Hylltur sem hetja eftir að hafa ráðist að byssumanni með ryksugu og kústi Sylvía Hall skrifar 5. nóvember 2018 18:17 Joshua Quick var hetja margra á föstudag þegar hann réðst að byssumanninum. Skjáskot Tveir létust þegar byssumaður hóf skothríð í jógastöð í Tallahassee í Flórída á föstudag. Árásarmaðurinn, fertugur karlmaður að nafni Paul Beierle, svipti sig lífi eftir að hafa skotið sex manns. Maður að nafni Joshua Quick var þó bjargvættur margra þegar hann glímdi við árásarmanninn þegar skotvopnið virtist bilað. Hann greip ryksugu sem var í salnum og sló Beierle í höfuðið sem sló Quick til baka í andlitið með vopninu. Eftir höggið frá Beierle féll Quick í jörðina en spratt fljótlega á fætur. „Ég sótti það eina sem ég fann annað en ryksuguna sem var kústur og sló hann í höfuðið með honum,“ sagði Quick í samtali við Good Morning America.Yoga studio shooting hero shares his story: reveals how he confronted gunman in deadly attack: https://t.co/VCO5LgLT1j@ztkiesch has the story. pic.twitter.com/fiTbEiGvPO — Good Morning America (@GMA) 4 November 2018 Hugrekki sem bjargaði lífi margra Áflogin milli mannanna urðu til þess að margir náðu að flýja salinn og hafa margir þakkað Quick fyrir hugrekkið. Án hans væru þau ekki á lífi. Daniela Garcia Albalat, einn iðkendanna, var skotin í lærið í jógatímanum en náði að koma sér út þegar Quick réðst að árásarmanninum. Hún segir hann hafa bjargað lífi sínu þegar hún hélt fyrir víst að hún myndi deyja. Tvær konur, 21 árs og 61 árs, létust í árásinni og voru þær báðar iðkendur í tímanum á föstudag. Lögregluyfirvöld hafa ekki gefið út hvað þeir gruna að liggi að baki árásinni en margir hafa dregið þá ályktun frá Facebook-færslum árásarmannsins að kvenfyrirlitning hafi verið helsta ástæða hennar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hóf skothríð í jógastöð og myrti tvo Árásarmaðurinn hóf skothríð á iðkendur í jógastöð í höfuðborg Flórídaríkis í gærkvöldi. 3. nóvember 2018 10:46 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Tveir létust þegar byssumaður hóf skothríð í jógastöð í Tallahassee í Flórída á föstudag. Árásarmaðurinn, fertugur karlmaður að nafni Paul Beierle, svipti sig lífi eftir að hafa skotið sex manns. Maður að nafni Joshua Quick var þó bjargvættur margra þegar hann glímdi við árásarmanninn þegar skotvopnið virtist bilað. Hann greip ryksugu sem var í salnum og sló Beierle í höfuðið sem sló Quick til baka í andlitið með vopninu. Eftir höggið frá Beierle féll Quick í jörðina en spratt fljótlega á fætur. „Ég sótti það eina sem ég fann annað en ryksuguna sem var kústur og sló hann í höfuðið með honum,“ sagði Quick í samtali við Good Morning America.Yoga studio shooting hero shares his story: reveals how he confronted gunman in deadly attack: https://t.co/VCO5LgLT1j@ztkiesch has the story. pic.twitter.com/fiTbEiGvPO — Good Morning America (@GMA) 4 November 2018 Hugrekki sem bjargaði lífi margra Áflogin milli mannanna urðu til þess að margir náðu að flýja salinn og hafa margir þakkað Quick fyrir hugrekkið. Án hans væru þau ekki á lífi. Daniela Garcia Albalat, einn iðkendanna, var skotin í lærið í jógatímanum en náði að koma sér út þegar Quick réðst að árásarmanninum. Hún segir hann hafa bjargað lífi sínu þegar hún hélt fyrir víst að hún myndi deyja. Tvær konur, 21 árs og 61 árs, létust í árásinni og voru þær báðar iðkendur í tímanum á föstudag. Lögregluyfirvöld hafa ekki gefið út hvað þeir gruna að liggi að baki árásinni en margir hafa dregið þá ályktun frá Facebook-færslum árásarmannsins að kvenfyrirlitning hafi verið helsta ástæða hennar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hóf skothríð í jógastöð og myrti tvo Árásarmaðurinn hóf skothríð á iðkendur í jógastöð í höfuðborg Flórídaríkis í gærkvöldi. 3. nóvember 2018 10:46 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Hóf skothríð í jógastöð og myrti tvo Árásarmaðurinn hóf skothríð á iðkendur í jógastöð í höfuðborg Flórídaríkis í gærkvöldi. 3. nóvember 2018 10:46