Mikil óvissa með ríkisstjórakosningar í Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2018 16:55 Stacy Abrams og Brian Kemp. AP/John Amis Enn er ekki öruggt hver vann kosninguna til ríkisstjóra Georgíu í Bandaríkjunum þó tveir dagar séu liðnir frá kosningunum. Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikana, hefur þó lýst yfir sigri og sagt af sér sem innanríkisráðherra ríkisins. Samkvæmt Kemp sagði hann af sér til að tryggja traust almennings á niðurstöðum kosninganna og til þess að einbeita sér af embætti ríkisstjóra. Kemp hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna mánuði fyrir að sinna starfi innanríkisráðherra á sama tíma og hann hefur verið í framboði. Því sem innanríkisráðherra Georgíu hefur hann í raun verið yfir kosningunum sem hann sjálfur tók þátt í. Hann hefur sömuleiðis verið sakaður um að beita bellibrögðum til að koma í veg fyrir að þjóðfélagshópar sem þykja líklegri til að kjósa Demókrataflokkinn gætu kosið.Sjá einnig: Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á gallaÞúsundum kjósenda var hent af kjörskrá Georgíu í aðdraganda kosninganna vegna reglubreytinga Kemp. Stacey Abrams, mótframbjóðandi Kemp, er ekki tilbúin til að viðurkenna ósigur og segir að enn eigi eftir að telja fjölmörg utankjörfundaratkvæði. Reglur Georgíu segja til um að ef frambjóðandi nái ekki meira en fimmtíu prósenta fylgi þurfi að halda aðrar kosningar á milli tveggja efstu frambjóðendanna.Samkvæmt AP fréttaveitunni er Kemp með rétt rúmlega fimmtíu prósent.AP segir Kemp halda því fram að einungis eigi eftir að telja um tuttugu þúsund atkvæði og það dugi ekki til. Hann myndi haldast yfir fimmtíu prósentum þó Abrams fengi öllu tuttugu þúsund atkvæðin. „Við unnum kosningarnar. Það er mjög jóst núna. Við ætlum að byrja undirbúning fyrir embættistökuna,“ sagði Kemp við blaðamenn í dag. Á meðan að á kosningunum stóð og í kjölfar þeirra hafa fjöldi ásakana um misferli litið dagsins ljós. Kjósendur þurftu víða að bíða í klukkustundir í röð eftir því að geta kosið, skortur var á kjörvélum og búnaður var bilaður, svo eitthvað sé nefnt. Þá segja eftirlitsaðilar og fólk sem berst fyrir auknum rétti fólks til að kjósa að flestar tilkynningarnar um misferli komi frá samfélögum þar sem minnihlutahópar búa. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Enn er ekki öruggt hver vann kosninguna til ríkisstjóra Georgíu í Bandaríkjunum þó tveir dagar séu liðnir frá kosningunum. Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikana, hefur þó lýst yfir sigri og sagt af sér sem innanríkisráðherra ríkisins. Samkvæmt Kemp sagði hann af sér til að tryggja traust almennings á niðurstöðum kosninganna og til þess að einbeita sér af embætti ríkisstjóra. Kemp hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna mánuði fyrir að sinna starfi innanríkisráðherra á sama tíma og hann hefur verið í framboði. Því sem innanríkisráðherra Georgíu hefur hann í raun verið yfir kosningunum sem hann sjálfur tók þátt í. Hann hefur sömuleiðis verið sakaður um að beita bellibrögðum til að koma í veg fyrir að þjóðfélagshópar sem þykja líklegri til að kjósa Demókrataflokkinn gætu kosið.Sjá einnig: Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á gallaÞúsundum kjósenda var hent af kjörskrá Georgíu í aðdraganda kosninganna vegna reglubreytinga Kemp. Stacey Abrams, mótframbjóðandi Kemp, er ekki tilbúin til að viðurkenna ósigur og segir að enn eigi eftir að telja fjölmörg utankjörfundaratkvæði. Reglur Georgíu segja til um að ef frambjóðandi nái ekki meira en fimmtíu prósenta fylgi þurfi að halda aðrar kosningar á milli tveggja efstu frambjóðendanna.Samkvæmt AP fréttaveitunni er Kemp með rétt rúmlega fimmtíu prósent.AP segir Kemp halda því fram að einungis eigi eftir að telja um tuttugu þúsund atkvæði og það dugi ekki til. Hann myndi haldast yfir fimmtíu prósentum þó Abrams fengi öllu tuttugu þúsund atkvæðin. „Við unnum kosningarnar. Það er mjög jóst núna. Við ætlum að byrja undirbúning fyrir embættistökuna,“ sagði Kemp við blaðamenn í dag. Á meðan að á kosningunum stóð og í kjölfar þeirra hafa fjöldi ásakana um misferli litið dagsins ljós. Kjósendur þurftu víða að bíða í klukkustundir í röð eftir því að geta kosið, skortur var á kjörvélum og búnaður var bilaður, svo eitthvað sé nefnt. Þá segja eftirlitsaðilar og fólk sem berst fyrir auknum rétti fólks til að kjósa að flestar tilkynningarnar um misferli komi frá samfélögum þar sem minnihlutahópar búa.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira