Vaxandi vandi Repúblikanaflokksins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. nóvember 2018 12:15 Frá kjörstað. vísir/getty Kosningarnanar í Bandaríkjunum, þar sem Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeild þingsins, Repúblikanar héldu öldungadeildinni og flokkarnir fengu báðir stóra ríkisstjórastóla, sýna að Repúblikanaflokkurinn á við lýðfræðilegan vanda að stríða. Repúblikanar töluðu sjálfir um þennan vanda á árunum sem liðu frá því Mitt Romney tapaði forsetakosningum gegn Obama 2012 og fram að sigri Donalds Trump árið 2016 að flokkurinn þyrfti að bregðast við fjölgun rómanskættaðra kjósenda. En það sem stóð einna helst upp úr á kosninganóttinni er að nú hafa Demókratar skapað sér sterka stöðu í úthverfum bandarískra borga. Demókratar unnu fulltrúadeildarsæti í úthverfum víða um land. Ekki bara í kjördæmum sem Repúblikanar höfðu áhyggjur af og vissu trúlega að myndu tapast heldur meira að segja náði flokkurinn að sigra óvænt í erfiðari kjördæmum.Eins og sjá má á meðfylgjandi töflum, sem byggðar eru á útgönguspám gerðum á þriðjudag, eru Repúblikanar bara með yfirhöndina í dreifbýli. Þaðan koma mun færri kjósendur en frá borgum og bilið fer breikkandi. Þá eru Repúblikanar einnig sterkir á meðal hvítra kjósenda. Þótt sigur Trumps hafi létt á áhyggjum Repúblikana af þróun bandarísks samfélags mega þeir ekki við því að hundsa vandann. Konur eru að fjarlægjast Repúblikana. Í umfjöllun Cook Political Report frá því í vor segir að konum sem aðhyllast Demókrata hafi fjölgað um fjögur prósentustig frá árinu 2015. Manntalsstofnun Bandaríkjanna birti greiningu á framtíðarhorfum í vor. Þar mátti sjá að miðað við þróun undanfarinna áratuga mun hlutfall hvítra af heildaríbúafjölda minnka úr 61,3 prósentum árið 2016 í 55,8 prósent árið 2030 og svo 44,3 prósent árið 2060. Rómönskum mun á móti fjölga úr 17,8 prósentum í 21,1 prósent árið 2030 og 27,5 prósent árið 2060. Svörtum Bandaríkjamönnum, asískættuðum og öðrum mun sömuleiðis fjölga. Þótt útgönguspár séu ófullkomnar er vert að hafa í huga að miðað við þær, og greiningu manntalsstofnunarinnar, virðist nauðsynlegt fyrir Repúblikana að aðlaga sig breyttum tímum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 „Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Sjá meira
Kosningarnanar í Bandaríkjunum, þar sem Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeild þingsins, Repúblikanar héldu öldungadeildinni og flokkarnir fengu báðir stóra ríkisstjórastóla, sýna að Repúblikanaflokkurinn á við lýðfræðilegan vanda að stríða. Repúblikanar töluðu sjálfir um þennan vanda á árunum sem liðu frá því Mitt Romney tapaði forsetakosningum gegn Obama 2012 og fram að sigri Donalds Trump árið 2016 að flokkurinn þyrfti að bregðast við fjölgun rómanskættaðra kjósenda. En það sem stóð einna helst upp úr á kosninganóttinni er að nú hafa Demókratar skapað sér sterka stöðu í úthverfum bandarískra borga. Demókratar unnu fulltrúadeildarsæti í úthverfum víða um land. Ekki bara í kjördæmum sem Repúblikanar höfðu áhyggjur af og vissu trúlega að myndu tapast heldur meira að segja náði flokkurinn að sigra óvænt í erfiðari kjördæmum.Eins og sjá má á meðfylgjandi töflum, sem byggðar eru á útgönguspám gerðum á þriðjudag, eru Repúblikanar bara með yfirhöndina í dreifbýli. Þaðan koma mun færri kjósendur en frá borgum og bilið fer breikkandi. Þá eru Repúblikanar einnig sterkir á meðal hvítra kjósenda. Þótt sigur Trumps hafi létt á áhyggjum Repúblikana af þróun bandarísks samfélags mega þeir ekki við því að hundsa vandann. Konur eru að fjarlægjast Repúblikana. Í umfjöllun Cook Political Report frá því í vor segir að konum sem aðhyllast Demókrata hafi fjölgað um fjögur prósentustig frá árinu 2015. Manntalsstofnun Bandaríkjanna birti greiningu á framtíðarhorfum í vor. Þar mátti sjá að miðað við þróun undanfarinna áratuga mun hlutfall hvítra af heildaríbúafjölda minnka úr 61,3 prósentum árið 2016 í 55,8 prósent árið 2030 og svo 44,3 prósent árið 2060. Rómönskum mun á móti fjölga úr 17,8 prósentum í 21,1 prósent árið 2030 og 27,5 prósent árið 2060. Svörtum Bandaríkjamönnum, asískættuðum og öðrum mun sömuleiðis fjölga. Þótt útgönguspár séu ófullkomnar er vert að hafa í huga að miðað við þær, og greiningu manntalsstofnunarinnar, virðist nauðsynlegt fyrir Repúblikana að aðlaga sig breyttum tímum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 „Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Sjá meira
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45
„Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00
Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36