Telur framhaldsskólanema vinna of mikið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 20:00 Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum eftir að breytingarnar tóku gildi, útskrifaðist í vor. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um hátt hlutfall atvinnuþátttöku íslenskra ungmenna en um helmingur menntaskólanema vinnur með skóla og yfir 80% vinna á sumrin. Þá hafa sumir menntaskólanemendur lýst óánægju sinni vegna styttingar framhaldsskólanámsins sem þeir telja að hafi í för með sér of mikið álag. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari í FG, telur of snemmt að segja nákvæmlega til um hvaða áhrif breytingarnar hafi í för með sér. „Almenna reynslan ekki slæm,“ segir Kristinn. „Við lögðum kannski meiri áherslu á að stytta námstímann heldur en endilega nám sem þýðir það náttúrlega að álag getur aukist ef menn gæta ekki að. Við fluttum að vísu hluta af náminu til grunnskólans,“ bætir hann við. Hann telur breytingarnar ekki hafa teljandi áhrif á námsárangur en nemendur geti þó þurft að velja og hafna um hvernig þeir verja tíma sínum. „Ég held ég myndi nú benda nemendum á að vinna minna til að mynda. Það myndi hjálpa meira til heldur en margt annað. En þetta getur náttúrlega bitnað á frístundum nemenda. Ef nemendur leggja mjög mikla áherslu á að ljúka á þremur árum og þurfa kannski að bæta við sig áföngum þá er alveg ljóst að þú notar ekki sama tímann tvisvar. Margir nemendur hafa dregið úr íþróttaiðkun og tómstundaiðkun til þess að ljúka námi og það getur vissulega verið óæskilegt,“ segir Kristinn. Þá telur hann hverfandi líkur á því að námið verði aftur lengt í fjögur ár. „Við skulum líka athuga að þetta eru ekki í raun og veru þrjú ár. Meðal námstími á landinu verður ekki þrjú ár,“ segir Kristinn. „Raunin er hjá okkur til að mynda ef ég tek dæmi að þeir nemendur sem koma nokkuð vel undirbúnir úr grunnskóla, það eru 55% þeirra sem luku námi á þremur árum, aðrir þurfa aðeins lengri tíma.“ Heilbrigðismál Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum eftir að breytingarnar tóku gildi, útskrifaðist í vor. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um hátt hlutfall atvinnuþátttöku íslenskra ungmenna en um helmingur menntaskólanema vinnur með skóla og yfir 80% vinna á sumrin. Þá hafa sumir menntaskólanemendur lýst óánægju sinni vegna styttingar framhaldsskólanámsins sem þeir telja að hafi í för með sér of mikið álag. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari í FG, telur of snemmt að segja nákvæmlega til um hvaða áhrif breytingarnar hafi í för með sér. „Almenna reynslan ekki slæm,“ segir Kristinn. „Við lögðum kannski meiri áherslu á að stytta námstímann heldur en endilega nám sem þýðir það náttúrlega að álag getur aukist ef menn gæta ekki að. Við fluttum að vísu hluta af náminu til grunnskólans,“ bætir hann við. Hann telur breytingarnar ekki hafa teljandi áhrif á námsárangur en nemendur geti þó þurft að velja og hafna um hvernig þeir verja tíma sínum. „Ég held ég myndi nú benda nemendum á að vinna minna til að mynda. Það myndi hjálpa meira til heldur en margt annað. En þetta getur náttúrlega bitnað á frístundum nemenda. Ef nemendur leggja mjög mikla áherslu á að ljúka á þremur árum og þurfa kannski að bæta við sig áföngum þá er alveg ljóst að þú notar ekki sama tímann tvisvar. Margir nemendur hafa dregið úr íþróttaiðkun og tómstundaiðkun til þess að ljúka námi og það getur vissulega verið óæskilegt,“ segir Kristinn. Þá telur hann hverfandi líkur á því að námið verði aftur lengt í fjögur ár. „Við skulum líka athuga að þetta eru ekki í raun og veru þrjú ár. Meðal námstími á landinu verður ekki þrjú ár,“ segir Kristinn. „Raunin er hjá okkur til að mynda ef ég tek dæmi að þeir nemendur sem koma nokkuð vel undirbúnir úr grunnskóla, það eru 55% þeirra sem luku námi á þremur árum, aðrir þurfa aðeins lengri tíma.“
Heilbrigðismál Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
„Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30