Nýr dómsmálaráðherra Trump var stjórnarmeðlimur í fyrirtæki sem svindlaði á fólki Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2018 16:51 Matthew Whitaker, starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Charlie Neibergall Matthew Whitaker, sem er nú starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, var stjórnarformaður í fyrirtæki sem Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna sagði vera svindl og lokaði. Fyrirtækið, World Patent Marketing, á að hafa svikið fúlgur fjár af fólki og var lokað í fyrra. Miami New Times segir Whitaker einnig hafa sent einum af viðskiptavinum fyrirtækisins hótun í tölvupóst eftir að viðskiptavinurinn kvartaði yfir því að hafa ekki fengið þá þjónustu sem hann borgaði fyrir.Scott Cooper, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, lagði 2,600 dali til kosningasjóðs Whitaker þegar hann reyndi að komast á þing árið 2014. Þá greiddi fyrirtækið Whitaker um tíu þúsund dali áður en því var lokað. Eftir að tilraun Whitaker til að komast á þing misheppnaðist gekk hann til liðs við stjórn WPM. „Ég myndi einungis ganga til liðs við fyrsta flokks samtök,“ sagði Whitaker í fréttatilkynningu á sínum tíma, samkvæmt Washington Post.World Patent Marketing safnaði nærri því 26 milljónum dala í tekjur með því að lofa uppfinningarmönnum meðal annars að selja vörur þeirra.Notuðu stjórnarmeðlimi til að laða viðskiptavini að Fyrirtækið laðaði að sér viðskiptavini með því að vísa til stjórnar þess. Þar sem Whitaker sat, auk annarra. Forstjórinn notaði stjórnina til dæmis til þess að svara gagnrýni á fyrirtækið. Þegar einn óánægður viðskiptavinur sakaði Cooper um svik svaraði hann á þá leið að ef hann væri svikahrappur væri þetta fólk ekki í stjórn fyrirtækisins. „Við erum með fyrrverandi ríkissaksóknarar, meðlimi úr ráðgjafaráði Obama, hershöfðingja, fræga lækn. Hugsaðu út í það,“ skrifaði Cooper.Sjá einnig: Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sérNew Times segir að þrátt fyrir að WPM hafi lofað mikilli þjónustu og stært sig af meintri velgengni, hafi viðskiptavinir þess nánast enga þjónustu fengið.Þegar viðskiptavinirnir kvörtuðu svaraði Cooper með hótunum og meðal annars hótaði hann að siga öryggisvörðum, sem hefðu fengið þjálfun í Krav Maga, á fólk.Notaði fyrrverandi stöðu sína til hótunar Whitaker sjálfur svaraði einum óánægðum viðskiptavini. Eftir að viðskiptavinurinn hafði hótað að kæra WPM sagði Whitaker, sem var þá fyrrverandi ríkissaksóknari og minntist hann á það í póstinum, að það myndi hafa mjög alvarlega lagalegar afleiðingar fyrir viðskiptavininn. Fjármálaeftirlitið segir þúsundir manna hafa orðið fyrir barðinu á WPM. Einhverjir hafi tapað allt að 400 þúsund dölum og aðrir öllu sparifé þeirra. Í samtali við Washington Post segja fyrrverandi viðskiptavinir, eða ef til vill fórnarlömb, WPM að þeim sárni við það að Whitaker sé nú starfandi dómsmálaráðherra. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Matthew Whitaker, sem er nú starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, var stjórnarformaður í fyrirtæki sem Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna sagði vera svindl og lokaði. Fyrirtækið, World Patent Marketing, á að hafa svikið fúlgur fjár af fólki og var lokað í fyrra. Miami New Times segir Whitaker einnig hafa sent einum af viðskiptavinum fyrirtækisins hótun í tölvupóst eftir að viðskiptavinurinn kvartaði yfir því að hafa ekki fengið þá þjónustu sem hann borgaði fyrir.Scott Cooper, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, lagði 2,600 dali til kosningasjóðs Whitaker þegar hann reyndi að komast á þing árið 2014. Þá greiddi fyrirtækið Whitaker um tíu þúsund dali áður en því var lokað. Eftir að tilraun Whitaker til að komast á þing misheppnaðist gekk hann til liðs við stjórn WPM. „Ég myndi einungis ganga til liðs við fyrsta flokks samtök,“ sagði Whitaker í fréttatilkynningu á sínum tíma, samkvæmt Washington Post.World Patent Marketing safnaði nærri því 26 milljónum dala í tekjur með því að lofa uppfinningarmönnum meðal annars að selja vörur þeirra.Notuðu stjórnarmeðlimi til að laða viðskiptavini að Fyrirtækið laðaði að sér viðskiptavini með því að vísa til stjórnar þess. Þar sem Whitaker sat, auk annarra. Forstjórinn notaði stjórnina til dæmis til þess að svara gagnrýni á fyrirtækið. Þegar einn óánægður viðskiptavinur sakaði Cooper um svik svaraði hann á þá leið að ef hann væri svikahrappur væri þetta fólk ekki í stjórn fyrirtækisins. „Við erum með fyrrverandi ríkissaksóknarar, meðlimi úr ráðgjafaráði Obama, hershöfðingja, fræga lækn. Hugsaðu út í það,“ skrifaði Cooper.Sjá einnig: Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sérNew Times segir að þrátt fyrir að WPM hafi lofað mikilli þjónustu og stært sig af meintri velgengni, hafi viðskiptavinir þess nánast enga þjónustu fengið.Þegar viðskiptavinirnir kvörtuðu svaraði Cooper með hótunum og meðal annars hótaði hann að siga öryggisvörðum, sem hefðu fengið þjálfun í Krav Maga, á fólk.Notaði fyrrverandi stöðu sína til hótunar Whitaker sjálfur svaraði einum óánægðum viðskiptavini. Eftir að viðskiptavinurinn hafði hótað að kæra WPM sagði Whitaker, sem var þá fyrrverandi ríkissaksóknari og minntist hann á það í póstinum, að það myndi hafa mjög alvarlega lagalegar afleiðingar fyrir viðskiptavininn. Fjármálaeftirlitið segir þúsundir manna hafa orðið fyrir barðinu á WPM. Einhverjir hafi tapað allt að 400 þúsund dölum og aðrir öllu sparifé þeirra. Í samtali við Washington Post segja fyrrverandi viðskiptavinir, eða ef til vill fórnarlömb, WPM að þeim sárni við það að Whitaker sé nú starfandi dómsmálaráðherra.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira