Safnarinn Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 07:15 Ég fékk tölvupóst frá skóla dóttur minnar um daginn. Erindið til foreldra 6 ára barna var vandræði vegna fótboltamynda og bangsa í skólastofunni og fullkomlega eðlileg ósk um að börnin skilji myndir af fótboltaköllunum eftir heima. Hugurinn flögraði strax af stað við að lesa um þetta nýmótaða safnarasamfélag í 6 ára bekk. Líf þeirra sem safnara er rétt að hefjast, hugsaði ég með mér, og mundi eftir Matchbox-bílunum sem ég safnaði einmitt 6 ára. Safn sem var nú kannski ekki síður safn pabba. Hans æskudraumur, en ágætis safn engu að síður. Mundi svo eftir því að hafa löturhægt safnað húsgögnum fyrir Lundby-dúkkuhús, en verðlagning húsgagna var að teknu tilliti til stærðar í anda Epal, 5 cm langur sófi á 5.000 kr. Heimilið byggðist hægt upp. Síðan komu glansmyndirnar, sem var fallega raðað í bók. Þær voru kannski eftir á að hyggja upptaktur fyrir glansmyndirnar á Facebook, þar sem við söfnum nú mörg minningum af því hvað kunningjar okkar borða í kvöldmat. Um tíma átti ég safn af litlum vínflöskum, miniature, sem raðað var í hillu. Safnið er fátæklegra í dag en flöskurnar stærri. Baileys lítil varð Baileys stór, enda þróast samfélag safnarans með aldrinum. Eftir hrun söfnuðum við vinkonurnar í frystinn. Í dag punktum fyrir ferðalög. Og ég á mér þann draum að safna kápum. Servíettur, veggspjöld af átrúnaðargoðum, sápur, fingurbjargir og pennar. Þetta eru ólíkir skólar safnarasamfélagsins sem allir miða þó að því að við tileinkum okkur þolgæði og hægfara íslenska eignamyndun. Kannski mun safnarasamfélagið í 6 ára bekk seinna reyna við þrautina um hina íslensku eignamyndun. Sem stendur snýst þó heimur þeirra um fótboltamyndir og bangsa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Ég fékk tölvupóst frá skóla dóttur minnar um daginn. Erindið til foreldra 6 ára barna var vandræði vegna fótboltamynda og bangsa í skólastofunni og fullkomlega eðlileg ósk um að börnin skilji myndir af fótboltaköllunum eftir heima. Hugurinn flögraði strax af stað við að lesa um þetta nýmótaða safnarasamfélag í 6 ára bekk. Líf þeirra sem safnara er rétt að hefjast, hugsaði ég með mér, og mundi eftir Matchbox-bílunum sem ég safnaði einmitt 6 ára. Safn sem var nú kannski ekki síður safn pabba. Hans æskudraumur, en ágætis safn engu að síður. Mundi svo eftir því að hafa löturhægt safnað húsgögnum fyrir Lundby-dúkkuhús, en verðlagning húsgagna var að teknu tilliti til stærðar í anda Epal, 5 cm langur sófi á 5.000 kr. Heimilið byggðist hægt upp. Síðan komu glansmyndirnar, sem var fallega raðað í bók. Þær voru kannski eftir á að hyggja upptaktur fyrir glansmyndirnar á Facebook, þar sem við söfnum nú mörg minningum af því hvað kunningjar okkar borða í kvöldmat. Um tíma átti ég safn af litlum vínflöskum, miniature, sem raðað var í hillu. Safnið er fátæklegra í dag en flöskurnar stærri. Baileys lítil varð Baileys stór, enda þróast samfélag safnarans með aldrinum. Eftir hrun söfnuðum við vinkonurnar í frystinn. Í dag punktum fyrir ferðalög. Og ég á mér þann draum að safna kápum. Servíettur, veggspjöld af átrúnaðargoðum, sápur, fingurbjargir og pennar. Þetta eru ólíkir skólar safnarasamfélagsins sem allir miða þó að því að við tileinkum okkur þolgæði og hægfara íslenska eignamyndun. Kannski mun safnarasamfélagið í 6 ára bekk seinna reyna við þrautina um hina íslensku eignamyndun. Sem stendur snýst þó heimur þeirra um fótboltamyndir og bangsa.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun