi úr áróðri sínum varðandi innflytjendur. Þess í stað vilja þær að forsetinn einbeiti sér að góðri stöðu efnahags Bandaríkjanna. Paul Ryan, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeildinni ræddi við forsetann í síma í gær og bað hann um breyta máli sínu. Trump var hins vegar ekki á þeim skónum, samkvæmt Politico, og stærði sig af því að áhersla hans á innflytjendur stappaði stálinu í kjarnastuðningsmenn Repúblikanaflokksins.Kannanir gefa í skyn að Demókratar munu taka völdin í fulltrúadeildinni og óttast Repúblikanar að Trump sé að gera illt verra. Þrátt fyrir að þeir hafi að fyrstu tekið vel í orð forsetans. Orðræða Trump hefur hins vegar tekið umræðuna yfir og kaffært fréttir um gott ástand efnahagsins. „Trump er búinn að ræna kosningunum,“ sagði einn viðmælandi Politico, sem er aðstoðarmaður þingmanns Repúblikanaflokksins. „Þetta er ekki það sem við bjuggumst við því að síðustu vikur kosningabaráttunnar myndu snúast um.“Sjá einnig: Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í BandaríkjunumÞó kjarni Repúblikanaflokksins sé ánægður með Trump óttast þingmenn að forsetinn hafi farið fram úr sjálfum sér. Kjósendur í úthverfum Bandaríkjanna, sem eru hvað líklegastir til að flakka á milli flokka, hafa ekki tekið vel í orðræðu forsetans og hafa fjarlægst Repúblikanaflokkinn í aðdraganda kosninganna.Deilur meðal þingmanna Um þetta hefur verið deilt innan flokksins á þessu ári. Þingmenn öldungadeildarinnar hafa fagnað málflutningi Trump þar sem umdæmi þeirra eru allt önnur en stakra þingmanna í fulltrúadeildinni, sem reiða sig á úthverfin. Til marks um mismunandi skilaboð frá Repúblikanaflokknum hafa Paul Ryan og félagar hans á fulltrúadeildinni verið að ræða efnahag Bandaríkjanna en á sama tíma hefur Trump meðal annars verið að gefa í skyn að hermenn ættu að skjóta fólk sem kastar steinum. „Skilaboð hans munu kosta okkur sæti,“ sagði annar heimildarmaður Politico innan Repúblikanaflokksins. „Fólkið sem við þurfti til að vinna þessi kjördæmi sem munu ráða meirihlutanum, eru ekki kjarni stuðningsmanna Trump. Þetta eru konur í úthverfum, eða fólk sem kaus Hillary Clinton eða fólk sem eru ekki harðir stuðningsmenn Trump.Þó útlitið sé tiltölulega gott hjá Demókrötum eru þeir þó mjög stressaðir. Útlitið þótti nefnilega líka gott í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þá kom Trump mörgum á óvart með sigri sínum. Sagan er þó með Demókrötum í liði, ef svo má að orði komast, því flokkur forseta Bandaríkjanna tapar yfirleitt töluverðu fylgi í fyrstu kosningum eftir forsetakosningar.AP fréttaveitan segir forsvarsmenn Demókrataflokksins líta á þessar kosningar sem nokkurs konar tilraun fyrir forsetakosningarnar 2020. Þar að auki eru ákveðin kynslóðaskipti að eiga sér stað innan flokksins. Fjölmargir nýir frambjóðendur unnu í prófkjörum Demókrataflokksins í aðdraganda kosninganna og góð frammistaða í kosningunum á morgun myndi hjálpa til við þau skipti.Þá sýna kannanir að menntaðar konur laðist að Demókrataflokknum sem aldrei fyrr. Kannanir gefa í skyn að meðal háskólamenntaðra kvenna njóta Demókratar stuðnings 61 prósents þeirra og Repúblikanar 33 prósenta.Sjá einnig: Konur fjarlægjast RepúblikanaflokkinnAftur á móti óttast Demókratar að nái þeir ekki góðum árangri í kosningunum, muni það draga verulega úr vilja fólks til að taka þátt í flokksstarfinu. Með því að ná fulltrúadeildinni geta Demókratar komið í veg fyrir umdeildar ætlanir Trump og sömuleiðis nota þingnefndir deildarinnar til að rannsaka mörg umdeild mál forsetans, bæði innan og utan embættis. Kosið verður um öll 435 sæti í fulltrúadeildinni og 35 í öldungadeildinni. Þar að auki verður kosið um embætti ríkisstjóra í á fjórða tug ríkja. Þrátt fyrir það snúast þessar kosningar að mestu leyti um það sama og kosningarnar 2016 snerust um. Það er, Donald Trump. Hann sjálfur hefur sagt að kosningarnar séu að miklu leyti þjóðaratkvæðagreiðsla um störf hans í Hvíta húsinu.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. 1. nóvember 2018 10:47 Útlit fyrir sigur Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. 5. nóvember 2018 07:30 Trump yngri birtir auglýsingu sem CNN neitaði að birta Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í dag auglýsingu á Twitter-síðu sinni sem hann segir CNN hafa neitað að birta. 3. nóvember 2018 18:11 Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30 Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. 1. nóvember 2018 10:47
Útlit fyrir sigur Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. 5. nóvember 2018 07:30
Trump yngri birtir auglýsingu sem CNN neitaði að birta Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í dag auglýsingu á Twitter-síðu sinni sem hann segir CNN hafa neitað að birta. 3. nóvember 2018 18:11
Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30
Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15