Skotárásin í Kaliforníu: Fjölmargir upplifðu einnig skotárásina mannskæðu í Las Vegas á síðasta ári Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2018 22:00 Veitingastaðurinn var afar vinsæll meðal háskólanema. Vísir/Getty Allt að 50 til 60 af þeim sem staddir voru á veitingastaðnum og barnum Borderline í Kaliforníu þegar árásarmaður hóf skothríð sem varð tólf manns að bana í morgun upplifðu einnig mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna er 58 létust á tónlistarhátíð í Las Vegas fyrir um ári síðan. Fjölmargir særðust þegar árásarmaðurinn, landönguliðinn fyrrverandi Ian Long, hóf skothríð inni á veitingastaðnum klukkan 23:20 að staðartíma, eða 7:20 að íslenskum tíma. Hann svipti sig lífi á staðnum en á annað hundrað manns voru inn á staðnum þegar árásin var gerð og þar af voru flestir háskólanemendur. „Ég var viðstaddur Las Vegas Route 91 skotárásina, ásamt líklega 50 til 60 manns sem voru á veitingastaðnum á sama tíma og ég í kvöld,“ sagði Nicholas Champion í samtali við CBC News. „Við erum ein stór fjölskylda og því miður hefur þessi fjölskylda lent illa í því tvisvar.“Nicholas Champion was inside the California bar during the mass shooting. He also survived the 2017 mass shooting in Las Vegas that killed 58 people and injured hundreds more: https://t.co/9swbbJ45P5pic.twitter.com/HX80jFow4n — CBS This Morning (@CBSThisMorning) November 8, 2018Meðal þeirra sem lést í skotárásinni var lögreglumaðurinn Ron Helus en hann var fyrstur lögreglumanna á vettvang. Hann, ásamt félaga sínum, fylgdi þeirri þjálfun sem hann hafði fengið sem felur í sér að reyna á að komast að árásarmanninum sem fyrst.Þegar þeir komumst inn á veitingastaðinn var Helus skotinn fjölmörgum skotum. Hann lést af sárum sínum á spítala en hann átti aðeins eitt ár eftir þangað til hann kæmist á eftirlaun.„Hann dó sem hetja. Hann fór inn til þess að bjarga mannslífum“sagði Geoff Dean, lögreglustjóri Ventura-sýslu þar sem skotárásin átti sér stað. Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Allt að 50 til 60 af þeim sem staddir voru á veitingastaðnum og barnum Borderline í Kaliforníu þegar árásarmaður hóf skothríð sem varð tólf manns að bana í morgun upplifðu einnig mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna er 58 létust á tónlistarhátíð í Las Vegas fyrir um ári síðan. Fjölmargir særðust þegar árásarmaðurinn, landönguliðinn fyrrverandi Ian Long, hóf skothríð inni á veitingastaðnum klukkan 23:20 að staðartíma, eða 7:20 að íslenskum tíma. Hann svipti sig lífi á staðnum en á annað hundrað manns voru inn á staðnum þegar árásin var gerð og þar af voru flestir háskólanemendur. „Ég var viðstaddur Las Vegas Route 91 skotárásina, ásamt líklega 50 til 60 manns sem voru á veitingastaðnum á sama tíma og ég í kvöld,“ sagði Nicholas Champion í samtali við CBC News. „Við erum ein stór fjölskylda og því miður hefur þessi fjölskylda lent illa í því tvisvar.“Nicholas Champion was inside the California bar during the mass shooting. He also survived the 2017 mass shooting in Las Vegas that killed 58 people and injured hundreds more: https://t.co/9swbbJ45P5pic.twitter.com/HX80jFow4n — CBS This Morning (@CBSThisMorning) November 8, 2018Meðal þeirra sem lést í skotárásinni var lögreglumaðurinn Ron Helus en hann var fyrstur lögreglumanna á vettvang. Hann, ásamt félaga sínum, fylgdi þeirri þjálfun sem hann hafði fengið sem felur í sér að reyna á að komast að árásarmanninum sem fyrst.Þegar þeir komumst inn á veitingastaðinn var Helus skotinn fjölmörgum skotum. Hann lést af sárum sínum á spítala en hann átti aðeins eitt ár eftir þangað til hann kæmist á eftirlaun.„Hann dó sem hetja. Hann fór inn til þess að bjarga mannslífum“sagði Geoff Dean, lögreglustjóri Ventura-sýslu þar sem skotárásin átti sér stað.
Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira