Fer í jólamessu hjá pabba Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 18. desember 2018 11:00 Önnu Margréti bakaði eitt sinn tíu sortir og fjölskyldan gaf hverri og einni sort einkunn. Myndir/Eyþór Anna Margrét Gunnarsdóttir er mikið jólabarn og finnst desember besti tími ársins. Hún bakar smákökur til að hvíla hugann frá próflestri og skreytir jólatréð með skrauti frá ólíkum löndum. „Ég er vanalega komin í jólaskap um mitt sumar, mér finnst jólin svo skemmtileg. Það er svo upplífgandi að hafa eitthvað til að vera spenntur yfir,“ segir Anna Margrét. Hún er nemi í lífeindafræði við Háskóla Íslands og bakar smákökur til að dreifa huganum í prófstressinu. „Ég baka eina sort í einu og fæ þannig pásu frá lærdómnum og kem svo hress að honum aftur að bakstrinum loknum. Ég byrjaði á þessum smákökubakstri fyrir átta árum. Þá skoðaði ég fullt af blöðum og bókum og valdi úr þær uppskriftir sem mér fannst mest spennandi og skrifaði þær niður á blað. Ég bakaði tíu sortir, fjölskyldan smakkaði kökurnar og gaf þeim einkunn. Upp frá þessu baka ég þær tvær sortir sem fengu hæstu einkunnina fyrir hver jól. Lykillinn að vel heppnuðum smákökum er að nota nóg af sykri og smjöri og þeyta mjög vel og lengi saman. Þegar mér finnst ég hafa þeytt þetta tvennt saman nógu lengi, bæti ég við nokkrum mínútum og þá verða kökurnar enn betri og léttari í sér svo þær bókstaflega bráðna í munninum,“ upplýsir Anna Margrét. Hún segir að sér finnist einnig ómissandi hluti af jólastemningunni að hlusta á jólatónlist og horfa á jólakvikmyndir. „Ég set jólalögin á fóninn í byrjun nóvember og stefni á að horfa á eina jólamynd á dag í desember.“ Besta ráðið er að nota nóg af sykri og smjöri og þeyta vel saman til að smákökurnar bragðist sem best. Ísbíltúr á Þorláksmessu Þegar Anna Margrét er spurð nánar út í jólahaldið segist hún ýmist verja jólunum með sinni fjölskyldu í Kópavogi eða tengdafjölskyldunni í Stykkishólmi. „Ég og kærastinn minn, Jón Magnússon, búum hjá foreldrum mínum eins og stendur og í ár verðum við með minni fjölskyldu á jólunum. Pabbi minn, Gunnar Sigurjónsson, er prestur í Digraneskirkju og við fjölskyldan förum alltaf í messu klukkan sex á aðfangadag. Það er mjög hátíðlegt að fara í messu hjá pabba og ég gæti vart hugsað mér betri byrjun á jólunum. Eftir jólamessuna borðum við svo jólamatinn saman. Mamma, Þóra Margrét Þórarinsdóttir, hefur matreiðsluna á sinni könnu og hefur í nógu að snúast allan daginn,“ segir Anna Margrét og bætir við að svo skemmtilega vilji til að faðir hennar eigi afmæli á aðfangadag. „Það setur auðvitað sinn svip á aðfangadag og gerir hann enn ánægjulegri. Við byrjum að halda upp á afmælið hans pabba með því að fara í ísbíltúr á Þorláksmessukvöld svo að hann fái aðeins að njóta sín. Á aðfangadag er svo gestkvæmt fram eftir degi og þá bjóðum við fólki upp á heitt súkkulaði og smákökur,“ segir Anna Margrét. Hún segir jólin í Stykkishólmi líka vera ótrúlega notaleg og kósí. „Nonni minn og tengdamamma hjálpast að með matinn. Við fáum möndlugraut í hádeginu og eftir það er hugað að kvöldmatnum í rólegheitum. Það er mismunandi hvað við erum mörg, stundum eru systur Nonna og þeirra fjölskyldur líka með okkur.“ Alþjóðlegt jólaskraut Það er í verkahring Önnu Margrétar og Ara Þórs, bróður hennar, að skreyta jólatréð. „Það má alls ekki skreyta tréð fyrr en í vikunni fyrir jólin. Jólaskrautið okkar er nokkuð sérstakt. Við höfum fyrir venju að kaupa jólaskraut þegar við erum á ferðalagi um heiminn. Við fjölskyldan höfum t.d. farið saman til 26 fylkja Bandaríkjanna og eigum jólaskraut frá hverju fylki fyrir sig. Við eigum líka skraut frá Ítalíu, Ástralíu og fleiri löndum. Jólatréð er því ekki mjög stílhreint heldur hefur yfir sér alþjóðlegan blæ og vekur þannig upp góðar minningar sem gaman er að rifja upp. Þetta er sannarlega besti tími ársins.“ Hnetusmjörskökur með tvisti 1¾ bolli hveiti 1 tsk. matarsódi ½ tsk. salt ½ bolli sykur ½ bolli púðursykur ½ bolli smjörlíki ½ bolli hnetusmjör 1 egg 2 msk. mjólk 1 tsk. vanilludropar Súkkulaði eða Smarties til skrauts Setjið allt hráefnið, nema súkkulaði og Smarties, í skál og hrærið vel saman. Mótið í fremur litlar kúlur og veltið þeim upp úr sykri. Raðið á ofnplötur. Bakið kökurnar við 200°C í 10-12 mín. Stingið súkkulaðinu eða Smarties í kökurnar um leið og þær eru teknar út úr ofninum og látið síðan kólna. Smákökur með súkkulaðibitum 1½ bolli smjör 1 bolli sykur 1 bolli púðursykur 2 egg 2 tsk. vanilludropar 3 bollar hveiti 1 tsk. matarsódi 200 g súkkulaði, brytjað 1 bolli hnetur Setjið smjör, sykur, egg og vanilludropa í skál. Þeytið saman þar til blandan er orðin ljós og létt. Blandið þurrefnum varlega saman við. Notið teskeið til að móta kúlur og leggið þær með góðu millibili á bökunarplötu, klædda bökunarpappír. Bakið við 170-200°C í 5-10 mín. Birtist í Fréttablaðinu Jól Jólamatur Kökur og tertur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Hátíðarterta með eplum og karamellukremi Jól Toblerone-ís fyrir tólf Jól Jóladagatal Vísis: Þegar goðsögn úr Police Academy fór í kattaslag við Pétur Jóhann Jól Með upplýsta Landakirkju á jólum Jól Flugtímar, frændur, framtíðarheimili, fiðursængur og að fara á fjalirnar Jól Jólin eru á leið inn í breytingaskeið Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Anna Margrét Gunnarsdóttir er mikið jólabarn og finnst desember besti tími ársins. Hún bakar smákökur til að hvíla hugann frá próflestri og skreytir jólatréð með skrauti frá ólíkum löndum. „Ég er vanalega komin í jólaskap um mitt sumar, mér finnst jólin svo skemmtileg. Það er svo upplífgandi að hafa eitthvað til að vera spenntur yfir,“ segir Anna Margrét. Hún er nemi í lífeindafræði við Háskóla Íslands og bakar smákökur til að dreifa huganum í prófstressinu. „Ég baka eina sort í einu og fæ þannig pásu frá lærdómnum og kem svo hress að honum aftur að bakstrinum loknum. Ég byrjaði á þessum smákökubakstri fyrir átta árum. Þá skoðaði ég fullt af blöðum og bókum og valdi úr þær uppskriftir sem mér fannst mest spennandi og skrifaði þær niður á blað. Ég bakaði tíu sortir, fjölskyldan smakkaði kökurnar og gaf þeim einkunn. Upp frá þessu baka ég þær tvær sortir sem fengu hæstu einkunnina fyrir hver jól. Lykillinn að vel heppnuðum smákökum er að nota nóg af sykri og smjöri og þeyta mjög vel og lengi saman. Þegar mér finnst ég hafa þeytt þetta tvennt saman nógu lengi, bæti ég við nokkrum mínútum og þá verða kökurnar enn betri og léttari í sér svo þær bókstaflega bráðna í munninum,“ upplýsir Anna Margrét. Hún segir að sér finnist einnig ómissandi hluti af jólastemningunni að hlusta á jólatónlist og horfa á jólakvikmyndir. „Ég set jólalögin á fóninn í byrjun nóvember og stefni á að horfa á eina jólamynd á dag í desember.“ Besta ráðið er að nota nóg af sykri og smjöri og þeyta vel saman til að smákökurnar bragðist sem best. Ísbíltúr á Þorláksmessu Þegar Anna Margrét er spurð nánar út í jólahaldið segist hún ýmist verja jólunum með sinni fjölskyldu í Kópavogi eða tengdafjölskyldunni í Stykkishólmi. „Ég og kærastinn minn, Jón Magnússon, búum hjá foreldrum mínum eins og stendur og í ár verðum við með minni fjölskyldu á jólunum. Pabbi minn, Gunnar Sigurjónsson, er prestur í Digraneskirkju og við fjölskyldan förum alltaf í messu klukkan sex á aðfangadag. Það er mjög hátíðlegt að fara í messu hjá pabba og ég gæti vart hugsað mér betri byrjun á jólunum. Eftir jólamessuna borðum við svo jólamatinn saman. Mamma, Þóra Margrét Þórarinsdóttir, hefur matreiðsluna á sinni könnu og hefur í nógu að snúast allan daginn,“ segir Anna Margrét og bætir við að svo skemmtilega vilji til að faðir hennar eigi afmæli á aðfangadag. „Það setur auðvitað sinn svip á aðfangadag og gerir hann enn ánægjulegri. Við byrjum að halda upp á afmælið hans pabba með því að fara í ísbíltúr á Þorláksmessukvöld svo að hann fái aðeins að njóta sín. Á aðfangadag er svo gestkvæmt fram eftir degi og þá bjóðum við fólki upp á heitt súkkulaði og smákökur,“ segir Anna Margrét. Hún segir jólin í Stykkishólmi líka vera ótrúlega notaleg og kósí. „Nonni minn og tengdamamma hjálpast að með matinn. Við fáum möndlugraut í hádeginu og eftir það er hugað að kvöldmatnum í rólegheitum. Það er mismunandi hvað við erum mörg, stundum eru systur Nonna og þeirra fjölskyldur líka með okkur.“ Alþjóðlegt jólaskraut Það er í verkahring Önnu Margrétar og Ara Þórs, bróður hennar, að skreyta jólatréð. „Það má alls ekki skreyta tréð fyrr en í vikunni fyrir jólin. Jólaskrautið okkar er nokkuð sérstakt. Við höfum fyrir venju að kaupa jólaskraut þegar við erum á ferðalagi um heiminn. Við fjölskyldan höfum t.d. farið saman til 26 fylkja Bandaríkjanna og eigum jólaskraut frá hverju fylki fyrir sig. Við eigum líka skraut frá Ítalíu, Ástralíu og fleiri löndum. Jólatréð er því ekki mjög stílhreint heldur hefur yfir sér alþjóðlegan blæ og vekur þannig upp góðar minningar sem gaman er að rifja upp. Þetta er sannarlega besti tími ársins.“ Hnetusmjörskökur með tvisti 1¾ bolli hveiti 1 tsk. matarsódi ½ tsk. salt ½ bolli sykur ½ bolli púðursykur ½ bolli smjörlíki ½ bolli hnetusmjör 1 egg 2 msk. mjólk 1 tsk. vanilludropar Súkkulaði eða Smarties til skrauts Setjið allt hráefnið, nema súkkulaði og Smarties, í skál og hrærið vel saman. Mótið í fremur litlar kúlur og veltið þeim upp úr sykri. Raðið á ofnplötur. Bakið kökurnar við 200°C í 10-12 mín. Stingið súkkulaðinu eða Smarties í kökurnar um leið og þær eru teknar út úr ofninum og látið síðan kólna. Smákökur með súkkulaðibitum 1½ bolli smjör 1 bolli sykur 1 bolli púðursykur 2 egg 2 tsk. vanilludropar 3 bollar hveiti 1 tsk. matarsódi 200 g súkkulaði, brytjað 1 bolli hnetur Setjið smjör, sykur, egg og vanilludropa í skál. Þeytið saman þar til blandan er orðin ljós og létt. Blandið þurrefnum varlega saman við. Notið teskeið til að móta kúlur og leggið þær með góðu millibili á bökunarplötu, klædda bökunarpappír. Bakið við 170-200°C í 5-10 mín.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Jólamatur Kökur og tertur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Hátíðarterta með eplum og karamellukremi Jól Toblerone-ís fyrir tólf Jól Jóladagatal Vísis: Þegar goðsögn úr Police Academy fór í kattaslag við Pétur Jóhann Jól Með upplýsta Landakirkju á jólum Jól Flugtímar, frændur, framtíðarheimili, fiðursængur og að fara á fjalirnar Jól Jólin eru á leið inn í breytingaskeið Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira