Handbolti

Karen frá næstu vikur vegna beinbrots

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Karen varð Íslandsmeistari með Fram í vor
Karen varð Íslandsmeistari með Fram í vor vísir/valli
Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram í Olísdeild kvenna og lykilmaður í íslenska landsliðinu, er með brotið bein í fæti og verður ekki með Íslandi í undankeppni HM.

Axel Stefánsson gaf út hópinn fyrir undankeppni HM í dag og var Karen ekki í hópnum. Axel staðfesti við RÚV að Karen væri meidd og yrði frá keppni í 4-6 vikur.

Karen fékk högg á fótinn í leik Fram og HK um miðjan október. Í gær kom í ljós að hún væri með brotið bein og yrði frá í 4-6 vikur.

Íslensla landsliðið spilar æfingaleiki í Noregi í lok nóvember og spilar svo leikina þrjá í riðli Íslands í undankeppni HM dagana 30. nóvember - 2. desember. Leikirnir fara fram í Makedóníu.


Tengdar fréttir

Axel klár með HM-hópinn

Axel Stefánsson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, valdi í dag leikmannahópinn sem tekur þátt í undankeppni HM í Skopje.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×