Dómstólar greiða ríkisstjórn Trump tvö þung högg Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2018 07:27 Trump skrifaði undir tilskipun um Keystone XL-olíuleiðsluna þegar á öðrum degi sínum í embætti forseta. Vísir/EPA Tveir alríkisdómarar gerðu ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta afturreka með tvö umdeild mál sem hafa verið ofarlega á baugi undanfarin ár. Annar þeirra staðfesti lögbann við því að DACA-áætlunin sem ver börn fólks sem kom ólöglega til Bandaríkjanna fyrir því að vera vísað úr landi yrði felld úr gildi en hinn setti tímabundið lögbann á framkvæmdir við stóra og umdeilda olíuleiðslu. Trump tilkynnti að hann ætlaði að afnema DACA-áætlunina sem forveri hans Barack Obama setti á fót í september í fyrra. Neðri dómstig settu hins vegar lögbann á það og skipaði ríkisstjórninni að halda áfram að taka við umsóknum um vernd þar til málið yrði til lykta leitt fyrir dómstólum. Níundi áfrýjunardómstóll Bandaríkjanna kvað upp úrskurð í gær um að DACA yrði að halda áfram að vera í gildi þar sem líkur væru á því að stefnendur sem halda því fram að afnám áætlunarinnar sé ólöglegt komi til með að vinna málið, að því er segir í frétt CNN. Dómsmálaráðuneytið hefur þegar beðið Hæstarétt um að taka málið fyrir. Þar eru íhaldsmenn nú með öruggan meirihluta eftir að Trump skipaði Brett Kavanaugh dómara í haust.Verða að rannsaka neikvæð áhrif olíuleiðslunnar Alríkisdómstóll í Montana lagði síðan tímabundið lögbann við framkvæmdir við Keystone XL-olíuleiðsluna. Ríkisstjórn Trump hafi ekki réttlætt nægilega ákvörðun sína um að gefa leyfi fyrir leiðslunni. Keystone XL á að flytja hráolíu sem unnin er úr tjörusandi í Kanada til olíuhreinsistöðva í Texas, tæplega tvö þúsund kílómetra leið. Eitt fyrsta verk Trump sem forseta var að gefa út forsetatilskipun um að snúa við stefnu Obama um að setja framkvæmdirnar á ís vegna umhverfissjónarmiða.Washington Post segir að úrskurður dómarans stöðvi framkvæmdirnar ekki varanlega. Ríkisstjórnin þarf nú hins vegar að meta nánar möguleg neikvæð áhrif leiðslunnar, þar á meðal fyrir loftslagsbreytingar, dýr í útrýmingarhættu og menningararf. Hópar norður-amerískra frumbyggja eru á meðal þeirra sem hafa barist hvað harðast gegn Keystone XL en leiðslan á meðal annars að liggja um jarðir þeirra. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56 Obama hafnar Keystone XL olíuleiðslunni Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann myndi hafna beiðni um lagningu Keystone XL olíuleiðslunnar frá Alberta í Kanada til Nebraska. 7. nóvember 2015 07:00 Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Trump vill flýta fyrir byggingu umdeildra olíuleiðslna Mikið hefur verið deilt um leiðslurnar um árabil. 24. janúar 2017 16:53 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Tveir alríkisdómarar gerðu ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta afturreka með tvö umdeild mál sem hafa verið ofarlega á baugi undanfarin ár. Annar þeirra staðfesti lögbann við því að DACA-áætlunin sem ver börn fólks sem kom ólöglega til Bandaríkjanna fyrir því að vera vísað úr landi yrði felld úr gildi en hinn setti tímabundið lögbann á framkvæmdir við stóra og umdeilda olíuleiðslu. Trump tilkynnti að hann ætlaði að afnema DACA-áætlunina sem forveri hans Barack Obama setti á fót í september í fyrra. Neðri dómstig settu hins vegar lögbann á það og skipaði ríkisstjórninni að halda áfram að taka við umsóknum um vernd þar til málið yrði til lykta leitt fyrir dómstólum. Níundi áfrýjunardómstóll Bandaríkjanna kvað upp úrskurð í gær um að DACA yrði að halda áfram að vera í gildi þar sem líkur væru á því að stefnendur sem halda því fram að afnám áætlunarinnar sé ólöglegt komi til með að vinna málið, að því er segir í frétt CNN. Dómsmálaráðuneytið hefur þegar beðið Hæstarétt um að taka málið fyrir. Þar eru íhaldsmenn nú með öruggan meirihluta eftir að Trump skipaði Brett Kavanaugh dómara í haust.Verða að rannsaka neikvæð áhrif olíuleiðslunnar Alríkisdómstóll í Montana lagði síðan tímabundið lögbann við framkvæmdir við Keystone XL-olíuleiðsluna. Ríkisstjórn Trump hafi ekki réttlætt nægilega ákvörðun sína um að gefa leyfi fyrir leiðslunni. Keystone XL á að flytja hráolíu sem unnin er úr tjörusandi í Kanada til olíuhreinsistöðva í Texas, tæplega tvö þúsund kílómetra leið. Eitt fyrsta verk Trump sem forseta var að gefa út forsetatilskipun um að snúa við stefnu Obama um að setja framkvæmdirnar á ís vegna umhverfissjónarmiða.Washington Post segir að úrskurður dómarans stöðvi framkvæmdirnar ekki varanlega. Ríkisstjórnin þarf nú hins vegar að meta nánar möguleg neikvæð áhrif leiðslunnar, þar á meðal fyrir loftslagsbreytingar, dýr í útrýmingarhættu og menningararf. Hópar norður-amerískra frumbyggja eru á meðal þeirra sem hafa barist hvað harðast gegn Keystone XL en leiðslan á meðal annars að liggja um jarðir þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56 Obama hafnar Keystone XL olíuleiðslunni Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann myndi hafna beiðni um lagningu Keystone XL olíuleiðslunnar frá Alberta í Kanada til Nebraska. 7. nóvember 2015 07:00 Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Trump vill flýta fyrir byggingu umdeildra olíuleiðslna Mikið hefur verið deilt um leiðslurnar um árabil. 24. janúar 2017 16:53 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56
Obama hafnar Keystone XL olíuleiðslunni Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann myndi hafna beiðni um lagningu Keystone XL olíuleiðslunnar frá Alberta í Kanada til Nebraska. 7. nóvember 2015 07:00
Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24
Trump vill flýta fyrir byggingu umdeildra olíuleiðslna Mikið hefur verið deilt um leiðslurnar um árabil. 24. janúar 2017 16:53