Hver er réttur fósturs/barns? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 7. nóvember 2018 07:00 Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um þungunarrof eða breytingar á lögum um fóstureyðingar nr. 25/1975. Þessi lög hafa verið notuð með góðum árangri síðastliðin 40 ár. En umræðan er eldfim og vitað var að skoðanir fólks væru skiptar þegar kæmi að því að breyta þessum lögum. Vissulega hafa komið upp á síðustu árum nýjar greiningaraðferðir til að meta líkur á fósturgöllum og sónarskoðunum hefur fleygt fram. Í dag er öllum konum boðin hnakkaþykktarmæling og samþætt líkindamat á 11.-13. viku til að meta líkur á frávikum frá því sem er talið eðlilegt, m.a. þrístæða á litningi nr. 21 eða Down heilkenni. Langflestar verðandi mæður þiggja þessa skimun og ef auknar líkur eru til staðar er boðið upp á fylgjusýnatöku til að fá frekari greiningu. Ef staðfestur er fósturgalli eða breytileiki er fólki boðið upp á að enda meðgönguna. Við 20 vikur má svo greina fleiri galla eins og klofinn hrygg og þá stendur einnig til boða að fá að vita kyn barnsins. Hingað til hefur það verið í höndum nefndar að samþykkja þungunarrof þegar svona langt er liðið á meðgönguna og galli greinist. Það er ekki auðvelt fyrir foreldra að ákveða að enda meðgönguna vegna fósturgalla eða frávika og getur það valdið fólki verulegu hugarangri og vanlíðan síðar á lífsleiðinni. Það er því mikilvægt að vita að ráðgjöf og greining þessara frávika er í góðum höndum starfsfólks á fósturgreiningadeild LSH. Flestar fóstureyðingar skv. talnabrunni Landlæknis eru gerðar fyrir 12. viku. Árið 2017 voru framkvæmdar 1.044 fóstureyðingar á Íslandi. Nefndin samþykkti allar beiðnir þar sem meðgangan var komin lengra. Sorglegt er þó að sjá að töluverður hópur fer endurtekið í fóstureyðingu. Einnig er það umhugsunarvert að allt of margar konur nota ekki getnaðarvarnir við hæfi og nýta sér ekki neyðargetnaðarvörn sem nú má nálgast í lausasölu í næsta apóteki. Þarna mætti bæta um betur með því að gera getnaðarvarnir ókeypis fyrir yngstu aldurshópana og dreifa smokkum til ungs fólks. Í umræðum á vinnustað mínum um frumvarpið komu fram mörg sjónarmið, einn starfsfélagi orðaði það svo að það væri réttur hverrar konu árið 2018 að ákveða hversu mörg börn hún eignast, með hverjum og hvenær. Þá spyr ég á móti hver er réttur fósturs/barns sem er gengið rúman helming meðgöngunnar til lífs? Ef það á að verða geðþóttaákvörðun konunnar t.d. eftir sónar við 20. viku þar sem hægt er að vita kyn barnsins, að ljúka skuli meðgöngunni, erum við komin út á hálan ís. Marga sjúkdóma getum við ekki greint í móðurkviði í dag en það mun ekki líða langt þangað til það verður hægt. Samfélag okkar byggir á fjölbreytileika karla og kvenna. Fatlaðir eiga líka rétt á að lifa og fá umönnun við hæfi. Við Íslendingar þurfum ekki að hafa frjálslyndustu löggjöfina um fóstureyðingar. Nú er það svo að á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar eru öll líffærakerfi fóstursins að myndast. Eftir 12. viku er fóstrið einungis að stækka og dafna. Við sem störfum við fæðingarhjálp gerum allt til að bjarga lífi eftir 23. viku því þá er barnið orðið lífvænlegt. Ef fyrirburafæðing er yfirvofandi er allt gert til að stoppa hana og móðurinni gefnar sterasprautur til að auka lungnaþroska barnsins ef það skyldi nú fæðast fyrir tímann. Hér er því í raun spurning um örfáa daga milli þess að reyna að bjarga lífi og þess að deyða það. Nú er það þingmanna Alþingis að fjalla um frumvarp sem leyfir konum að taka þá ákvörðun að enda meðgönguna upp að viku 23. Hver er réttur fósturs/barns til lífs? Ég spyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um þungunarrof eða breytingar á lögum um fóstureyðingar nr. 25/1975. Þessi lög hafa verið notuð með góðum árangri síðastliðin 40 ár. En umræðan er eldfim og vitað var að skoðanir fólks væru skiptar þegar kæmi að því að breyta þessum lögum. Vissulega hafa komið upp á síðustu árum nýjar greiningaraðferðir til að meta líkur á fósturgöllum og sónarskoðunum hefur fleygt fram. Í dag er öllum konum boðin hnakkaþykktarmæling og samþætt líkindamat á 11.-13. viku til að meta líkur á frávikum frá því sem er talið eðlilegt, m.a. þrístæða á litningi nr. 21 eða Down heilkenni. Langflestar verðandi mæður þiggja þessa skimun og ef auknar líkur eru til staðar er boðið upp á fylgjusýnatöku til að fá frekari greiningu. Ef staðfestur er fósturgalli eða breytileiki er fólki boðið upp á að enda meðgönguna. Við 20 vikur má svo greina fleiri galla eins og klofinn hrygg og þá stendur einnig til boða að fá að vita kyn barnsins. Hingað til hefur það verið í höndum nefndar að samþykkja þungunarrof þegar svona langt er liðið á meðgönguna og galli greinist. Það er ekki auðvelt fyrir foreldra að ákveða að enda meðgönguna vegna fósturgalla eða frávika og getur það valdið fólki verulegu hugarangri og vanlíðan síðar á lífsleiðinni. Það er því mikilvægt að vita að ráðgjöf og greining þessara frávika er í góðum höndum starfsfólks á fósturgreiningadeild LSH. Flestar fóstureyðingar skv. talnabrunni Landlæknis eru gerðar fyrir 12. viku. Árið 2017 voru framkvæmdar 1.044 fóstureyðingar á Íslandi. Nefndin samþykkti allar beiðnir þar sem meðgangan var komin lengra. Sorglegt er þó að sjá að töluverður hópur fer endurtekið í fóstureyðingu. Einnig er það umhugsunarvert að allt of margar konur nota ekki getnaðarvarnir við hæfi og nýta sér ekki neyðargetnaðarvörn sem nú má nálgast í lausasölu í næsta apóteki. Þarna mætti bæta um betur með því að gera getnaðarvarnir ókeypis fyrir yngstu aldurshópana og dreifa smokkum til ungs fólks. Í umræðum á vinnustað mínum um frumvarpið komu fram mörg sjónarmið, einn starfsfélagi orðaði það svo að það væri réttur hverrar konu árið 2018 að ákveða hversu mörg börn hún eignast, með hverjum og hvenær. Þá spyr ég á móti hver er réttur fósturs/barns sem er gengið rúman helming meðgöngunnar til lífs? Ef það á að verða geðþóttaákvörðun konunnar t.d. eftir sónar við 20. viku þar sem hægt er að vita kyn barnsins, að ljúka skuli meðgöngunni, erum við komin út á hálan ís. Marga sjúkdóma getum við ekki greint í móðurkviði í dag en það mun ekki líða langt þangað til það verður hægt. Samfélag okkar byggir á fjölbreytileika karla og kvenna. Fatlaðir eiga líka rétt á að lifa og fá umönnun við hæfi. Við Íslendingar þurfum ekki að hafa frjálslyndustu löggjöfina um fóstureyðingar. Nú er það svo að á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar eru öll líffærakerfi fóstursins að myndast. Eftir 12. viku er fóstrið einungis að stækka og dafna. Við sem störfum við fæðingarhjálp gerum allt til að bjarga lífi eftir 23. viku því þá er barnið orðið lífvænlegt. Ef fyrirburafæðing er yfirvofandi er allt gert til að stoppa hana og móðurinni gefnar sterasprautur til að auka lungnaþroska barnsins ef það skyldi nú fæðast fyrir tímann. Hér er því í raun spurning um örfáa daga milli þess að reyna að bjarga lífi og þess að deyða það. Nú er það þingmanna Alþingis að fjalla um frumvarp sem leyfir konum að taka þá ákvörðun að enda meðgönguna upp að viku 23. Hver er réttur fósturs/barns til lífs? Ég spyr.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar