Scholes gagnrýndi hegðun Mourinho: Svona er þetta hvert sem hann fer Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 08:00 Leonardo Bonucci var allt annað en sáttur með hegðun Jose Mourinho. Vísir/Getty Manchester United goðsögnin Paul Scholes var ekki ánægður með stælana sem Jose Mourinho bauð upp á eftir sigur Manchester United á Juventus í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Manchester United gerði þá mjög vel að koma til baka og vinna mikilvægan 2-1 endurkomusigur á útivelli en Mourinho gerði sitt í að reyna að stela athyglinni í leikslok. Jose Mourinho gekk um völlinn og virtist vera að reyna að ögra stuðningsfólki Juventus sem fór mjög illa í suma leikmenn Juventus. Scholes er enginn aðdáandi Mourinho og gagnrýndi portúgalska stjórann eftir leikinn. „Svona er þetta hvert sem hann fer. Þú verður að sýna meiri virðingu þegar þú vinnur. Þakkaðu bara hinum stjóranum fyrir leikinn. Það var engin þörf fyrir svona látalæti en svona er hann bara,“ sagði Paul Scholes á BT Sport eftir leikinn.Uncalled for or simply a show of passion? Jose Mourinho clashed with Juventus players over one of his goal celebrations last night. Readhttps://t.co/uoTJ1e2qnnpic.twitter.com/muKJ87FKvN — BBC Sport (@BBCSport) November 8, 2018Dion Dublin er á því að portúgalski stjórinn hafi ekki staðist það að reyna að stela athyglinni í leikslok. „Það var engin þörf fyrir Jose Mourinho að troða sér fram. Leikmennirnir voru bara að þakka fyrir leikinn og sumir voru að fara til Cristiano Ronaldo. Þá fer allt í einu öll athyglin á Herra Mourinho sem er kominn með höndina við eyrað til að ögra stuðningsfólki Juventus og spyrja þau: Hvað segið þið við þessu?,“ sagði Dion Dublin. Owen Hargreaves vildi aftur á móti gera minna úr hegðun Jose Mourinho en meira úr þýðingu úrslitanna. „Þetta var óþarfi en þetta eru stórmerkileg úrslit og mjög stór vika fyrir United og Mourinho,“ sagði Owen Hargreaves.‘Insulted for 90 minutes’: Mourinho defends actions after United stun Juventus | @barneyronayhttps://t.co/TmH8qiGg0o — Guardian sport (@guardian_sport) November 7, 2018 Jose Mourinho viðurkenndi eftir leik að hann hefði líklega ekki átt að gera þetta en hann sagði líka frá því að hann hafi þolað móðganir í 90 mínútur frá stuðningsmönnum Juventus. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Sjá meira
Manchester United goðsögnin Paul Scholes var ekki ánægður með stælana sem Jose Mourinho bauð upp á eftir sigur Manchester United á Juventus í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Manchester United gerði þá mjög vel að koma til baka og vinna mikilvægan 2-1 endurkomusigur á útivelli en Mourinho gerði sitt í að reyna að stela athyglinni í leikslok. Jose Mourinho gekk um völlinn og virtist vera að reyna að ögra stuðningsfólki Juventus sem fór mjög illa í suma leikmenn Juventus. Scholes er enginn aðdáandi Mourinho og gagnrýndi portúgalska stjórann eftir leikinn. „Svona er þetta hvert sem hann fer. Þú verður að sýna meiri virðingu þegar þú vinnur. Þakkaðu bara hinum stjóranum fyrir leikinn. Það var engin þörf fyrir svona látalæti en svona er hann bara,“ sagði Paul Scholes á BT Sport eftir leikinn.Uncalled for or simply a show of passion? Jose Mourinho clashed with Juventus players over one of his goal celebrations last night. Readhttps://t.co/uoTJ1e2qnnpic.twitter.com/muKJ87FKvN — BBC Sport (@BBCSport) November 8, 2018Dion Dublin er á því að portúgalski stjórinn hafi ekki staðist það að reyna að stela athyglinni í leikslok. „Það var engin þörf fyrir Jose Mourinho að troða sér fram. Leikmennirnir voru bara að þakka fyrir leikinn og sumir voru að fara til Cristiano Ronaldo. Þá fer allt í einu öll athyglin á Herra Mourinho sem er kominn með höndina við eyrað til að ögra stuðningsfólki Juventus og spyrja þau: Hvað segið þið við þessu?,“ sagði Dion Dublin. Owen Hargreaves vildi aftur á móti gera minna úr hegðun Jose Mourinho en meira úr þýðingu úrslitanna. „Þetta var óþarfi en þetta eru stórmerkileg úrslit og mjög stór vika fyrir United og Mourinho,“ sagði Owen Hargreaves.‘Insulted for 90 minutes’: Mourinho defends actions after United stun Juventus | @barneyronayhttps://t.co/TmH8qiGg0o — Guardian sport (@guardian_sport) November 7, 2018 Jose Mourinho viðurkenndi eftir leik að hann hefði líklega ekki átt að gera þetta en hann sagði líka frá því að hann hafi þolað móðganir í 90 mínútur frá stuðningsmönnum Juventus.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Sjá meira