Yrði að frjálslyndustu löggjöf Norðurlanda Sveinn Arnarsson skrifar 30. október 2018 07:15 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Verði frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof að lögum yrði íslensk löggjöf sú frjálslyndasta meðal norrænna ríkja í þeim efnum. Aðeins bresk og hollensk löggjöf gengur lengra í frjálslyndi en sú sem á að leggja fyrir þingið í vetur. Árið 2016 skilaði vinnuhópur af sér niðurstöðum til heilbrigðisráðherra um breytingar á íslenskum lögum um fóstureyðingar, sem eru frá 1975. „Niðurstaða nefndarinnar var að mæla með því að kona hefði heimild til að taka þessa ákvörðun til loka 22. viku meðgöngu. Margir þættir liggja að baki þeirri niðurstöðu og einn veigamesti þátturinn er að virða sjálfsákvörðunarrétt konunnar og að hún hafi vald til að ráða yfir eigin líkama,“ segir Sóley S. Bender, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og formaður nefndarinnar. Á Íslandi er konu heimilt að ákveða sjálf um þungunarrof fram að tólftu viku meðgöngu. Slíka löggjöf er einnig að finna í Noregi, Danmörku og Finnlandi. Svíar, Bretar og Hollendingar eru hins vegar frjálslyndari hvað þetta varðar og veita konum aukið vald til að enda þungun. Í nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra verður lagt til að konur hafi vald til að ákveða um þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu. Lagt er til að konu verði veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort hún elur barn og eitt meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja konum sjálfsforræði um barneignir. „Þegar þungunarrof á sér stað í nútíma samfélagi er það í langflestum tilvikum gert afar snemma á meðgöngunni. Árið 2017 voru 98% allra þungunarrofa á Íslandi framkvæmd fyrir lok 16. viku meðgöngu.“ segir Sóley. „Það er staðreynd og því er að mínu mati þessi ótti, að konur fari seint í þungunarrof, úr lausu lofti gripinn.“ Á haustþingi 2018 hyggst heilbrigðisráðherra leggja fram frumvarpið og mun því koma til kasta þingsins innan tíðar. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, segir að það sem hún hafi séð af frumvarpsdrögunum sé að mörgu leyti betrumbót frá fyrri lögum. „Lögin eru auðvitað orðin nokkuð gömul og þörf hefur verið á endurskoðun laganna. Hvað varðar einstök atriði í frumvarpinu þá væri ég til í að sjá frumvarpið í heild og lesa það almennilega með umsögnum til að ræða þau sérstaklega. Hins vegar eru álit sérfræðinga sem liggja að baki og sérfræðingar eiga að ákveða svona hluti en ekki pólitíkin,“ segir Halldóra. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20 Segir tillögur Svandísar svívirðilegar Formaður Flokks fólksins er hissa á fyrirhuguðu frumvarpi um að leyfa þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu og gildi þá einu hvaða ástæður liggja að baki. Ljósmæður og fæðingarlæknar meðal þeirra sem gefa umsögn og telja rétt að leyfa þungunarrof fram að 22. viku 29. október 2018 06:15 Þrettán fengu heimild til að rjúfa þungun eftir 16. viku Engri beiðni um að rjúfa þungun eftir 16. viku var synjað í fyrra. 18. október 2018 14:51 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Verði frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof að lögum yrði íslensk löggjöf sú frjálslyndasta meðal norrænna ríkja í þeim efnum. Aðeins bresk og hollensk löggjöf gengur lengra í frjálslyndi en sú sem á að leggja fyrir þingið í vetur. Árið 2016 skilaði vinnuhópur af sér niðurstöðum til heilbrigðisráðherra um breytingar á íslenskum lögum um fóstureyðingar, sem eru frá 1975. „Niðurstaða nefndarinnar var að mæla með því að kona hefði heimild til að taka þessa ákvörðun til loka 22. viku meðgöngu. Margir þættir liggja að baki þeirri niðurstöðu og einn veigamesti þátturinn er að virða sjálfsákvörðunarrétt konunnar og að hún hafi vald til að ráða yfir eigin líkama,“ segir Sóley S. Bender, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og formaður nefndarinnar. Á Íslandi er konu heimilt að ákveða sjálf um þungunarrof fram að tólftu viku meðgöngu. Slíka löggjöf er einnig að finna í Noregi, Danmörku og Finnlandi. Svíar, Bretar og Hollendingar eru hins vegar frjálslyndari hvað þetta varðar og veita konum aukið vald til að enda þungun. Í nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra verður lagt til að konur hafi vald til að ákveða um þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu. Lagt er til að konu verði veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort hún elur barn og eitt meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja konum sjálfsforræði um barneignir. „Þegar þungunarrof á sér stað í nútíma samfélagi er það í langflestum tilvikum gert afar snemma á meðgöngunni. Árið 2017 voru 98% allra þungunarrofa á Íslandi framkvæmd fyrir lok 16. viku meðgöngu.“ segir Sóley. „Það er staðreynd og því er að mínu mati þessi ótti, að konur fari seint í þungunarrof, úr lausu lofti gripinn.“ Á haustþingi 2018 hyggst heilbrigðisráðherra leggja fram frumvarpið og mun því koma til kasta þingsins innan tíðar. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, segir að það sem hún hafi séð af frumvarpsdrögunum sé að mörgu leyti betrumbót frá fyrri lögum. „Lögin eru auðvitað orðin nokkuð gömul og þörf hefur verið á endurskoðun laganna. Hvað varðar einstök atriði í frumvarpinu þá væri ég til í að sjá frumvarpið í heild og lesa það almennilega með umsögnum til að ræða þau sérstaklega. Hins vegar eru álit sérfræðinga sem liggja að baki og sérfræðingar eiga að ákveða svona hluti en ekki pólitíkin,“ segir Halldóra.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20 Segir tillögur Svandísar svívirðilegar Formaður Flokks fólksins er hissa á fyrirhuguðu frumvarpi um að leyfa þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu og gildi þá einu hvaða ástæður liggja að baki. Ljósmæður og fæðingarlæknar meðal þeirra sem gefa umsögn og telja rétt að leyfa þungunarrof fram að 22. viku 29. október 2018 06:15 Þrettán fengu heimild til að rjúfa þungun eftir 16. viku Engri beiðni um að rjúfa þungun eftir 16. viku var synjað í fyrra. 18. október 2018 14:51 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20
Segir tillögur Svandísar svívirðilegar Formaður Flokks fólksins er hissa á fyrirhuguðu frumvarpi um að leyfa þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu og gildi þá einu hvaða ástæður liggja að baki. Ljósmæður og fæðingarlæknar meðal þeirra sem gefa umsögn og telja rétt að leyfa þungunarrof fram að 22. viku 29. október 2018 06:15
Þrettán fengu heimild til að rjúfa þungun eftir 16. viku Engri beiðni um að rjúfa þungun eftir 16. viku var synjað í fyrra. 18. október 2018 14:51